Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 16

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 16
127 L ÖGRJETTA 128 heiðingjarnir þorðu að standa einir og buðu hinu ríkjandi umhverfi byrginn, skapaðist um þau saga og minning þeirra geymdist. En þannig mun það altaf verða í menning allra þjóða, að sá sem treður aðeins ruddar brautir og fylgir málstað hópsins, hann gleymist á meðan að minning þess, sem þorir að storka og standa einn geymist altaf í ritum, sögnum og söng ókominna alda. VIII. Aldirnar næstu á eftir að kristni var lög- tekin, komst meira og meira vald á hendur kirkjunni; hún tók i sinn vasa tiunda hlut- ann af ágóða bændanna og fjekk þá þar að auk til að gefa sjer eignir sínar, gegn því að þeir öðluðust eilífa sælu í himnariki eftir dauðann. Hliðstætt valdi kirkjunnar reis upp nýtt kúgunarvald í kantónunni til að sjúga blóð úr alþýðunni en það voru ljens- herrarnir eða fógdtarnir. Þeir vernduðu að vísu rjett einstaklingsins, en aðeins gegn ótakmarkaðri hlýðni, miklum sköttum og fullkominni hollustu í styrjöldum og ill- deilum. í Zurichkantónunni er mikið af gömlum siotum og riddarahöllum sem bera vitni um fógetavaldið; flest standa þau einhver- staðar á háum hæðum, þar sem útsýn er góð yfir landið. Frægust og fegurst þessara riddarahalla er Kyburg. Nú er þar safn af vopnum og verjum frá miðöldunum, þar eru og margvisleg píningartæki og ýmsir munir aðrir, sem geymst hafa fram á þenn- an dag. Píningartækin bera hæðileg vitni þeirrar grimdar og þess mannúðarleysis, sem ríkt hefir áður fyr. Varð mjer starsýnt á sum tækin og það fór ónotalegur hrollur um mig við tilhugsunina um það, að þau skyldu nokkurn tíma hafa verið notuð á lif- andi fólk. Þarna var meðal annars gapa- stokkur; í honum hjekk fanginn að mestu leyti á hálsinum en gat þó aðeins tylt tán- um niður; hendur hans stóðu fram úr stokknum og hvíldu hlekkjaðar með þung- um blýlóðum niður úr, á hvössum trjehún- um. En gapastokkurinn var ekki pyntingar- tæki, því til þess var hann of meinlaus og máttlaus, hann var aðeins hegningartseki fyrir smáþjófa, lygara og skaðlitla óknytta- seggi. Aftur á móti var þar járnskápur sem hafður var til pyntinga og sem fanginn var læstur inn í. Skápurinn var þröngur og stóðu inn úr honum langir hárhvassir odd- ar, sem ólijákvæmilega stungust inn í hör- und og liold fangans. Annars var pínubekk- urinn aðali>yntingatækið sem notað var og hreif ekkert ef hann dugði ekki. Voru sak- bomingarnir bundnir á hann en útlimir þeirra bundnir taugum sem festar voru við hjól. Þegar hjólunum var snúið, teygðist á útlimunum og var venjulega ekki hætt fyr en þeir gengu úr liði, nema þvi aðeins að fanginn liefði áður játað á sig sakirnar. Dygði þetta ekki, var sjóðandi vatni, sjóð- andi tjöru eða bráðnu blýi helt ofan í munn og kok sjúklingsins. Þegar sakborningur- inn liafði játað á sig þann glæp eða þá glæpi, sem á hann voru bornir, beið gálg- inn, höggstokkurinn eða viðarkösturinn hans fyrir utan. Aftökurnar fóru oftast fram í viðurvisl fjölmennis, sem sótti þessi liátíðarhöld með græðgiskendri áfergju. Við minni refsingar var liýðing látin nægja, voru sakborningar þá, jafnt konur sem karlar, bundin nakin við staura og lamin með tágum eða köðlum. í kringum hallirnar voru breiðar og djúpar varnargryfjur með vindubrú yfir, sem hægt var að draga upp og hleypa nið- ur eftir vild. Víðast hvar voru háir veggir hlaðnir innan við gryfjurnar til enn frekari varnarráðstafana. Til að sjá eru riddarahallirnar mjög reisvilegar og tignarlegar. Þær gnæfa við himinn á háum hæðabrúnum og rísa þar enn í dag tignarlegar og ögrandi sem fyrir nokkrum öldum síðan. Þær hafa sína sögu að geyma engu síður en áður,en munurinn er aðeins sá, að nú eru þær ekki lengur þátttakendur í sögunni, heldur aðeins þögl- ir áhorfendur sem enginn þarf að óttast. Riddaraborgirnar eru ekkert annað en fagrar byggingar, sem prýða hið friðsæla og fagra landslag og vekja upp minningar um gamla tíma. Framhald.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.