Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 26

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 26
147 LÖGRJETTA 148 talað, að reinileikar væru miklir við suma gömlu hjallana í Víkinni. Allir þorskhausar voru hertir, skornir upp og dregnir upj) á rár og sömuleiðis steinbitur, og voru það ódæmin öll af skreið, sem flutt var hurt úr Vikinni eftir Jónsmessu. Ennþá hjeltst gamla nafnið við á ráðs- konunum, og voru þær í daglegu tali nefnd- ar „fanggæslur“, hvort sem þær voru ung- ar eða gamlar. Nafnið var frá þvi tímabili, þegar kvenfólk var látið liirða aflann, og gæta lians í landi, meðan piltarnir voru á sjónum, og var þá aflinn nefndur „sjófang". Margar verhúðir stóðu auðar fram að páskum, en eftir hátiðina lifnaði fyrir al- vöru yfir útgerðinni þar í Víkinni. Mörgum var hálf illa við að flytja í gömlu verbúðirnar, og voru þær margar alræmd- ar fyrir draugagang. Þær höfðu margar sögur að segja, þess- ar gömlu verbúðir, og ekki voru nema hokkur ár liðin frá því, að ungur sjómað- ur hengdi sig i „Paradís" út af kvenmanni, sem brugðið hafði við hann trúnaði, og átti Geiri að ganga þar ljósum loga, og gerði hann mörgum glettur, einkum kvenfólki. Ráðskonurnar i Víkinni voru á ýmsum aldri, eins og gengur, frá kornungum hnyðrum, blóðrikum og fjörugum, alla leið aftur í gamlar kerlingar, sern dauðar voru úr öllum æðum, en lifðu á endurminn- ingunum frá þvi, að þær voru ungar, og rifjuðu það upp fyrir sjer i einrúmi, þegar ’enginn karlmaður vildi við þeim líta. Oft var mannkvæmt og hávaðasamt í ver- búðunum kringum laglegar og ungar fang- gæslur. Var þessum herfylkingum og stefni- vargi oft eins og stefnt þangað í landlegum, og gerðist þá róstusamt með köflum, þegar hláturinn var annarsvegar, og spilafíknin keyrði einuig fram úr hófi, og oft var glens og gaman, þangað til að alt ætlaði um koll að keyra. Ráðskonur þessar urðu að leggja sjer til fæði að mestu leyti eins og sjómennirnir. Þær voru ráðnar upp á þau kjör, að þær fengju vænsta fiskinn, sem aflaðist í róðrin- urn og einn þorsk til viðbótar af hverju hundraði af vænum fiski, og var það, eins og gefur að skilja, mikið undir aflanum komið, hvað fangæslurnar báru mikið úr býtum. Grímsi vaknaði ekki fyr en kominn var albjartur dagur. Ingveldur hafði ekki farið úr fötum um nóttina. Hún kastaði sjer aðeins út af rjett sem snöggvast, þegar hún var búin að skúra gólfið sg taka til á loftinu, og var henni þá eins og meinaður svefn, Nú færði hún Grímsa fulla könnu af ný- mjólk á sængina og heitar pönnukökur á diski. Grimsi neri stýrurnar úr augunum og reis upp frá koddanum. Ingveldur stóð tein- rjett yfir honum við rúmstokkinn með könnuna og diskinn í höndum. „Því liefurðu svona mikið fyrir mjer, Ing- veldur. Jeg á þetta víst ekki skilið“, sagði hann, um leið og hann tók á móti því, sem Ingveldur hjelt á, og hann sá það á útliti Ingveldar, að henni myndi stórlega þykja fyrir, ef hann væri sá gikkur að þiggja það ekki, sem að honum var rjett. „Mjer datt það í hug, þegar mjer var litið á þig sofandi í rúminu, elsku pilturinn minn! að þjer kynni að bregða við að fá aldrei að bragða mjólk hjerna í verbúðinni. — Má — jeg fá að tilla mjer — niður —- hjerna á rúmstokkinn?" Ingveldur tók andköf. —- Gríjnsi varð eins og hlóðstykki i framan. —* Ingveldur var komin upp að honum í rúminu, og hann fann ylinn og velvildina leggja um sig allan. „Jeg fæ ekki notið mín. Tilfinningar mín- ar hafa klofnað í sundur.“ Röddin var ldökk, og hún brá sem snöggvast hand- leggnum utan um hálsinn á Grímsa. Hann lá þarna rótlaus, og þungt haldinn. „Þú skilur mig ckki. Þú ert svo ungur, en jeg er að verða kerling, og nú treysti jeg þjer til þess, að þú hafir ekki orð á þessu við nokkurn mann, þó að mjer yrði það á vera svo djörf að láta þjer tilfinningar mínar i ljós, og segi jeg nú eins og skessan: „Það kennir sín margur, þótt klækjóttur sje.“ Grímsi kiptist svo lítið við, og hann fjekk eins og klukknahljóm fyrir eyrun.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.