Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 12

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 12
119 LÖGRJETTA 120 og gnæfandi tígulegum kirkjuturnum, auka á fjölbreytt litskrúð þessa lands. Þegar sólin glitrar á fjöllin í fjarska eSa speglast í fleti vatnanna, þegar rökkvar i skógarrjóðrunum og grasi vaxnar hlíðar- brekkurnar dökkna eftir sólsetrið, þegar klukkur kúnna hringja og óma i friðsælli kvöldkyrðinni, þá fyllist maður innilegri og djúpri lotningu fvrir dásemdum og töfrum náttúrunnar. Mann langaði til að lifa hjer og deyja, ef framundan risi ekki upp úr rökkrinu heill herskari af fannhvítum fjallatindum, gnæfandi háum og hrikaleg- um. Það eru þeir sem draga mann til sín, seiða mann burt út í hættur, hengjur og hrikaleik svissnesku Alpafjallanna. Veturinn í Ziirichhálendinu hefur sina sjerstæðu fegurð, ekki siður en vorið og sumarið. Hjer norður á íslandi er fegurð vetrarins aðallega fólgin í glithafi norður- Ijósanna, í fannbreiðum jöklanna og frosn- um fossum. Suður i löndtim er fegurðin meira fólgin í andstæðunum milli lífs og dauða, milli græna litarins og hvítu snjó- og ískristallanna. Allra fegurstar eru þess- ar andstæður í barrskógunum þegar dökk- grænar nálar trjánna teygjast fram i gegn- um mjallhvita huliðsblæju snævarins. Þá gnæfa trjen svo skrautleg, hvít og tíguleg, svo óendanlega fjölbreytt og einkennileg, að maður getur ekki annað en lofað vetur- inn og dásemdir hans. Þar eru aldrei frostvindar eins og hjer heima og þess vegna skefur þar ekki, heldur liggur lausamjöllin í jafnri breiðu yfir alt. Skiða- og sleðafæri er þar þvi ágætt strax og snjóað hefur. Fátt hefur mjer þótt skemtilegri heldur en að fara á lystisleða með fjörugum hestum fyrir. Aktygin eru alsett litlum bjöllum sem hringja, og eftir þvi meir sem hraðar er farið. Og þegar hest- arnir fara hálftryltir af fjöri á harðabrokki eftir fögrum sveitum, milli þorpa, yfir skógivaxna ása og utan í bröttum hlíðum, þar sem landið blasir við fyrir neðan, alt snævi þakið með vötnúm, skógum, býlum og borgum en Alpafjöllin risa upp fram- undan glitruð af geislum sólar, þá er skemti- legt að lifa, skemtilegt að vera í Sviss og skemtilegt að til skuli vera vetur. IV. Mín fyrsta ganga í Sviss, svo að segja mín fyrstu fótmál þar, var upp á fjallið Bachtel, sem liggur i Zurichhálendinu, er 1119 m. hátt og er alþekt fyrir töfrandi fagurt útsýn. Þá stóð jeg í fyrsta sinni á æfinni á sviss- neksri grundu frammi fyrir Alpaheiminum svissneska. Það hafði kólnað i veðri nóttina áðnr og snjóað lengra niður í fjallshlíðarn- ar en venjulega á þessum tima árs. Fjöllin voru ennþá hrikalegri en ella, oghöfðu meiri og dýpri áhrif á mig, en jeg get með orðum lýst. Af Bachtel er feikna víðsýnt í björtu veðri og blasir þaðan við manni Alpakeðj- an frá Glárnisch i austri til Blúnnlisalp í vestri með skorna og tætta tinda, hjarn- breiður, hamra og gljúfur. Loftið var hreint og tært i þetta skifti og það var engu líkara en að fjöllin færðust einkennilega mikið nær. I norðri sást til Myrkviðar í Þýska- lendi og þar voru háar skógivaxnar hæðir og fjöll, hvert hæðadragið reis upp af öðru. öll vaxin þjettum greniskógi. En við fætur mina lá öll kantónan, gróðursæl og svo ■ þjettbygð, að hún er eitt af þjettbýlustu sveitahjeruðum jarðarinnar. Þar skiftast á fögur, blikandi vötn, víðáttumiklir akrar, vinekrur, skóglendi, fjöll og sljettar gras- brekkur með spökum kúahjörðum. Þar blöstu við þorp, býli og borgir og ótöluleg- ur fjöldi aldintrjáa, sem öll svignuðu af of- urþunga ávaxtanna. Eftir veginum þutu bifreiðar eða hestar lölluðu í hægðum sin- um eftir þeim með þung æki í eftirdragi. .Tárnbrautarlestir brunuðu fram og aftur með skrölti og gauragangi og mjallhvít skip skriðu eftir kvrrum og blikandi vötnunum. •lá, það er fagurt á fjöllum, fagurt á Bachtel og þó fegurst þegar sólin ris upp einhversstaðar handan við fjöllin blá og teygir gullroðandi geisla sína yfir á hjarnL breiður Alpafjallanna. En það er líka fallegt þar þegar sólin hefur kvatt dali og fjöll, þegar myrkrið færist yfir og máninn gægist fram undan skýjabökkunum og sendir daufa birtu yfir land og vötn. Þá standa jöklarnir þöglir í fjarska, það hvílir yfir þeim undursamleg kyrð i fölu mánaskin- inu, en niður i dölunum kvikna ljós í þorp- unum, borgunum og býlunum og þaðan

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.