Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 2
99 LÖGRJETTA 100 hvaða einstaklingar sjeu arðmiklir verður ef til vill annar, en sá mælikvarði, sem not- aður var á tímabili auðvaldsins. Mjer virð- ist markið ekki vera hinn eigingjarni, á- gengi mammonsdýrkari auðvaldsins og ekki hið vjelræna, þúsundþætta múgmenni Leninismans, heldur frjálsir og mikilsverð- ir einstaklingar, sem vinna skynsamlega saman af siðrænni skyldu.“ TAynþættír, stjórnmál og menníng Eitt af því, sem mest er þráttað um, eru kvnþátta- eða „rasa“-málin. Það er öllum kunnugt, að í ýmsum löndum hafa komið upp stjórnmálastefnur, heimspeki- og sögu- kenningar, sem reistar hafa verið á þeim rökum að einhverjar þjóðir eða þjóðasam- hönd væru öðrum meiri eða betri fyrir það, að þær væru kynsterkari eða kyngöfgari en aðrar. Þetta er eldgömul saga og þetta virðist eiga sjer djúpar rætur í eðli mann- fólksins. Það hefur t. d. löngum verið mjög auðvelt að æsa þjóðir til öfundar og ilsku á þessum grundvelli, og auðvelt að fá þær til þess að ofmetnast af kyngöfgi sinni. Sannleikurinn er þó sá, að þetta kyn- stofnshugtak hefur mjög verið misskilið og misnotað, og fræðimenn eru flestir löngu hættir að nota það á þann hátt, sem enn er þó algengt i stjórnmálum. Alkunnur enskur fræðimaður, Julian Huxley hefur nýlega skrifað um þetta skýra grein og gefið út hók um þessi efni, ásamt öðrum manni. Það er sjerstaklega sú hlið sem nú er mest deilt um í Evrópu. Orðið aríar eða arya var fyrst notað i evrópiskum bókmentum af enska austur- landamálfræðingnum Sir William Jones, í lok átjándn aldar. Hann notaði það i þýð- ingu úr sanskrít, sem málfræðilegt tákn, eða nafn á fólki, sem talar vissa indverska tungu. Seinna var orðið haft til þess að tákna þær þjóðir, sem töluðu arískar, eða indoevrópiskar tungur, eða stundum málin sjálf. Orðið merkir eiginlega göfugur og er sjerstaklega notað í sanskrít um goðin. Seinna notuðu Grikkir og Rómverjar orðið um Austur-Persíu eða Afganistan, latinu- menn töluðu um Ariana, og af þvi er komið nafnið Iran. Arya-nafnið var einnig notað sem þjóðlegt trúarheiti, um Brahmana. Þeim Austurlanda rannsóknum, sem Sir William Jones byrjaði, var mest og best haldið áfram af Þjóðverjum og' helst fyrir forgöngu Schlegel-bræðranna. Um miðja nítjándu öld náðu rannsóknirnar á austur- landafræðum og áhuginn á þeim og á al- mennum málvísindum mikilli útbreiðslu og hrifningu, ekki síst vegna rannsókna og rita Max Míiller, og það var eiginlega hann, sem fj^rstur setti fram orðatiltækið eða hug- takið ariskur kynstofn. Þessi kynstofns- hugmynd varð bráðlega mjög almenn og vinsæl í Þýskalandi og Englandi, en samt var það franskur höfundur, Gobineau, sem mest áhrif hafði á kynstofnshugmyndir al- mennings í þessa átt. Siðan hafa hugmynd- irnar um sjerstakan ariskan kynstofn ver- ið ákaflega útbreiddar, þó að þær sjeu upp- haflega bygðar á misskilningi. Slíkur sjer- stakur ariskur kynstofn hefur sem sje aldrei verið til, segir Huxley. „Ariskur“ er aðeins nafn á tungumálum, en tungumál- in geta verið og eru töluð af fólki eða þjóð- um, sem alls ekki þarf að vera af sama kyn- stofni — enska er t. d. í Ameriku töluð af miklum fjölda svertingja. Það er skakt, þó að það sje algengt álit, að tungumálaskyld- leiki sanni likablóðskyldleika, enda tókMax Miiller þetta líka sjálfur pijög skýrt fram i síðari ritum sínum, er hann sá hversu al- mennur misskilningur var bygður á eldri ummælum hans um ariskan kynstofn. Það er mjög erfitt eða alt að þvi ógerlegt að rekja með nokkurri vísindalegri vissu uppruna kynstofnanna, eða sjereðli þeirra. Það sjest á rannsóknum dr. Alec Hrdlicka hversu miklum erfiðleikum það er bundið að rannsaka og rekja „hið hreina kyn“. Hann reyndi að rannsaka þetta hreina kyn hinna gömlu amerikumanna, en það sýndi sig hvorttveggja, að ættirnar voru rnjög tör- raktar og að jafnvel innan þeirra ætta, sem fullnægðu þvi, að vera hreint kyn, voru ein- staklingar ærið sundurleitir — „hreint ame- rískt kyn“ reyndist blendingur af Evrópu- þjóðum. Rannsóknir dr. Hrdlicka sýna, að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.