Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 25

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 25
145 LÖGRJETTA 146 tugu, og Grímsi tók nú efir því, að Ing- veldur var ögn farin að hærast, að öðru leyti bar hún sig vel, og augun hafði hún ennþá skir og falleg. Hún gat þess og einnig, að hún hefði einu sinni verið trúlofuð sjó- manni, þegar hún var ung, fallegum og tápmiklum pilti. En svo hefði hann hlaup- ið frá henni óljettri eitthvað út í lönd, blessunin sú arna, og hefði hún aldrei fengið neinar fregnir af honum eftir það, hvort hann væri lífs eða liðinn. Það rann út i fyrir Ingveldi, þegar hún drap á þetta. Gamlar minningar vöktust þá upp, og hjartað eins og opnaðist með örari blóðrás og heitum tilfinningum. Grímsi fór nú að tina utan af sjer fötin og hátta. En Ingveldur fór að breiða yfir rúmin þeirra, piltanna, og skúra gólfið og hún hafði enga eirð í sjer núna, stundina þá arna. Svefninn var henni ekkert nálæg- ur í bili. Hún var fremur venju þrútin í framan við að skúra gólfið. Grímsi bældi sig undir sængina og lagði aftur augun, óteljandi myndir svifu lion- um fyrir sjónir, og lionum flaug það í hug, hvort þessi Gríma myndi verða lconan hans? Og nú varð hann eins og yfirkominn af „rómantík“ og margskonar liugarórum. Jú. Víst gat það verið notalegt að lyggja þarna í rúminu og teygja úr sjer öllum undir sænginni og nógur tími til þess að hugsa um sjóinn seinna. „Ur-r-r-r!“ Það urgaði einhvern veginn svo leiðin- lega i gólfinu. Ingveldur neri tuskunni svo fast, að það tók engu tali. Grímsi bylti sjer til á hliðarnar til skift- is. Var ekki Ingveldur að bera olíu í eld- inn? Og nýjar myndir fæddust og dóu. Augnalokin sigu fyrir sjónina. Hann var sofnaður. Hraðfara hreytingar voru nú að verða á mörgum háttum manna frá því, sem verið hafði fyr á tímum þarna i Víkinni, og þó eimdi mikið eftir af því gamla í sumum greinum. Mörgum gömlum verbúðum hafði mikið verið breytt til batnaðar, hvað byggingu á- hrærði, en nokkrar verbúðir voru þó enn ineð gamla laginu. Voru það búðirnar, sem Grimsa sýndust vera grafnar í hól. og áttu þessir gömlu „kumbaldar“ langa sögu, frá þvi þeim var fvrst hrófað upp á rústum enn þá eldri verbúðastæða aftan úr fornöld. í gamla daga lágu menn i stórum, flötum bálkum, sem lilaðnir voru upp á malar- gólfi, innan ujn veiðarfærin og allskonar rusl. Enginn vissi um aldur þessara kofa. Þeir voru reftir með rekavið og þaktir með torfi og grasgreru á sumrin. Veggirnir voru hlaðnir upp með stóreflis-grjóthnöllungum. Nú voru margar verbúðir orðnar all- stæðileg hús, með timhurstöfnung og stórum gluggum. Margir fluttu nú orðið búferlum norður í Víkina og bygðu sjer ofurlitil timburhús og slettu þeim hingað og þangað niður of- an til við malarkambinn, og ýmsir nýir sið- ir flnttust þangað norður i gömlu veiði- stöðina með nýju fólki, og átökin voru sterk milli gamla og nýja timans um aldamótin. Unga fólkið tók upp á því að halda sjer lielur til i klæðaburði, og dansinn færðist óðum út í algleymingi, og hættir fólksins hreyttust ár frá ári, og fólkinu fjölgaði í Víkinni, þar var aflasælt og gott að vera. Tvær ofurlitlar verslunarholur voru til í Víkinni, og gátu sjómenn fengið sjer þar sitt af hverju, þegar ekki gaf í Evrarkaup- stað. Enn þá voru þó ferðir tíðar þangað inn eftir sjóveg, og gamlir burðakarlar hjeldu enn þeim liætti að brjótast þangað landveg til þess að sækja brennivín, og var jiað i frásögur fært, hvað þeir gátu stund- um rogast með mikið á bakinu og það oft i vondri færð þarna með sjónum, eins og til dæmis Bagga-Siggi, sem ljek sjer að þvi að bera tuttugu brennivínskúta á bakinu norður í Víkina. Nú var þessi siður mikið að leggjast nið- ur. Þó voru margir ekki i rónni, nema þeir gætu fengið sjer á kútinn um helgar og liátíðar. Það, sem gaf Víkinni sjerkennilegastan svip, voru grindahjallarnir. Þeir voru marg- ir orðnir æfa-gamlir, fúnir og mosavaxnir. I þessum gömlu hjöllum geymdu margir maura sina og vitjuðu þeirra við tækifæri bæði dauðir og lifandi, enda var það al-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.