Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 10

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 10
115 LÖGRJETTA 116 Bestu þakkir fyrir heiðrandi brjef og sjer i lagi fyrir hið ágæta lag við stökur mínar [Eins og ljóssins skæra skrúða], sem sjera G,eir nú loksins hefur sungið fyrir mig. Allir dást að laginu, og jeg er stoltur af því. Bara einhver fleiri stef mín fengi að njóta sömu lukku! Jón Laxdal er sagt að ætli að gefa út hefti af nokkr- um smákvæðum með lögum handa börnum (til minningar um konu sina). Gjarnan sæi jeg með þeim lögum lag eftir yður við stökurnar: „Ó, faðir ger mig lítið ljós“ (I. 72. hls. í ljóðm.). Kvæðið eftir Hallgrím Pjetursson bíður og eftir hæfilegu sönglagi og svo er fl. t. d. „Egg- ert Ó)afsson“. Svo er að nefna þýðingar mínar. Jeg hef beð- ið Ólaf Þórðarson að hreinskrifa þær, en af því póstur fer á morgun, hefur hann varla tima til þess og sendum við þá mitt spark og .ríður þá á góðum korrekturlestri. Kvæði St. Gje: „Þótt þú langförull legðir“ eru „anapæst- ar“, sem skollinn má þýða á dönsku í minn stað; hans rembingsíburð get jeg ekki átt við. Kerl- ingarvísur Gests eru og kveðnar heldur stump- aralega, ójöfn og rugluð stuðlaföll, sem gera þýðingu illfæra sje ekki tónskáldið við hend- ina. Nokkurnveginn metrik lærði jeg ungur og það er öll sú músik, sem jeg hef numið. Hin smákvæðin hygg jeg að þjer getið notað (ef rjett er lesið). Borgun tek jeg enga, síst af gð- ur, sem jeg tel mig stórskuldugan við. Guð blessi yður yðar gáfu! Heilsið kærlega frú Höllu; jeg óska henni til lukku með ljóð henn- ar, sem bæði eru lipur og bera vott um fagra og góða sál. Verið svo hlessaður og sæll! Matth. Jochumsson. (9. apríl 1920). Kæri doktor og snillingur! Jeg bið vin okkar beggja Ólaf frá Lauga- bóli að bera yður bestu kveð.ju mína og heilla- ósk til yðar og yðar tónlistargáfu! Sjerstak- lega þakka jeg yður fyrir lagið við sorgarstef mín [Eins og ljóssins skæra skrúða], sem sjera Geir og frú hans álíta hreint snildarverk, og öll sönglög yðar, sem jeghef heyrt, beravott bæði um frumleik og þann þrótt, sem útheimt- ist til þess að frumsemja listasmíði. Að vísu er mjer ekki gefin dómgreind í músík, en ó- sjálfrátt þekki jeg þó í frá ó-i í tónlist sem kveðskap, og rödd hafði jeg góða í æsku en misti alveg fyrir vosbúð og volæði á ferming- araldri. f „Úrvali“ ljóðmæla minna eru tvö smá- kvæði, sem mjer og minum þætti dýrmætt ef þjer vilduð fást við og gefa lag og tóna: Ann- að kvæðið eru vorvísurnar (hraðkveðnar á leið frá Lögmannshlíðarkirkju) og byrja svo: „Kom heitur til mins hjarta, blærinn blíði". Og hitt kvæðið er: „Heim til að bjarga þjer hleypti jeg skeið“, þegar jeg sótti dr. Hjaltalín til konu minnar í síðasta sinni. Ekki svo að skilja að mjer bráðliggi á, þótt líklega eigi jeg skamt eftir, þvi niðjar mínir munu taka þeim lögum feginsamlega, þótt mín eyru væru lokuð. Fyrirgefið dirfsku mína og skriftina, sem óvíst er hvort þjer getið iesið, þar sem jeg vart sje línuskil. Hún er leiðinleg og meinsöm þessi Loka- systir, og einna meinlegust okkur, sem þykj- umst hafa verið Ijóssins og andans börn. Sjálfsagt er eitthvert framhald til, en þar er tákn á móti tákni, og ellinnar fyrirmunun lof- ar svo litlu góðu, að jafnvel trúaðir menn og bjartsýnir lenda stundum þar sem meistarinn var, sem hrópaði: Elí. Elí. Berið kæra kveðju frúnni á Laugabóli. Með mikilli virðingu og vináttu er jeg yðar skb. Matth. Jochumsson. 'Terð á ís Tær er ísinn ein? og gler; iða geislar mána um gljána. Marrar svell, er skaflinn sker. Skarplega jórinn fótinn ber. Bráðum er hann kominn yfir ána. Uppí brekku blasir við bærinn hinumeginn við Sveiginn. (jráni minn að gömlum sið grípur sprett, og freðið svið kveður við, en klárinn þekkir veginn. Þ. G.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.