Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 43

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 43
L ÖGRJETTA 182 181 lítilla vatns og vinds raforkuvera, sem virð- ast viðráðanleg að stofnkostnaði þeim er lít- il fjárráð hafa. Virðist mjer það mega vel skipast, að hinar út úr skotnari bygðir eign- ist hagsmuni vegna þessa gjalds, því ljóst er, að þar sem rafmagn er þegar starfbund- ið til ljósframleiðslu, eða verður það í ná- inni framtíð, þar skerðist greint innflutnings- gjald að miklum mun. Mjer virðist hæfilegt að tveim ölgerðar- húsum verði um ákveðið árabil leyft að fram- leiða hið þolgóða öl gegn því að þau, að fyrsta starfsári undanskildu, greiði fyrir leyf- ið 500 krónur á mánuði hvort. Hygg jeg sann- gjarnt, einkum ef ölgerðarstofnun sú, sem nú starfar í Reykjavík, hefur þegar lagt fram mikið fje til bygginga og áhalda, auk stórra gjalda upphæða til ríkis og bæjar, þá gangi hún að sínum þætti og öðru jöfnu fyrir nýj- um samtökum um leyfi til að framleiða hið sterkara öl. Jeg tel hæfa að leyfa öllum veitingamönn- um og matvöruverslunum að selja hið greinda öl helst með ákveðnum hámarkshagnaði. Væntanlega mun æskilegt að stefna að því, að greindar ölgerðir mættu færast á afvikna staði dálítið frá Reykjavík, en yrðu þó nálægt ágætri vatnsuppsprettu og raf- magnsleiðslu. Mikilli ölframleiðslu fylgja vafa- laust úrgangsefni, er geyma allmikil fóður- efni handa fuglum og öðrum eldisdýrum. En hentugt mun að komast hjá að þurka, geyma og flytja affallsefnin langt. Það er ljóst að góðar öltegundir, sem inni- halda dálítið af vínanda, geymast vel og eiga öruggar söluhorfur. Ö1 þetta mun talið holt og nærandi, aðallega pó á þann hátt að styðja að göðri meltingu annara fæðutegunda. Kunnugt er að alt öl inniheldur ofurlítið af vínanda, En ef það er eins lítið eins og bindindismenn gera kröfur til, þá skemmist eða eyðilegst ölið við langa geymslu. Það mun því ekki hæft til flutnings landa í mill- um nema vandlega umbúið í flöskum og þó trauðla um langar siglingaleiðir. Það mun skoðun fróðra manna, bygð á rann- sókn, að vjer eigum úrvals hentugt vatn til gosdrykkja- og ölframleiðslu. Virðast líkur til, með því að heimila tilbúning og sölu hinna styrkari öltegunda, að oss kynni að verða fært með nokkrum árangri, að keppa við aðrar þjóðir um framleiðslu og sölu á 1. flokks öltegundum og gosdrykkjum til ann- ara þjóða. Væri ánægjulegt ef það mætti verða iðnaði vorum, siglingum og verslun stuðningur að framleiða, flytja og selja öl, e. t. v. til þeirra þjóða, er láta oss í tje hin svonefndu Spánarvín, salt kol o. fl. Aðal framleiðsluvara vor, saltfiskurinn, er nú, sem kunnugt er, seldur í hinum hlýju löndum suður við Miðjarðarhaf. En þar sem veður- sæld er og hitar mun minna (erfiðara) um heilnæmt drykkjarvatn. Virðist eðlilegt að greind aðstaða auki eftirspurn og þörf fyrir heilnæmar hitavarðar ölteguridir. Og starf- rækt umfangsmikil viðskifti virðast að nokkru greiða söluhorfur fleiri vörutegunda heldur en saltfisks vors. III. Árangur áfengisliafta óálitlegur. Það veit jeg að fjöldi landsmanna álítur nauðsynlegt að afmá alla þá drykki í landi voru, sem blandaðir eru vínandaefnum, og verja það fyrir innflutniugi tjeðra drykkja. Vjer höfum nú búið við bannlög og bann- höft um alllangt árabil. Og einnig berast frjettir af reynslu annara þjóða um bannlög- gjöfina. Þegar bannlögin komu til framkvæmda í landinu, virtist mjer nautn áfengra drykkja mjög að minka, og að því er flesta unga menn snerti, að hverfa. Undantekningarlítið fylgdi uppvaxandi kynslóðin, jafnt karlar sem konur, hinni frjálsu útrýmingu áfengis. Lítt nauðsynlegar munaðarvörur virðast nærgöngular sæmilegu menningarlífi. Því miður tel jeg nú komið í ljós, að bannlögin eru ekki fær um að vinna það göfuga hlut- verk, sem þeim var hugað. Vjer Islendingar höfum eigi, fremur en aðrar þjóðir, þolað — og þ(-lum ekki ennþá — þær þrekraunir, að neita oss að öllu leyti um drykki blandaða vín- anda. Reynsla bendir til, að það er ófram- kvæmanlegt að varna oss þess, að láta hönd- ur fara um þá áfenga drykki, sem flestar þjóðir nota til viðurværis og hressingar. Er ljóst, að drykki blandaða vínandavökva (Öl) aæmir best að framreiða með mat og til hressingar og glaðningar í skiftum fyrir kafíi, sem mun

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.