Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 32

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 32
159 L ÖGRJETTA 160 B.iarni Jóns. Hann var hrifinn og spentur að sjá brjóstin á Grimu, hvernig þau hóf- ust við geðshæringuna, og hann rauk að henni aftur eins og elding og smelti log- andi kossi á hálsinn á henni. Gríma kipt- ist við og bjóst til varnar, greip logandi járnskörung og mundaði hann beint fram- an í andlitið á Bjarna Jóns. Hann stóð þar á gólfinu eins og klettur, með kaldaglotti, eins og tröll, sem hefur dagað uppi. Grima var einbeitt og þorði hann þá ekki annað en að hörfa undan og settist niður. Gríma þurfti nú að laga til á sjer hárið. Það liafði alt losnað úr fljettunum í þessum ólátum. „Ha, ha, ha! Skárri eru það nú fínheit- in“, rumdi við í Sigurði með tröllahlátri. „Við skulum láta blessaða fanggæsluna vera í friði svona um hádaginn, ha, ha, ha! og ,refirnir híta sjaldan við grenið‘.“ Sigurður sat með stóran brennivínskút milli hnjánna, og fengu þeir fjelagar sjer góðan sopa úr kútnum, áður en þeir gengu niður. Gríma varð því lifandi fegin, þegar þeir Sigurður og Bjarni .Tóns fóru út, og töfðu þeir þá ekki fyrir henni lengur, þar sem hún hafði svona mikið að gera. Hún náði sjer fljótt aftur eftir þessa æs- ingu, og það var svo sem ekki óvanalegt í verbúðum annað eins og þetta. Gríma þurfti nú að bursta sparifötin sin og laga þar ýmis- legt til í kringum rúmið. Hún átti ofboð litla kommóðu. Þar geymdi hún nokkrar mynd- ir. Kommóðan stóð þar í skotinu rjett við fótagaflinn, og rjett hjá myndunum var svo litill spegilangi upp á endann. Þessir litlu smámunir voru allar hennar eigur og sængurfötin í rúmstæðinu, hrein og þokka- leg, og þarna var svo litið kistilkríli rjett við rúmstokkinn. í honum geymdi hún matinn sinn og kaffiílátin eins og piltarnir. Henni varð nú eins og ósjálfrátt að renna huganum til Grímsa. Ingveldur hafði sagt henni, að hann væri út af efnuðu fólki kom- in. Hún var umkomulaus súlka, sem búin var að missa foreldra sína, en hún átti glaða lund og heitt hjarta, og nú var hún fyrst fyrir alvöru að ganga fyrstu skrefin út í líf- ið. Þarna á kommóðunni var mynd af móður hennar sálugu i ofur litlum ramma og mvnd af henni sjálfri, þar sem hún stóð á ferm- ingarkjólnum með rauða slaufu í hárinu. Hún hafði þá verið ósköp gelgjuleg og grönn. Nú var hún orðin holdug og þrýstin og varð að halda tilfinningunum i skefjum. Hún stóð þarna uppi við kommóðuna svo litla stund og horfði á móður sína sálugu, og nú var eins og hún væri að brenna und- an fingraförum hans Bjarna Jóns, og hún óskaði þess, að hann þyrfti aldrei að snerta á henni framar. Hún mátti ekki vera að þvi að velta þessu fyrir sjer núna og tók til starfa. Seinna um kveldið varð henni litið út um gluggann. Hún sá nokkra unga menn vera að fljúgast á í illu rjett hjá búðinni. Þeir komu auga á hana, þar sem hún lá með and- litið úti i glugganum. Piltar þessir litu upp og sendu henni tóninn. Varð hún þá hrædd um, að þeir mundu ryðjast inn í verbúðina, og það rifjuðustuppfyrir henni sögurþarna af mölinni. Þetta var ekki áhættulaust fyrir hana að vera þarna í verbúðinni. Það voru dæmi til þess, að karlmenn væru áleitnir við kvenfólk meira en góðu hófi gegndi. Guðni nokkur „barnakollur“ hafði einu sinni rifið úr gættina á einni gömlu ver- búðinni og laumast inn til fanggæslunnar að næturlagi, eftir að allir piltarnir voru komnir á sjóinn, og stúlkan háfði staðið uppi varnarlaus fyrir þessum manni, frek- um og fruntaralegum. Fleiri dæmi voru til af líku tægi, og Grima iðraðist eftir því, að hún skyldi láta leiða sig í þessa vitleysu, að ráða sig þarna í búðina, og hún gekk frá þvi eins og vísu, að piltarnir myndu elta hana á röndum, ef hún viki sjer nokkuð út úr búðinni. Grímsi varð að gera að fiskinum með piltunum og sjá um það með þeim, að allar lóðirnar kæmust út i þurkinn, og varð liann þeirri stundu feginn að vera laus þarna utan af mölinni. Veðrið var lifandi ósköp gott um kvöldið. Hægur sunnanandvari stóð þar út vikina, og leit út fyrir stillingu næstu daga og Ijóm- andi páskaveður. Hann rölti nú í hægðum sinum suður mal- irnar. Það var mikið farið að skyggja og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.