Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 33

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 33
161 L ÖGR JETTA 162 komið fram á nótt, og Grímsi var lúinn eftir róðurinn. Ennþá voru margir á ferli, druknir menn og nokkrar stelpur voru eitthvað að liringla í kringum „Paradís“. Grímsi fór nú að brjóta heilann um það, hvort allir myndu vera á fótuin, þegar hann kæmi. Hann hjelt á skinnbrókinni sinni á liand- legnum. Hann var sár i lófum eftir róður- inn og hafði fengið tvær ónotalegar blöðrur í hægri höndina. Þetta voru smámunir, sem hann gat ekki verið að setja fyrir sig núna um páskana. Það hafði farið vel um liann þennan tima, frá því hann kom þar i Vík- ina, og liann sá á parti eftir því að þurfa nú að fara frá Birni Bjarnasyni. Þetta var þó karl í krapinu, þó ljótur væri, og sann- arlega betra að eiga liann með sjer en mót. Hann fór að hugsa um þessa ungu stúlku, sem átti að verða ráðskona hjá þeim þar i búðinni, og það var ósköj) barnalegt að hafa hugan fastan á kvenmanni, sem hann hafði aldrei sjeð. Hann gekk þetta eins og i leiðslu, þar til hann var kominn fast að ver- búðinni. Varð honum þá eins og ósjálfrátt litið upp i gluggann. „Ó, Drottinn minn!“ Þarna var þá andlit- ið á henni úti í glugganum, og það rann um hann heit alda af fögnuði. En við þessa öldu, sem gagntók hann á augnabliki, varð hann eins og yfirkominn af feimni, og það var rjett með naumindum, að hann hafði sig inn i búðina. Hurðinni hafði aðeins verið hallað að stöfum, og enginn maður þar sjáanlegur á ferli, allir að líkindum komnir í fastan svefn nema ráðskonan með andlitið úti í glugganum. Hann opnaði búðina með hægð og hengdi skinnbrókina upp á nagla. Hann stóð þarna í myrkrinu og þurkaði framan úr sjer mesta svitann. Hann lieyrði hægt skóhljóð upp á loftinu innan um þungar svefnlirot- ur, og kom þá gáskinn upp í honum. „And- skoti hrjóta piltarnir hátt“. Hann mátti ekki bölva. Nú var komin heilög nótt, og hann læddist á tánuxn að uppgöngunni. Nettir fætur og ljósröndóttir sokkar sigu niður stigann með liægð. Hann stóð þarna eins og auli, og stúlkan var rjett að segja komin upp í fangið á honum. Hún hjelt á litlum oliulampa og eldspýtnastokk. „Grímur“. „Grínia“. Og svo tókust þau í hendur með mikilli hæversku, og Gríma bauð hann velkominn þangað í verbúðina. „Ósköp er þjer nú kalt á hendinni“, sagði liún lágt, og Grímsi fann sjóðandi straum- inn leggja upp allan handlegginn. ósköp var blessuð litla hendin hennar heit og mjúk, og hann óskaði þess, að hann liefði mátt halda í liana ögn lengur. „.Teg glevmdi að kveikja á lampanum", sagði hún og bað afsökunar fyrir gáleysið. Þau stóðu þarna rauð af feimni hvort á móti öðru. Gríma var bæði þvegin og greidd. Hún var i rauðleitri flauelstreyju, sem fleygin var i hálsinn, og hún liafði framan á sjer hvíta svuntu, ósköp mjóa, og hún var 1 bláu pilsi, þrýstin í vexti og stutt í mittið. Andlitið var nett og kinnar rjóðar og aug- un dölck og skær og tindrandi fögur. „Hún Ingveldur er búin að segja svo margt um þig í min eyru, að jeg var orðin fegin að l’á að sjá þig“, sagði Gríma, „og hef jeg beðið með óþreyju eftir þjer, að þú færir að koma“, og Grima brosti við og laumaði því út úr sjer, að piltarnir væru ósköp leiðinlegir. „Á! Heldurðu það“, svaraði Grímsi og lierti sig nú allan upp. „Við skulum liafa óskö]) lágt, svo að þeir vakni ekki“, sagði hún.------ Þau lokuðu nú búðinni og gengu með mestu varasemi upp stigann. Piltarnir lágu allir í fasta svefni, og þeir Sigurður og Bjarni Jóns skáru stóreflis hrúta, og Grímsi var nærri því búinn að skella upp úr að hevra i þeim snörlið. „Ertu hláturmildur?“ spurði Gríma. ,,.Ta-á,“ svaraði Grímsi, snerist á hæli og greip fvrir munninn. „Á jeg ekki að færa þjer vatn og lána þjer sápu og handklæði“, mælti Grima ó- sköp lágt. Hún nærri því hvíslaði þvi að honum. Grímsi þakkaði henni fyrir og reyndi til þess að bera sig dálítið borginmannlega. Þau voru nú altaf að gefa hvort öðru auga. Grima var altaf að snúast kringum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.