Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 21

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 21
137 L ÖGRJETTA 138 Sagði nú Jóhann hverja ýkj u-söguna á fæt- ur annari, og ljet aldrei aftur munninn, þangað til allir voru farnir að hlæja og Ijetti þá Grímsa mikið í skapi, svo að hann kunni nú ekki illa við sig þarna á rúminu. Það rumdi við í Bimi, við hverja nýja sögu, og gerði hann smá athugasemdir við mestu ýkjurnar í ,,pistli“ og hafði Grímsi gaman af þessu þjarki milli karlanna. Grímsi gaf því nú auga, hvernig umhorfs væri þama á loftinu. Rúmin þeirra sjó- mannanna stóðu undir súðinni báðumegin, og sá hann að sængurbúnaður var þar í sæmilegu lagi, þykkar ábreiður tfbru yfir rúmum og hreinlega tiltekið, það seiri á loft- inu var. — Heljarstór koffort stóðu þar við rúmin og sjóvetlingar hengu þar í sperr. um, hingað og þangað í búðinni, eins og fuglakippur, allavega rósóttir í fitjunum. Svona leit það nú út í verbúðum í Vík- inni og ekki nema eitt fótmál á milli rúm- anna þeirra — formannsins og ráðskon- unnar, hugsaði Grímsi. Hvít ábreiða var vandlega breidd yfir rúm Ingveldar. „Ojæja“, hugsaði Grímsi, ekki nema eitt fótmál á milli karls og konu. Og þetta mynti hann á baðstofuna heima. Ingveldur fór að lífga við eldinn, strax þegar Grímsi kom, og liita kaffi, og nú opn- uðu piltarnir koffortin sín og fengu sjer að borða. Bjöm stóð upp af rúmi sínu og opnaði stóra, grænmálaða kistu, sem stóð þar und- ir borðinu. Tók Grímsi eftir því, að kistan var full af mat, og þarna í grænu kistunni æg'ði öllu saman, — brauði og smjeri, og keti og kæfu, og lundaböggum og allskon- ar góðgæti. Þar stóð og brennivínskútur upp á endann í einu horninu. „Þú verður nú að gera þjer þetta að góðu, þó ekki sjeu kræsingarnar og hnífa- pörin“, sagði Björn með þeirri drynjandi rödd, að það var líkast því, að þetta hefði verið öskur í ljóni. „Tíndu nú vel í þig af þessu rusli, ef þú hefur lyst á því, og þjer er líka velkomið að bragða á kútholunni, ef þjer þykir það hressa þig með matnum, eða út í kaffið“, sagði hann — „þú sjerð um piltinn, Ingveldur „elskan“, þó jeg víki mjer eitthvað frá“. Ingveldur kinkaði kolli, því til samþykkis, og' leit brosandi framan í Grímsa. Hún strauk hárið frá augunum og sendi honum augnatillit, eins og ung stúlka, sem gefin er fyrir það, að láta piltum lítast á sig.---- Svo kom nú kaffið. Það var borið fram í stórum, rósóttum skálum. Það var ógæftasamt um tíma, eftir að Grímsi kom norður i Vikina, og sifeld norð- anátt og hríðar með köflum. Björn var eklci fastur við verbúðina, nema annað slagið, og hásetar hans höfðu sjer það til dægrastyttingar, að hlaupa þindarlaust milli verhúðanna, og spila. Grímsi kunni ekki illa við sig i verbúð- inni, og hann fjeklt allgóðan þokka á Birni Bjarnasyni þó hann væri ljótur. Hann hafði nóg að borða og lítið að gera þangað til róðrarnir byrjuðu. En skemtilegast þótti honum, að vera á lali við þau Ingveldi ráðs- konu og .íóhann „pistil“. Þó kom það fyrir með köflum, að hugurinn hvarflaði heim til móður hans og settist þá að hon- um deyfð, sem hann skyldi elckert í hvern- ig var löguð. Ingveldur hljóp með þær sögur milli verbúðanna, að Grimsi væri sá efnilegasti og skemtilegasti piltur sem hún hefði kynst, varð þetta til þess, að nokkrar „fanggæsl- ur“ gerðu sjer tíðförult þangað i búðina til Ingveldar og drukku hjá henni kaffisopa, og Grímsi varð milcið fastur við búðina og sló sjer lítið út og stundum tók hann upp á því, að syngja svo hátt, að það heyrðist til hans út á malir. — Þetta mikla glaðlyndi var annar þáttur í lifi hans, en svo gat hann snögglega skift um skap, og orðið alvarleg- ur og hraut þá heilann um framtíðina og veru sína þarna i Víkinni. — Þetta var alt óráðin gáta, og það var efst í honum að syngja og hlæja að öllum sköpuðum hlut- um þar í Víkinni. Jóliann ,pistill“ sagði honum margar skrítnar sögur og Ingveldur vildi gera hon- um alt til þægðar, sem hún gat honum i tje látið, og fjekk hann allgóðan þokka á ráðs- konu Björns. .Tóhann var altaf að tina í hann sögur,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.