Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 45

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 45
185 LÖGRJETTA 186 stöðum þann 4. og sýslunefndir hinn 5. mann. En áður en kosning fari fram verði Verk- fræðingafjelag íslands beðið um að benda á 15—20 menn, er það eftir ástæðum hyggur einua best kjörna til greindra athafna. Vil jeg láta stjórn Orkusjóðs sjálfa velja sjer formann, fjehirði og ritara, og skifta verkum millum sín. Aður er að því vikið að ríkið er farið að láta annast störf um eftirlit og leiðbein- ingar áhrærandi raforkumálin. En af því að í landi voru ríkir enn verðhrun og bæði eðlileg og óeðlileg fjárkreppa, þá hygg jeg æskilegt, að hinn rafmagnsfróði eftirlitsmað- ur ríkisvaldsins verði fyrst um sinn aðstoð- armaður orkusjóðs og láti honum í tje, ef liægt er, alt að hálft starfsafi sitt. Starfið verður um ýms atriði sameiginlegt og kem- ur ekki að fullu gagni nema með góðri sam- vinnu millum allra aðila. Æskilegt hygg jeg, að minsta kosti einn af stjórnendum raforku- sjóðs verði sjerfróður um rafmagnsmál og annar um vatnsvirkjafræði. Þó vil jeg bú- ast við að störfum verði þannig hagað, að stjórn orkusjóðs fái aðeins lága þóknun fyr- ir störf sín. En aðalþáttur leiðbeinandi at- hafna hvíli um sinn á herðum eftirlitsmanns með orkuverum í landi voru. Á líðandi tímum hygg jeg örðugt að sníða nokkurri stofnun hæfilegan stakk um mörg ár og þá því síðúr um heilan aldarfjórðung. — Við áætlun um tekjur og gjöld Orkusjóðs valdi jeg því það ráð, að ætla honum hinar sömu árstekjur, eða meðaltalstekjur, um 25 ára skeið. — Ef tekjur hans eru áætlaðar of háar hin fyrstu ár, þá virðast þó yfirgnæf- andi líkur til, að þær vaxi allört og drepi vel í þau auðu hólf, sem hugsa má að kæmu í ljós fyrstu starfsárin. Að því er snertir árstekjur af innflutningi af eldspýtum þá get jeg þess til að þær mættu nema 40 þúsundum króna. Áður er gjört ráð fyrir tveim ölgerðarstofnunum og eiga þær þá að greiða, að undanskildu hinu fyrsta starfsári, 12 þúsundir króna samtals í leyfis- gjöld á ári. Ársframleiðslu af öli áætla jeg 1 miljón hálfflöskur og verða þá tekjur af öltilbúningi með 25 aura gjaldi af hálfflösku, 250 þúsundir króna en allar árstekjur orku- sjóðs eftir framan ráðagerðu 302 þúsundir króna. Þetta virðist mjer ekki sjerlega mik- ið fje til hinna afar nauðsynlegu en höfuð stólsfreku raforkustarfa. En „safnast þegar saman kemur.“ Af því jeg lít á umræddan Orkusjóð sem máttarstoð sterkra og verðhárra oikulinda þá hef jeg, í frumdráttum að tekjum og gjöld- um hans, huggreypt honum athafnir með 5 ára millibili. Þegar jeg byggi á greindum dráttum mín- um að áætlunum um tekjur Orkusjóðs, þá telst mjer svo til, að ef hann fær að vaxa óhreyfður, með 5°/0 ársvöxtum, þar til við lok hins 5. starfsárs, þá geti hann styrkt tvö orkuver eins og hjer segir: Styrkt 1. orkuver 25% af J niilj. Kr. 312.500 Lánað sama 50% af sömu upph. — 625.000 Styrkt 2. orkuver 25% 750 þús. — 187.500 Lánað sama 50% af sömu upph. — 375.000 Upphæð samtals Kr. 1500.000 Samtals lánað................Kr. 1.000.000 —„— veittur styrkur . . — 500.000 Eigendur orkuvera leggja til — 500.000 Þrátt fyrir veittan styrk og lán á Orku- sjóður að eiga eftir ríflega 150 þúsundir króna geymdar í banka. Og hið 6. starfsár bætast honum, auk aðaltekjustofna sinna, ríflega 78 þúsundir króna sem afborganir og vextir (1 árgjald af 25 árgjöldum) af lánun- um til 1. og 2. orkuvers. Á Orkusjóður nú að geta vaxið ánægjulega hvert ár sem líð- ur vegna vaxtatekna og afborgana af lánum, er bætast við aðrar árstekjur hans. .. Vfirlit um fjárhag Orkusjóðs hef jeg bygt á því að styrkur og lán greiðist þegar bygg- ingum orkuvers er lokið. Ennfremur ræð jeg til að Orkusjóður láni hálft verð, miðað við byggingar og leiðslukostnað, gegn stígandi 2. veðrjetti í orkuveri með öllum tilheyrandi orkuveitum og umbúnaði, er jeg lít á sem eina órjúfanlega heild. Lán þetta greiði hvert orkuver sjálft með 6% jöfnu árgjaldi af hinum upprunalega höfuðstóli á 25 árum. 1% af þessum 6% sje eign orkuversins sem greiðist ef bilun ber að höndum, í samræmi við framangreint ætlast jeg til að eigendur að orkuverum leggi fram sem eign eða lánsfje lU aí verði hvers orkuvers, með straumleiðslum o. fl. að sama hlutfalli. Býst jeg við að það reynist í mörgum tilfell-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.