Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 22
139
L ÖGRJETTA
140
það ]>ótti Grímsa matur, þegar skrumið og
ýkjurnar gengu fram úr öllu hófi.
Jóhann sagði honum söguna af mó-
rauða hrútnum, sem hann þóttist hafa
fundið langt úti á sjó i fiskiróðri. Hrútur
þessi átti að hafa verið marklaus og af-
skaplega stór og feitur, og ólíkur öllum
öðrum skepnum, — Jóhann flutti hrútinn
í land, og könnuðust engir við nein deili á
hrússa og var þess getið til, að hann hefði
einhvernveginn horfið frá huldufólki inn í
mannheima, og vilst út á sjóinn. — Hrútur
þessi varð mjög kynsæll, eftir frásögn Jó-
hans, og flestar mörvaðar kindur þar í Vík-
inni voru eignaðar honum að mestu leyti.
Einhverju sinni þóttist Jóhann hafa verið
i fiskiróðri, sem oflar, að vetrarlagi. Veit
hann þá ekki fyrri til, en að báturinn
er neglulaus og hálffullur af sjó. Hefur
hann þá engin önnur ráð, en að stinga
fingri í neglugatið, situr hann í skutnum
allan liðlangan daginn með fingurinn í
gatinu, meðan verið var að draga allar lóð-
irnar. Og sagðist Jóhanni svo frá, að frost-
ið hefði verið 15 stig á C.
„Var þjer ekki, Jóhann minn, orðið kalt
á íingrunum?“ sagði Ingveldur, og leit bros-
andi framan i Grímsa.
„Svei mjer ef jeg lýg“, sagði „pistill“, og
sá honum enginn stökkva bros. — Og þetta
var máltæki hans, þegar skrumið var sem
mest.
Og altaf fæddust nýjar og nýjar sögur,
og Jóhann þóttist hafa flogist á við magn-
aða sjódrauga, og þar fram eftir götum,
og piltinn, sem hengdi sig í Paradís, þóttist
hann hafa sjeð um hábjartan dag o. s. frv.
Björn Bjarnason bjó rausnarlegu búi þar
í Víkinni, og var hann ýmist við heimili
sitt ellegar hann sat vfö í verbúð sinni. Gat
það nokkuð farið eftir því hvernig á hon-
um lá, og hentu gárungarnir því á milli sín,
að Birni bónda þætti kærara að vera hjá
Ingveldi ráðskonu, en sitja heima.
Björn átti þrjár uppkomnar dætur, er
meira þóttu líkjast móðurinni en föðurn-
um, en stórskornar voru þær í sjón og ekki
fríðar sínum. Kendi hjá þeim nokkurs
drambs, og vöndu þær lítið komur sínar
þangað niður eftir í verbúð föður sins. Var
nú margs til getið um þær, að þær mættu
nú fara að bera sig eftir björginni — ef þær
ættu eltki hreint og beint að „pipra".
Nokkrum sinnum kom það fyrir, að
Björn Bjarnason bað Grímsa að taka fyrir
sig handarvik heima og varð Grimsi þeirri
stundu fegnastur, að koma ofan á malirn-
ar aftur. — Hann gat ómögulega felt sig við
þessar dætur Björns, og honum virtist þær
kaldar og fráhrindandi, og gerði hann ekk-
ert til þess að kynnast þcim að neinu levti.
Grímsi varð því lifandi feginn, þegar tíð-
in batnaði, og þótti honum vænt um að fá
koffortið sitt með ýmsu, sem í því var.
Hann var gefinn fyrir það, að klæða sig vel
og lialda sjer til og hreinlátur eins og kött-
ur, og honum lá það ríkt i hug, að láta sjá
það, að hann hefði ekki komið frá neinni
eymd þarna að austan. Hann var að upp-
lagi metnaðargjarn og ekkert gefinn fyrir
það, að stjakað væri við honum að rauna-
lausu.
Hann hafði mikla löngun til þess að
verða sterkur og stælti sig með ýmsum á-
tökum, þegar hann kom því við, — og
þarna mátti hann rifa í sig matinn eins og
hann hafði lyst á, upp úr grænu kistunni
hans Björns Bjarnasonar, og Grimsi var
sterkur eftir aldri, rekinn saman um herð-
arnar, og mesti hestur að borða. Hann var
heilsugóður, og varð aldrei misdægurt.
Það var Ingveldur, sem sá um það, að
Grímsa yrði ekki vigtaður út matur fyrir
páskana og hún geymdi lyklana að hirsl-
um Björns, þegar hann vjek sjer eitthvað
frá, og gekk hún þá um kistuna Björns og
það, sem í henni var, eins og hún ætti það
sjálf.
Björn eggjaði Grimsa á að borða. Það var
skoðun hans, að það yrði aldrei dáð nje
dugur í lystarlausum aumingja eða þeim,
sem aldrei fengi saðningu sína, nema af ein-
hverju rusli.
Hann var ekki matsár karlinn, og alt af
var nóg í kistunni.
Það kom nokkrum sinnum fyrir, að
Ingveldur fjekk sjer dropa úr kútnum út
í kaffið sitt, þegar fáir sáu til, var hún þá