Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 37

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 37
169 L ÖGRJETTA 170 nú að syngja fyrir sig eitt lag, og Grímsi söng með mikilli tilfinningu kvæði eftir Kristján Jónsson: „Hvar er í heimi hæli trvgt“. Nú hafði hann líka næði til þess, eftir að piltarnir voru farnir, að þakka henni fyrir aukabitana, brjefið og flöskuna. Ingveldur bjelt svo fast í höndina á honum, að honum alveg blöskraði. Augun stóðu full af tárum. Honum varð eins og öllum lokið. Hann var svo örgeðja núna. Hann dróg Ingveldi að sjer og kysti hana löngum og heitum kossi. Hún hallaði sjer upp að hon- um eins og dauðþreytt manneskja svo litla stund, og liún óskaði honum margfaldrar blessunar og klappaði honum á vangann eins og góð móðir við efnilegan dreng, og þegar hann gekk niður stigann, hallaði hún sjer út af og breiddi sængina upp yfir höfuð. Grímsa varð reikað fram að sjónum og gekk þangað niður í vöruna og stóð þar um stund. Nokkrir máfar og æðarfuglar voru þar að togast á um kútmaga og úrgang úr fiski frá því kveldinu áður, og þarna stóð slagur um hvern einasta bita. Bárurnar gjálfruðu þar við fjörusteinana og hrærðn úrganginum úr fiskinum saman í mauk, og lagði brána langt út á vik. Svona er leikur lifsins, hvíslaði sam- viskan að Grimsa. Þið manneskjurnar rífið hjörtun hver úr annari, og náttúran gerir ykkur að mauki og vargafæðu. Hann var órólegur yfir þvi, hvernig þessi páskadagur hafði mistekist, og víst hafði hann hlaupið á sig gagnvart henni Ingveldi. Hann var hræddur að líta upp í gluggann, ef Gríma væri þar með andlitið við rúðuna. En svo tók hann i sig kjark og skrapp út á malir, og datt honum í liug að skrafa við Berg og þakka honum fyrir síðast. Menii stóðu nú í þindarlausum róðrum vikuna eftir páskana, og það var meining Grímsa að láta ekki hlut sinn fyrir neinum þar á bátnum. Bjarni Jóns gaf honum ilt auga, og gerðist mikið kapp á milli þeirra til allra verka, er vinna þurfti, og fjell Grímsa það illa að geta ekki haft við hann í fullu trje. Bjarni var hraustmenni til burða, blóð- mikill og skapharður, og þótti honum skömm að því að láta í minni pokann fyrir stráknum. Bjarni Jóns var fulltíða maður, kominn um þrítugt, og nú tók hann upp á þvi að hafa alt ilt á hornum sjer við Grímsa bæði á sjó og landi, og hann fjekk Sigurð fjelaga sinn og fleiri háseta í lið með sjer að stríða Grímsa og henda að hon- um glósum um eitt og annað, og borgaði Grímsi þeim það jafnharðan í sömu mynt, og svo hló liann að Bjarna og dró hann sundur í logandi liáði með köflum. Sárn- aði Bjarna það stundum svo mikið, að hann ætlaði að rjúka á Grimsa og lúskra hon- um, og varð Jón Bjarnason oft að ganga i milli þeirra og skakka leikinn. Hjeldu þá piltarnir þvi stundum fram, að það færi best á því, að þeir Bjarni og hann reyndu með sjer til þrautar. Grímsi hafði það stundum til að syngja með fullri raust rjett við eyrað á Bjarna. Fjell honum það bölvanlega. „Þetta ösk- ur!“ sagði hann og hleypti brúnum heift- úðlega. Hann komst að því, að Grimsa leist vel á Grímu, og altaf voru þau einhvern fjand- ann að kjá hvort framan i annað og hrosa, áður en liann fór á sjóinn og eins þegar hann kom að landi. Gekk þetta allt í gegn- um Bjarna eins og eitraðar örvar, æsti hann upp og gerði hann órólegan í skapi. - Nú bar það einhverju sinni við, þegar þeir voru að beita, að það dróst ekkert orð úr Bjarna Jóns. Hann var myrkur á svipinn, þrútinn í framan og kvartaði um það við formanninn, að hann væri lasinn í höfðinu og treysti sjer ekki á sjóinn. Grímsi var órólegur yfir þvi, að Bjarni skyldi taka upp á þessum fjanda, og gat j>ess til, að hann væri að gera sjer upp veiki bara til ])ess að verða einn eftir á loft- inu hjá Grímu. Hann vissi mörg dæmi til þess þar í Vikinni, að menn gerðu sjer upp veiki með það fyrir augum að fá að vera hjá fanggæslunni í ró og næði, og gafst sumum j)etta furðanlega vel en öðrum illa, eins og gengur, og fór misjafnt orð af þessu uppátæki hjá sumum. Þegar j)eir voru að búa sig út á sjóinn, var Bjarni Jóns alveg frá. Hann kastaði sjer endilöngum upp í rúm, kvartaði um megnan höfuðverk og miklar þrautir.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.