Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 17

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 17
129 LÖGRJETTA 130 Síöurðar kvíða ‘Táfnísbana Sígurjón S'ríðjónsson fiftírmálí, „Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju. 0, að jeg vœri orðinn nýr og ynni þjer að nýju“. J. H. Um roðakvöld. Jeg geng út með ró eitt roða kvöld og í ró tek um forna strengi. Ýmist sungið um vor eða soltið við haust hefur sál mín nú oft og lengi. Og einatt var ljóðið um ykkur tvær og eins hinir þöglu draumar. Nú falla saman einn farveg í þeir forðum svo skiftu straumar. — Við síðu mjer Hildur í hergný stóð og hló þegar víða blæddi. En hin kom á eftir og mjúkri mund hvert meiðsli í kyrþei græddi. Mig kallaði Hildur lengst á lönd; æ ljettust við dans, á armi. En Guðrún dró fastast huga heim að hamingju’ í eigin barmi. Um vordaga fyrstu bar Hildi hátt með huga til gróðrar yngstan. En um haustnætur varð sú mjer hjarta næst, sem harminn bar lengst og þyngstan. — Nú renna í streng eitt roðakvöld þau reikulu Ijóð og draumar og falla saman einn farveg í þeir forðum svo skiftu straumar. í samúð er leyst upp hver sorg og hver þrá, er sviðu’ á svo margar lundir. Nú hvílið þið báðar sem börn mín tvö við brjóst mitt um rökkurstundir.--------- Svo hverfa þau Ijóðin til þín, sem að leikur undir. „Milli lægsta djúps og hœstu hœðar, heims sdl ein úr þdttum strengi vindur“ E. B. Við haiið. Ljósa að ósi liður tið. Lygna signir stríð um lirið. Eld á kveldi íðilfrið endurtendrar viðihlið. Jeg stóð við glugga; horfði út á hafið. Hljóðfæri stiltir þú og tónar liðu út móts við sólar árdagsgeisla iðu og engi blómgvað, daggarperlum vafið. Ut sóktu og utar öldur tóna þinna. Afklæddist sjórinn næturþoku hjúpi. Blikfegurð hafs og blómi fagurkinna blönduðu liti á sálar minnar djúpi. Hvísluðu’ á ströndom úthöf blá og breið blævindar heit um gleði, stóra, nóga. Um öxl af sæ jeg leit og leit til þín. Á vængjum tóna sál þín ljettíleyg leið í ljósadýrðir Edens fyrstu skóga. Boð þjer af augum barst og barst til mín. pögn. Um sumarkvöld, er sólin hnje við tind, jeg sat og starði í himinblámans lind, Af fjalli ýrðust sindur sólarlogs. í sálar skuggsjá fæddist mynd af mynd. í eining hugtún námu nánd og firð og nútíð þátíð óf í bláins kyrð. Við speglun lífs á öllum vegum vogs í vordraums faðmi hvíldi Ægis hirð. í skuggsjá hugar fæddist mynd af mynd. í rnistri röðull hnje við jökultind — og vakti mjer í huga sólarsýn frá sumri, er fyrir löngu hvarf við tind. Á vesturheiðar rökkurskuggi rann; að roðaskrúði í austri kvöldsól vann. Öll fjarlægð hvarf á milli mín og þín og mjer á vör á ný jeg koss þinn fann.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.