Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 9

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 9
113 LÖGRJETTA 114 snillinga. Ef drengurinn hefði haft hæfileika í þá átt. hefði Matth. gert hann að skáldi. Svo voldug eru hin andlegu öfl, að þau rista dýpra og ná lengra en nokkurt útvarp. Vel kveðna vísan eða erindið fylgir manni í einverunni hjá fjenu og á ferðalögum, styttir manni stundir og heldur sálinni þý&ri í öllu frostinu. Skáld af guðs náð eru bestu kennarar, sem hver þjóð getur eignast. Deyi þau út deyr þjóð- in, hve miklum mammoni, sem ausið væri yfir höfuð henni. Jeg hafði ekki búist við því að kynnast sjera Matthíasi persónulega og þaðan af síður að verða nágranni hans, en þó varð jeg fyrir þessu láni á Akureyri. Við höfum árum sam- an lesið sömu bækur, sömu tímarit, talað um alla heima og geima og mörg af kvæðum sín- um las hann fyrir mig, er hann hafði lokið þeim. Það er sagt, að mörg skáld og listamenn þoli ekki nána viðkynningu vegna ýmsra van- kanta og bresta, sem komi þá í ljós. Sjera Matth. þoldi þetta ágætlega, að minsta kosti ef ekki var við því skilnings- og samúðarlaus- ari mann að eiga. Hann var ekki eingöngu listfengt og andríkt skáld heldur góður mað- ur, sem jekki mátti aumt sjá, og öllum vildi vel, vægur í dómum um aðra og virti jafnan flest á betra veg. Hann var að náttúrufari bjartsýnn maður með bjargfastri trú á sigur hins góða og trú á góða guðlega forsjón, sem stýri öllu á besta veg, þó ekki sæist það ætíð í þessu lífi. Hann var viðkvæm sál í sterkleg- um líkama, þekti vel kvíðann og sorgina, en yfirhöndina hafði þó einstakt bjartsýni, sem hvergi kemur betur fram en í einu aldamóta- kvæði hans, sem jeg hef reyndar bent á fyr. Þar segir á einuin stað: — ,,og glaðir sálir (skulu) sjá þar englavængi, — er sólu skýla ský — og heyra i lpfti — halelúja! Því hvað er mannsins mein? Hverfandi ský á hveli fleygra stunda, Hann er á heimleið guð á allar götur. Leiðin er löng, en heim kemst hver um síðir“. Fyr má nú vera bjartsýni en að sorgin og dauðinn sjeu gerð að „englavængjum“, sem skyggja í svip fyrir sólina í heimi, sem óm- ar af dýrðinni drottins, þar sem alt tekur an enda fyrir öllum, hve breyskir sem þeir e?u, og allir komast heim til hins mikla föð- u»s. Það er engum gefið að segja slíkt nema s);áldum af Guðs náð, og Kristur var einn þf irra er hann sagði: „Elskið óvini yðar, blíssið þá sem yður bölva!“ o. s. frv. Það er ekki að ástæðulausu að vjer höldum hátíð fyrir sjera Matthíasi. Hann hefur gert mikið fyrir oss alla, skinið eins og ljós i myrkri sinna tíma og mun lengi lýsa komandi kynslóðum, því seint mun það fyrnast sem hann kvað best, bjartsýni hans og bjargföst „trú á allt hið góða“. III. Sjera T^Vatthías og tónlístín ”Cvö brjef tíl Sígvalda ‘Kaldalóns í hinu stóra brjefasafni sjera Matthíasar, sem Steingrímur sonur hans gaf út á aldar- afmælinu, er á nokkrum stöðum, í brjefunum til Höllu á Laugabóli, minst á Sigvalda Kalda- lóns tónskáld og lög hans. Annars er mjög lítið í brjefunum minst á tónskáld og tónlist. En Sigvaldi Kaldalóns á frá sjera Matthíasi tvö brjef, sem ekki hafa verið prentuð, og af þvi að sjera Matthías fjallar þar nokkuð um tónlist og sín eigin kvæði, eru þau prentuð hjer. Auk þess eru í brjefunum nokkurar eft- irtektarverðar athugasemdir um önnur efni, s. s. um trúmál. í brjefi segir Sigvaldi Kalda- lóns m. a.: Sjera Matthías „hjelt mjög upp á þetta lag mitt er jeg gerði við sorgarstef hans, sem hann orti eftir aðra konu sína, „Eins og ljóssins skæra skrúða“. Sjera Geir vigslubisk- up sagði mjer, að hann hefði sungið það fyrir gainla manninn, og hefðu tárin streymt nið- ur eftir kinnum hans er hann var kominn fram í lagið“. Sigvaldi gerði einnig lag við vísurnar, sem nefndar eru í brjefinu hjer á eftir og er það prentað í Prestafjelagsritinu. Þýðingarnar, sem sjera Matthías nefnir, eru danskar þýðingar, sem hann gerði á nokkr- um íslenskum kvæðum við lög eftir Kaldalóns. Akureyri 20. mars 1919. Elskilegi læknir og listamaður. Þjer sjáið af skrift minni að jeg á ekki hægt um vik vegna sjóndeprunnnar, og verð því að biðja vður, fyrst og fremst, að taka viljann góð-fyrir verkið.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.