Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 19

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 19
L ÖGRJETTA 134 133 @ríma, Framhald. „Vertu ekki að roðna drengur", sagði Bergur, „það tekur enginn til þess“. Grímsa var nú ekkert farið að lítast á blikuna, og hafði orð á því við Berg, að hann tæki það ekki í mál að stíga þangað inn í búðina, ef hann ætti að þurfa að vinna það til að sofa hjá kerlingarræfli. Bergur hafði gaman af að glettast til við Grímsa. Ilann þekti hann frá því hann var lítill strákur, og tók hann vel eftir breytingunni og blóðrótinu, sem kom á hann út af þessu smáræði. „Þú mátt ekki skilja það svo“, sagði Bergur, „að jeg sje að skipa þjer að hátta í sama rúminu og „fanggæslan", og jeg býst við að það verði nokkuð á þínu valdi, hvort að þú geríst svo djarfur eða ekki. En mein- ingin er sú, að þið verðið bæði eftir á loft- ina, eftir að piltarnir eru farnir á sjóinn, Skáldsaga úr verstöð frá árínu 1898-’99, — Sftír Sheódór cTríðriksson. og láttu þjer ekki bregða við aðra eins smá- muni, ef þú átt að verða talinn maður með mönnum hjerna í Víkinni“. Þeir voru nú komnir að verbúð Björns Bjax-nasonar. — Þetta var stæi'ðar gímald, með stei'kum veggjum og timburgöflum, og bar bustina hátt yfir aðrar verbúðir þar í nágrenninu. „Er hún orðin gömul þessi ráðskona Björns?“ spui'ði Grímsi. Hann botnaði ekk- ert í þessu sífelda „fanggæslu“-nafni, sem Bergur var altaf að stagast á. „0, það er stútungskerling“, svaraði Bergur og setti upp heilroikinn spekings- svip. „Hún heitir Ingveldur og má sín rnilc- ils hjá Birni“. Bergur drap á dyr. Grínxsi snei'i sjer fram að sjónum, og lagaði til á sjer húfuna. Þeir heyrðu mannamál og skvaldur þar uppi á loftinu. Bifröst. Eitt sinn, er alföður sýndist altof seint sköpunin ganga, ástinni hann lífsneistann ljet í lófa og sendi’ hana á jörð. „Tefldu við dimmu og dauðau, drottinn við ástina sagði. „Efldu við þraut, þrá og von, þáttu hins gróandi lífs. Blessun mín fylgi þjer frænka. Fullkomnast tákn mitt um hana, regnboga liti jeg legg í lófa þinn, neistanum með. Láttu nú daga um djúpin. Dagsverki þínu er lokið fyrst, þegar Bifröst er bygð, brúin til himins er mín“. Eldstólpinn. Oft, er þvi likt að andi manns sje hey og ástin hrýnsla dularfullra sverða. Kn efldri sýn við átök gcefu og nauða er ástin vegur lifsins gegn um daaða. Eldstólpi á langmið augans fer með árroða’ á skýjahjúpi. Jeg hneigi mig drottinn að hjarta þjer, sem hóf mig úr tímans djúpi. Það birtir, það birtir um bjarga skörð. Þær bráðna þær gömlu tennur. Alt það, sem storknar á okkar jörð, við eldingu leiftrar og brennur. Til himins selist við söngvahreim liver sál, er sinn gróður viidi. Og yfir ber geisla um allan heirn af ástúð guðs, kærleika’ og rnildi. Meðan himinsól ný þverrar hjaðnandi ský jeg horfi’ á það minningafróður, hve af ástum stígur fram ný eftir ný hinn nýjandi vortíðar gróður.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.