Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 14

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 14
123 LÖGRJETTA 124 dimt er orðið á kvöldin. Verður hann þá alla vega blár á lit, gulur, grænn og rauður. Rauði liturinn er ef til vill sjerkennilegast- ur, því þá verður fossinn eins og ægilegur blóðstraumur, sem byltist fram af bjarginu. Þegar Alexander I. Rússakeisari kom ár- ið 1814 að Rínarfossi ljet hann róa með sig upp ána að fossinum. Varð hann þá svo heillaður af hinni stórfenglegu sýn, að hann stóð upp í bátnum frá sjer numinn af hrifni og stóð þar sem steini lostinn. En ræðarinn sem var Hálendingur í húð og hár (en þeir þykja nokkuð óheflaðir i orðum! ljet sjer fátt um finnast og hrópaði til keisarans: „Húktu á þóftunni hátignardjöfull, annars hvolfirðu bátnum!“ VI. Það hefur líklega síður verið fegurð landsins heldur en frjósemi þess, sem dró óvenju snemma til sín landnema, enda ber ekkert ríki í Sviss jafn ríkar minjar gamalla bústaða og forns landnáms sem kantónan Ziirich. Að visu bendir ekkert til þess, að menn hafi búið þar í hellum, en þau spor sem lengst verða rakin aftur í tímann um dvöl manna í Zurich-kantónunni ná 4000— 6000 ár fyrir fæðingu Krists. Þau spor verða rakin til smávaxins þjóðflokks sem vatna- búar eða staurbyggjar nefndust, af því að hann bygði híbýli sín á staurum, sem reknir voru niður i stöðuvötnin á þessum slóðum. Um og eftir miðja 19. öld hófust forn- leyfarannsóknir á þessum stöðum og sem leiddu ýmislegt mjög merkilegt í ljós um lifnaðarhætti og atvinnu, gróður og dýra- líf frá þessum timum. Húsin voru reist úti á vötnunum á geysimiklum trjám, sem rek- in voru niður hvert við annað í vatnbotninn. Ofan á viðina voru bjálkakofar með strá- þökum bygðir, sumstaðar margir í einni þyrping, svo að fyrirkomulagið hefur meir likst þorpum en einstökum býlum. Senni- lega hafa staurbyggjarnir bygt hús sín úti á vötnunum til að geta betur varist ágangi og árásum rándýra og annara óvina, en líka munu fiskveiðar í vötnunum, sem voru þeirra heista fæðuöflun, hafa stuðlað að þvi. Við rannsóknirnar fundust bein og beinagrindur af 63 dýrategundum, þar á meðal nokkrum, sem nú eru útdauðar. Þá fundust þar um 50 teg. jurtaleyfa, sem með- al annars leiddu í ljós að staurbyggjar hafa stundað akuryrkju. Þarna fundust ávaxta- leyfar, hör, basta, vaðmál; úr steini fundust hamrar og axir, en skálar, bogar, sleifar o. fl. úr trje. Úr leir fundust ýms brot og heilir munir, svo sem ker og skálar, pottar og könnur, og sumt af því skreytt. Einnig rák- ust menn á hverfisteina og myllusteina. Þá kom það í ljós, að íbúarnir hafa þekt til lit- arefna og litað bæði prjónles og vaðmál. Þetta sýnir að þeir hafa ekki verið alveg gjörsneiddir fegurðarsmekk og ekki kæru- lausir um útlit sitt; ennþá ljósar sýna þetta samt ýmsir skartgripir sem fundist hafa, þar á meðal belti og hálskeðjur úr dýra- lönnum, og' allskonar munir úr horni og marmara. Net, fuglaslöngur og önnur veið- arfæri fundust, sem gáfu lifnaðarhætti vatnabúa til kynna; einnig munu þeir hafa lifað á allskonar berjupi og hnetum. Jeg hef heyrt þess getið til, að þessir fyrsto íbúar landsins liafi verið persnesks uppruna, þeir voru mjög litlir vexti eða 1,4 1,52 m. á hæð. Á steinöldinni brendu þeir líkin, en þegar kemur fram á bronsöldina hættu þeir að brenna þau en dysjuðu þau í þess stað. Þá gáfu þeir hinum dánu vopn, skartklæði og matvæli í gröfina, sem bend- ir á, að þeir hafi trúað á persónulegt ann- að líf. Þegar kemur fram á bronsöldina eru byggingarnar fluttar utan frá vötnunum og upp á þurlendið. Á því tímabili skýtur upp nýjum þjóðflokki í landinu, hann kemur vestan úr löndum, er keltneskur og gengur undir nafninu Helvetar. Þeir voru hærri miklu en vatnabúar og bjuggu í víggirtum þorpum og borgum. Ennþá gætir mikið keltneskra einkenna í fari og útliti Sviss- lendingsins, en tunguinál þeirra hefur að mestu leyti horfið, nema hvað þess gætir í stöku staðarnöfnum. Árið 57 f. Kr. rjeðust Rómverjar inn í landið og lögðu það undir sig. Þeir ríktu í 500 ár, bygðu liergötur, breyttu húsaskipun og reistu sjer kastala. Þeir brendu líkin en settu öskuna í grafir er þeir grófu við veg- ina. Það voru Rómverjar sem koma föstu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.