Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 42

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 42
LÖGRJETTA 180 179 Mjer virðist ástand vort um orkumálin nokkuð áþekt nú eins og var um landhelg- isgæslu og jarðræktarmál, þegar góðkunnir alþingismenn gjörðust forvígismenn t. d. að lögum um Landhelgissjóð og Ræktunarsjóð íslands, — Islendingar eignuðust metnað og frama til að verja landhelgi sína. — Um þær mundir var mönnum og orðið ljóst, að af meira örlæti.en áður þurfti að hlynna að landbúnaðinum með hagkvæmri aðstoð á ýms- an hátt. Þekking á ræktunarmálum vorum var þá eðlilega minni en nú, enda gætni um fjármál eins mikið meiri, sem fjárráð voru þá þrengri, og samræmari getu manna held- ur en, því miður, hefur orðið eftir styrjöld- ina miklu. Nú horfum vjer með hrifnum huga og leit- andi augum til orkumála vorra. Þau virðast eiga, í eðli sínu og afli, þá frjógunardögg, sem e. t. v. getur grætt enn þá fleiri van- hirt sár á næstu áratugum, heldur en hin önnur stórvirku hjálparöfl næstliðna aldar- fjórðungsins hafa átt mátt til. Lífsskilyrði og lifnaðarhættir vorir breyt- ast hröðum skrefum og breytingarnar heimta æ meiri og stærri fjárhagslegar úrlausnir. Eu fjöldi manna á að hætti hins líðandi tíma- bils hneigðir til að eyða starfslaunum sín- um eða afla fje með ljettri lund og allt of ört. Hinsvegar hefur hið almenna athafnalíf þjóðar vorrar knýjandi þarflr til að fá til umráða allríflegan skerf af hinu lausa skot- silfri mannfjöldans. Ætti á þann hátt að bjarga því oft frá glötun og efla með því heill allrar þjóðarinnar. — Hygg jeg t. d. æskilegt að ýmsum þeim, sem eyða af aflafje sínu til hressingar megi ljóst verða, að tvent mætti sameina í eitt. — örfa og gleðja skap sitt með fullkomnu hófi og jafn- hliða styðja eitt hið mesta velferðarmál þjóð- ar vorrar, eins og jeg síðar mun víkja að. Til daglegra nauðsynja þörfnumst vjer nú einna mest betri húsakynni. meira ljós, starfs- afl og hita. Mun starfsbundin orka eiga auð- æfi máttar til meiri eða minni úrlausna um greindar hagsbætur. — Og þessvegna tel jeg athafnir um orkumálin vera oss hin mestu nauðsynjamál, og engin skynsamleg átök of þung til að auka vald þeirra og hraðgengi. Þegar nýjar, stórgerðar og fjárfrekar at- hafnir kalla eftir úrlausnum, þá verður venju- lega að mynda einhverskonar samtök, er veita arð til athafna. Reynir þá oft fast á þolinmæði og þrautseigju, því árangur næst ekki nema þær ágætu dygðir veiti hjálp sína. II. Tekjuliðir orkusjóðs. Greinargerð um þá m. m. Jeg legg til að orkusjóður megi eignast, fyrst um sinn, fje með þrem lögboðnum tekju- greinum: 1. Orkusjóðsgjaldi af innfluttum eldspýtum, er nemi 10 aurum af hverju venjulegu búnti (ca. 600 eldspýtum). 2. Heimilað verði að framleiða og selja í landi voru jafnstyrkt öl eins og flutt var til Islands þar til að flutningsbann var í lög leitt. Verði ákveðið 25 aura gjald til orkusjóðs af hverri 3/g líter flösku, (V2 flösku) sem framleidd verður og seld innanlands. 3. Árgjaldi frá 2 ölgerðarhúsum, kr. 500 . á mánuði, að fráteknu hinu fyrsta starfs- ári. Eldspýtur eru nokkuð hættulegar í hönd- um barna og óvarfærinna manna. Er vitan- legt að börn hafa valdið húsbrunum með gáleysis meðferð þeirra, Er og stundum ó- varlega, með þær farið t. d. af þeim mönn- um er reykja vindlinga o. fl. Gjald orkusjóðs eða tollur af eldspýtum legst hvergi þungt á. Pá heimili eyða 10-20 búntum á ári. Nemur þá gjaldið þar sem notkun er svo mikil aðeins 1—2 krónum á heimili árlega. Þegar litið er á meðferð fjár- muna alment nú á dögum, virðist mjer hjer ekki vera um þunga kvöð að ræða, og síst þegar litið er á það að gjaldið á að renna í hinn áðurgreinda orkusjóð. Má vera að æski- legt mætti reynast að láta þennan hluta af tekjum orkusjóðs ganga í aðgreinda deild sjóðsins, og verja fje hennar eingöngu til styrktar lítilla vatnsvirkja fremur fárra heimila þar sem aðstaða er óvanalega lient- ug og þó útilokað um fyrirsjáanlegt árabil, að víðtækari samvirkjun geti náð til. Sæmir og að minna á ánægjulegar upplýsingar og tillögur hr. Eiríks Ormssonar, birtar í Morg- unblaðinu n. 1. vetur um góðan árangur ör-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.