Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 11

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 11
117 L ÖGRJETTA 118 Srá Eítla-Tjallí Sftír Þorstein ^ósefsson I. Þegar dregur austur í kantónuna Ziirich, hækkar landið og risa þar upp skógi vaxnir ásar og fjöll í all að 1300 m. hæð yfir sjó, og sem einu nafni nefnist Ziirichhálendi. Þar austurfrá og við rætur þessara fjalla rís einstakt hús á lítilli hæð og heitir það Litla-Fjall. Þetta hús er bygt í sænskum stíl. og eigendur þess, Emil Jucker og kona hans, eru einhverjir mestu og einlægustu fslands vinir í allri Sviss. Fyrir strið lá nærri að Emil Jucker helgaði sig og líf sitt fslandsmálum, þar sem honum var boðið af Dietrichsbóka- forlaginu í Jena, að takast á hendur rit- stjórn hinnar vönduðu Thule-útgáfu fslend- ingasagnanna. Af þessu varð þó ekki vegna heimsstyrjaldárinnar miklu; en Emil Juc- ker hefur ávalt síðan fylgst af alhug með íslandsmálum og látið þau sig miklu skifta. Á heimili þeirra hjóna hafa margir fslend- ingar komið og sumir dvalið þar langvist- um, en engan landa veit jeg, sem hefur fengið að endurgjalda þá miklu gestrisni, sem hann hefur notið þar. Gleðin af því að gleðja aðra er þeim hjónum hið dýrmæt- asta endurgjald. Frá Litla-Fjalli hef jeg margar og fagr- ar endurminningar. Þar hef jeg eignast fá- gæta vini, þar hef jeg kynst einhverju gáf- aðasta og ágætasta fólki sem jeg þekki, og hvergi hef jeg notið meiri gestrisni en ein- mitt þar. En á Litla-Fjalli hef jeg einnig kynst Zúrichhálendinu og íbúum þess, og þar hef jeg fræðst um ótal margt úr sögu Hálendinganna, úr þjóðlifi þeirra og nienn- ingu. Og þess vegna hefur dvöl mín á Litla- Fjalli orðið mjer hin skemtilegasta i alla staði. II. Kantónan Zúrich er 1724,76 ferkm. að stærð og er sjöunda stærsta rikið i rikja- sambandinu svissneska. Það liggur í norð- urhluta landsins og nær á nokkrum hluta að landamærum Þýzkalands. í kantónunni eru þrjú stærri vötn; lang- stærst er Zúrichvatnið, 89 ferkm. að stærð, en næst er Greifenvatn 8% ferkm. og Pfáffikervatn 3x/4 ferkm. Auk þess falla gegnum kantónuna 14 stærri ár og 827 læk- ir, sem alt bendir á mjög mikinn vatnsauð. enda hefur vatnsaflið óspart verið notað fyrir verksmiðjur og myllur, til ljósa og hitunar. Við eina ána eru nú 36 rafstöðvar. við aðra 18, þá þriðju 12 og fjórðu 8. Áður fyr voru sumar þessar ár spellvirkjar hinir mestu, flæddu >Tir gróðursæl lönd, báru grjót og möl á engjar og gerðu stórar land- spildur að óræktuðu votlendi. Nú hefur þetta alt verið lagfært, hlaðnir hafa verið varnargarðar og hinu óræktaða mýrlendi hefur verið breytt i frjósama akra eða gras- gefin tún. Það hefur talist svo til, að í Kantón Zú- rich sjeu 8000 dýrategundir, þar af 6000 skqrdýr, 30 fiskar, 270 fuglar og 42 spen- dýr. Á undanförnum öldum hefur ýmsum dýrum verið útrýmt úr skógum kantónunn- ar. svo sem bjarndýrum, úlfum og hjört- um, og fyrir rafvirkjun ánna hefur veiði minkað i þeim að miklum mun. III. Dalir x)g vötn, hliðar og fjöll Zúrichhá- lendisins eru æ meir og meir orðin að tak- marki náttúrubarnsins, ferðalangsins og sjúklingsins. Þetta land er fult af ljóðrænni fegurð, fult af yndisleik, fult af angurvær- um, draumkendum og þunglyndislegum svipbrigðum. Loftslagið er heilnæmt, lands- lagið er sjerkennilegt og fagurt. Breiður og svipþungur gnæfir Glárnischjökullinn með ís- og hamrabeltum við himininn, sem nokk- urskonar útvörður Alpakeðjunnar. En skógi vöxnu hæðadrögin, glitrandi vötnin, falleg bændabýlin,' og akrarnir, engin og túnin grænu gerd Zúrichhálendið að fjöl- breyttu, laðandi og litauðgu landslagi. Mó- leitar mýrar og mjallhvít þorp með rauð- leitum húsaþökum, grænum aldingörðum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.