Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 13

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 13
121 LÖGRJETTA 122 heyrast glaðværir söngvar — það eru söngv- ar Jifmikillar verðandi æsku, sem ann líf- inu og fegurðinni. Bachtel var uppáhaldsstaður tveggja al- þektra svissneskra skálda, en það voru þeir Heinrich Senthold og Jakob C. Heer, sem báðir eru fæddir og uppaldir á Ziirichhá- lendinu á öldinni sem leið. Heinricli Senthold er fæddur i þorpi því, sem Wetzikon heitir. Foreldrar hans voru bláfátækir, faðir hans dó á fátækrahæli, en móðir hans giftist aftur og var ströng og hörð. Drengurinn var draumlyndur en upp- eldi hans var skilningslaust, kalt og harð- neskjulegt. Móðir hans kallaði hann slæp- ingja og ræfil, en jafnaldrar hans sam- rýndust honum ekki, því hann var ekki að þeirra skapi. Þá flýði Senthold út í náttúr- una, leitaði ásjár hennar í hörmum sínum og bygði sjer þar álfheima fegurðar og ynd- isleika. Hann sat oft uppi i hlíðinni Bach- tels og horfði drevmandi á landið i kring: Þið heimkynna háfjöll með helköldum snæ, þið blómskrýddu bygðir við blávatnsins sæ, Þú hádreyma hugstærð, jeg hrópa til þin: ó ástkæra ættland hve ástljúft þú skin! Þannig orti liann til heimkynna sinna. Jakoh Heer sat einnig oft uppi á Bachtel og horfði yfir landið. Þar uppi sá hann í anda persónurnar í skáldsögunum sínum, sá þær umluktar af hrikaleik Alpafjallanna, sá þær i yfirvofandi hættum, eldheitri ást og dramatískum dutlungum örlaganna. 1 ná- grenni Bachtel samdi hann þektustu skáld- rit sín: „Konung Bernínafjalla“ og „Við vötnin helgu“, en þess á milli sat hann við kennarapúltið i litlu þorpi og las þurrar og leiðinlegar lexíur vfir börnunum. Þegar hann tók við kennarastöðunni var honum gert þetta fernt að skilyrði: 1. að þvo ogræsta skólastofuna sjálfur, 2. að fara snemma á fætur til að leggja í ofninn, 3. að eiga hvorki hunda nje ketti og 4. að giftast strax. Það siðastnefnda sagðist hann hafa gert með mestu ánægju. V. Ein er sú náttúrufegurð í kantón Zurich, að engin önnur í allri Sviss kemst til jafns við hana, en það er Rinarfossinn hjá Scliaffhausen. Á að giska 400 metrum fyrir ofan fossinn byrjar áin að falla á flúðum, farvegurinn þrengist, vatnsliraðinn vex. Áin verður stöð- ugt viltari og tryltari, hún kastast í straujn- þungar hringiður, hvitfyssandi strengi og byltist þannig ólgandi fram til fallsins. Fossinn sjálfur er 24 m. hár og 175 metra breiður, og er langveigamesti foss í Sviss. Enda þótt hann standi óneitanlega að baki sumum íslenzkum fossum, bæði hvað hæð, vatnsmagn og fallfegurð snertir, mun hann þó vera talinn einhver fegursti foss álfunn- ar. En það er síður vegna fossins sjálfs, held- ur en litbrigðanna og landslagsins í kring. Það eru skógivöxnu klettarnir i kring, klettadranginn sem stendur upp úr miðjum fossinum og hinir fögru, margbreyttu litir umhverfisins, sern setja töfrablæ á svip fossins og sem seiða mann og heilla á með- an maður horfir á hann. En aðstaðan til að skoða Rínarfossinn er mikið betri, heldur en maður hefur nokkursstaðar á Islandi til að skoða fossa þar, því að bæði er hægt að róa upp ána, að fossinum, og ganga upp klettadranginn, sem liggur fyrir honum miðjum, og líka hafa verið grafnir og stevptir stigar i hamarinn að sunnanverðu við fossinn, svo að þegar maður stendur þar, er eins og að fossinn steypist yfir rnann. Fegurð fossins fer mjög eftir vatnsmagni árinnar, en það er aftur á móti mjög breyti- legt, svo breytilegt, að það meir en tifaldast (lOOm3—1000 m3). Fossinn er mjög falleg- ur í tunglskini á kvöldin, þá glampar svo einkennilega á hann að manni sýnast silfur- skrýddar huldumeyjar stíga dans í úða foss- ins. Á veturna í frostum er líka einkenni- legt að sjá fossinn og umhverfi hans, því að úðinn sem hann þeytir yfir skóglendið á báðum bökkum árinnar, hefur frosið á toppum trjánna og glitrar þá eins og und- urfagurt perluhaf á víðáttumiklu svæði. Á sumrum er fossinn stundum lýstur svo upp með mislitum kastljósum eftir að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.