Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 4
103 LÖGRJETTA 104 einn og einn yrði sprendur af skotkúlu. Menn munu einnig finna upp nýjar loft- sprengjur. En það er nijög sennilegt að hættulegasta vopn næstu styrjaldar verði hvorki flug- vjelar nje sprengjur, heldur máttur hugsun- arinnar, og Rússar eru þegar farnir að gera iiJraunir í þessa átt. Þannig er það vel hugs- anlegt að útvarpið verði eitt skæðasta vopn- ið í næstu styrjöld. Það sem á veltur ekki síst er örfun eða lömun almenningsviljans og álitsins hjá þeim þjóðum, sem eigast við. Útvarpið getur að mjög miklu leyti ráðið almenningsálitinu, og þegar sjónvarpið kemur iil sögunnar getur það haft enn meiri áhrif með því að sýna fólki ljóslifandi ýmsa ófriðarviðburði, sanna eða upplogna. Það, sem almenningur óttast nú mest um næstu styrjöld eru eiturtegundirnar og svo hinir banvænu geislar. Það er mjög senni- legt að slíkir geislar verði fundnir upp — að hægt verði að bana mönnum með þráð- tausum skeytum. En það er ekki líklegt, að slíkir geislar hafi samt mikið gildi í ófriði, því að jafnframt þeim ,eða fyr, munu menn hafa komist upp á ýmsa aðra notkun þráð- lausra sendinga, svo sem það, að senda ljós og orku þráðlaust, og sú notkun útvarpsins mun eyða áhrifum drápsgeislanna eða gera þá óþarfa, þvi að eftir því sem auðveld- ara verður að dreifa ýmsum nauðsynjum og gæðum milli staða og landa, t. d. þráðlaust, eftir því aukast friðarmöguleikarnir. Hins- vegar er ekki óhugsandi, að unt verði að framleiða hljóðbylgjur svo örar, 300 þúsund sveiflur á sekundu, að þær geti orðið ban- vænax, en líka ólíklegt, að þær verði not- aðar. Líklegast er, að eftir þvi sem tækni eykst og batnar, fjarlægðirnar minka, viðkynning þjóðanna eykst, og eftir því sem þær verða hver annari háðari, muni ófriðarhættan minka og hverfa af sjálfu sjer. Fyrirlitning fólksins fyrir styrjöldum drepur þær. En þangað til svo langt er komið munu enn eiga eítir að geisa styrjaldir — hroðalegar eins og allar styrjaldir eru. Þær eru sprotnar af ójafnrjetti mannanna og hverfa með auknu jafnrjetti, af því að þá verður almennings- álitið á móti þeim. og Vesturlönd Meðan Evrópuþjóðirnar draga kraft og kjark úr sjálfum sjer með innbyrðisdeil- um vex austrænum keppinautum þeirra kraftur og þrek, fyrst og fremst Japönum. Þeir nota bersýnilega tækifærið til þess að færa sig rneirá og meira upp á skaftið í and- stöðu sinni við vestræn stórveldi og keppa að þvi að verða einráðir í Asíu. En mót- spyrna Evrópuþjóðanna og Ameríku gegn þeim fer minkandi. Japanar krefjast jafn- rjettis við Bretland og Bandaríkin i flota- málum. Þeir neita samvinnu við Englend- inga um fjárhagslegar aðgerðir og endur- reisn í Kína — þeir vilja vera einir um af- skifti og ráðsmenskuna þar. Þeir lýsa yfir hlutleysi sínu í deilunni um Abessiníu, og hugsa sem svo, þegar Bretar og ítalir eiga í hlut, að þeir einir eigist við, sem Japanar geti látið sjer á sama standa hvorum veitir ver eða betur. Þeir gera kröfur á hendur Rúss- um um aukið svigrúm i Mongolíu, jafnframt því, senx þeir fara öllu sinu fram i Mansjúríu og þeir auka óðfluga markaði sína i Kyrra- hafslöndunum. Afstaða þeirra er ekki ólík því, sem var afstaða Breta á uppgangstím- um stórveldis þeirra og þeir vilja vera sterk- ir og einir. Fjárhagur þeirra er að vísu þröngur vegna ýmsra stórveldis- og her- veldistiltekta þeirra, en þeir láta samt eng- an bilbug á sjer finna og horfa með allmik- illi fyrirlitningu á það, sem þeim þykir sið- hnignun og slen vestrænna þjóða. Þeir segja, eins og talsmaður utanríkisráðuneytis þeirra komst nýlega að orði, að deilur Evrópu- manna um friðarmál og refsiaðgerðir sjeu einskær hræsnaraháttur og eigingirni. Sjálfir segjast þeir berjast fyrir hugsjónum og fyrir framtíðinni. Á framtíð Japana og austrænna jxjóða getur framtíð Evrópu olt- ið meira en á flestu öðru. Oxfordhreyfíngín Engin stefna innan kristindómsins hefur vakið eins mikið rót í hugum manna á síð- ustu árum og Oxfordhreyfingin svonefnda og kenningar Franck Buchman’s. Fjöldi manna hefur hrifist til nýrrar trúar á guð og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.