Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 36
167
LOGRJETTA
168
3'kkar Bjarna“, sagði Jón formaður all-
drýgindalega og tróð upp í sig vænum kjöt-
bita. „Það verður mörgum heitt um hjarta-
ræturnar, þar sem fallegar stúlkur eiga
hlut að máli annarsvegar“.
Grima varð sótrauð í framan, og snarað-
ist inn að rúminu til .Tóns.
„Þú verður að sjá um það, Jón, að pilt-
arnir hagi sjer kurteislega. Að öðrum kosti
verð jeg hjer ekki i verbúðinni deginum
lengur", sagði hún í töluverðri geðshrær-
ingu.
.Tón Bjarnason tók þessu vel og taldi það
eins og hverja aðra skyldu sína að sjá um
það, að piltarnir hjeldu friði hver við ann-
an. „En mjer er ekki hægt að ráða við það,
þó að piltarnir mínir verði hrifnir af að sjá
þig, svona fallega stúlku, og jeg ræð ekkert
við það, að hverju sem það dregur“, sagði
Jón.
Grímu fjell það illa, að þetta skyldi nú
koma fyrir upp úr þurru á páskdagsmorg-
uninn, og henni fanst engin ástæða fj'rir
Bjarna Jóns að reiðast af því, þó að þessi
ókunnugi piltur gripi fyrir hana vatnsföt-
urnar og bæri þær upp á loftið, og eftir svo
litla stund leitaði Bjarni Jóns aftur að
matnum, þungur á svipinn, og ræddi ekki
orð við nokkurn mann.
Grímsa fjell þetta svo illa, að hann hafði
sig í flýti suður í búðina til Björns Bjarna-
sonar, en bann hjet því með sjálfum sjer,
að hann skyldi ekki vægja fyrir þessum
Bjarna Jóns fyr en í fulla hnefana, að
hverju sem það ræki.
Grímsa var vel tekið í búðinni, Björn var
skrafhreifinn og drap á það, hvernig
Gímsi hefði kunnað við sig sem skipa-
skækja þarna úti á mölunum.
Ljet Grímsi vel af því og gerði Birni fulla
grein fjæir aflanum. Það þótti Birni gott
að heyra, og hófst þá brúnin á honum upp
i hársrætur.
Ilann var nú að verða ögn hýr, karlinn, á
páskadaginn og engin verulegur hátiðar-
bragur var yfir þeim þar í búðinni að öðru
levti en þvi, að allir höfðu skift um föt og
skafið á sjer kjálkana, og enn óð Jóhann
„pistill“ sama elginn um alla hluti milli
himins og jarðar og sagði sögur.
Iugveldur var uppáfærð og komin í
peysuföt, og sópaði nú' mikið að henni
þarna í verbúðinni.
Hún veitti því eftirtekt, hvað Grímsi var
þrekinn og fallega vaxinn, og Ingveldur
bauð honum sæti á rúminu hjá Birni.
„Þjer er velkomið, drengur minn, að
skreppa hingað yfir í búðina til okkar, þeg-
ar þú hefur tíma“, mælti Björn og rumdi
við i honum öllum eins og sterkum hesti
undir þungum böggum. „Jeg hef gaman af
því, og það lífgar mann upp við og við að
geta lilegið, og þú getur sjeð um það, Ing-
veldur elskan, að hann hafi nóg að borða
þarna úti í búðinni, og því hefur aldrei
verið slett til Björns gamla Bjarnasonar, að
hann timdi ekki að gefa mönnum að jeta,
hvað mikið sem kann að vera kjaftað um
hann að öðru leyti.“
Ingveldur varð litverp i framan. Björn
rak upp þann skelfilega tröllalilátur, að
það glumdi við i allri verbúðiuni.. Hann
seildist ofan í kistuna sína eftir kútnum
og ljet hann viðstöðulaust ganga milli allra
hásetanna.
Grímsa stóð nú hálfgerður stuggur af
þessum trölldómi Björns. Hann hafði, ekki
þessu vant, rokið í það á páskadagsmorg-
uninn að raka á sjer kjálkana með flatn-
ingshnífnum sínum, og var alt skeggstæðið
einkennilega skinið og hruflað eftir rakst-
urinn. Þó stóðu ofurlitlir toppar eftir órak-
aðir eins og illa slegin jörð, og gerði þetta
Björn hálfu ferlegri en áður, meðan hann
hafði skeggið, þó ljótt væri.
„Ingveldur elskan! Þú færir okkur svo-
lítinn kaffisopa“, þrumaði Björn.
Grimsi var afskaplega fljótur að skifta
litum i andliti, þegar eitthvað óvænt bar
að höndum. Hann tók eftir því, að Ingveld-
ur var annars hugar, og hún eins og stalst
til þess að gefa honum auga í nálægð
Björns, og nú ýtti Björn að honum kútn-
um hvað eftir annað.
Það fóru nú flestir að verða dálítið kend-
ir og tíndust menu smátt og smátt út úr búð-
inni, þar til þau sátu þar eftir, Ingveldur
og Grímsi.
Nú var hann orðinn kátur og ljek á als-
oddi, og Ingveldur var hrifin og bað hann