Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 34

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 34
L ÖGRJETTA 164 163 rúmið hans, ineðan hann var að þvo sjer í framan, og laga þar eitthvað til. Hún tók samanbrotin nærfötin undan koddanum og lagði þau með mestu varasemi á höfðalag- ið. Svo fór hún að afklæða sig þarna rjett fyrir augunum á honum. Hann veitti hverri einustu hreyfingu eft- irtekt, og altaf voru þau að skrafa saman, eins og þau væru gamlir kunningjar, alt- af í hálfum hljóðum. En það er aldrei gott að treysta sofandi mönnum og Gríma gat þess með mestu hægð að þeir fjelagar, Sigurður og Bjarni Jóns, hefðu verið mikið druknir, þegar þeir loksins hefðu komist í bólið, og Grímsa skildist það, að þeir ættu ekki við hennar skap. Grímsi var hrifinn og Ingveldi þakklátur fyrir það, að hún skvldi ráða svona yndis- lega stúlku til þeirra þangað í búðina, — að sjá hana liggja þarna á koddanum og hreyfast til i rúminu. Ingveldur! ekki ætlaði hún að gera það endaslept, að minsta kosti hvað sængur- fötin áhrærir. Mjalllivitar rekkjuvoðir! Það var einhver munur eða að lita í bælin hjá hinum piltunum, og svo þessi reiðinn- ar kynstur af mat, sem hún hafði rogast með til hans út í búðina, meðan hann var á sjónum, og þetta var mikið betur útilát- ið en venjulegt var og aukabitar, sem ekki koma venjulegri útvigt nokkurn skapaðan hlut við. Það er mikil nautn í því að kopia svangur af sjó og fá kraftgóðan mat til saðningar, þegar í land er komið. Það fann hann best núna, og þarna stóð þá hrokaður diskur af pönnukökum og brennivíns- flaska. „Nú hefur Ingveldur laumast í kútinn“, hugsaði Grímsi. Það gat nú verið meininga- munur með þetta brennivín. Brjef! Það lá ofan á pönnukökudiskin- inum rjett hjá flöskunni. Gríma var glaðvakandi í rúminu, og veitti hún þvi eftirtekt, þegar Grímsi tók brjefið. Hann brá þvi upp við ljósið og gægðist í það, meðan hann var að borða. „Er nú Ingveldur farin að skrifa þjer til?“ spurði Gríma. Hún sneri sjer svolítið til í rúminu og roðnaði við. „Það er ekkert leyndarmál“, sagði Grímsi. „Þjer er velkomið að lesa brjefið“. Hann rjett henni miðann, og þau urðu nú að teygja sig hvort á móti öðru á milli rúm- anna til þess að ná höndum saman, þar sem þau voru bæði háttuð. Gríma vafði utan um sig sænginni og teygði sig franr á rúmstokkinn. Hún var rjett að segja hrokkin fram úr, og gat hún ekki annað en brosað. „En hvað þetta getur verið barnalegt af mjer að láta svona“, sagði hún ósköp lágt. f brjcfinu stóð: „.Teg óska þjer gleðilegra páska, góði Grímsi minn! og þakka þjer fyrir samver- una þennan stutta tima. Jeg vonast til þess, að þú látir sjá þig hjerna i búðinni á morgun, og þætti mjer vænt um að þú hefðir ungu ráðskonuna með þjer. Jeg geng ekki að þvi gruflandi, að þið vcrðið hrifin hvort af öðru og jeg skal hafa til heitt á könnunni. Jeg stakk ofurlitlum aukabita ofan í koffordð þitt, og kemur það engum við nema okkur báðum. Þjer ríður mikið á þvi að hafa gott fæði, til þess að þjer geti farið fram og þú orðið sterkur og hraustur, og þú mátt ekki taka það illa upp fyrir mjer, þó jeg ljeti þennan brennivínsdropa fylgja með matnum. Það er bara til þess að skerpa i þjer söngröddina á páskunum. Jeg veit, að þú neytir þess i hófi. Þú ert nú fjarri móður þinni um hátíð- ina, og getur þú þá borið um það, þegar þú kemur heim, hvernig þjer hafi geðjast að fyrstu kerlingunni, sem þú kyntist i Vík- inni. Heilsaðu Grímu frá mjer, blessaðri fallegu stúlkunni — þinni. Ingveldur Jónsdóttir.“ Gríma var þó nokkra stund að lesa brjef- ið og velti þvi fyrir sjer. „Ertu forvitin?“ spurði Grimsi. „Já, reglulega forvitin manneskja, þegar svona stendur á“, svaraði hún og rjetti Gríinsa miðann og brosti. „Hún er bara skotin í þjer, blessuð manneskjan." „Ekki held jeg það nú“, svaraði Grímsi nokkuð ráðaleysislega. „Heldurðu, að rosknar konur geti ekki haft neinar tilfinningar til ásta eins og við,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.