Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 7

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 7
109 L ÖGRJE TTA 110 IV. Hann lifði ungur þjóðarvakning þá á fyrri hluta umliðinnar aldar, er sonur Hallgríms söng inn íslenzkt vor og forsetinn að fylkja liði tók og lyfta’ af þjóðar huga alda helsi og heimta landsins gamla rjett og frelsi. Og þúsund ára þjóðhátíðin hófst. Aldrei fyr slík hátið var hjer haldin, því þjóðin öll í hrifning horfði fram á frelsis öld, er fara skyldi’ í hönd. Þá lof um fornu lýðveldisins aldir og fögur heit, að hefja þjóðlíf nýtt, í söng og ræðum svifu yfir landið. En sjóli lands á Lögberginu forna með frelsisskrá i föðurhendi stóð. Það hósíanna hljómar enn í dag, sem þá í hrifning hugir manna sungu. Um fátæk þorp og niðurníddar sveitir gekk hugarlyfting, hylling þjóðarvors, sem fór i garð af glöðum vonum þrungið. Þú Guðs vors lands í fyrstu heyrðist sungið. V. Vjer lifum enn við hörpuóma hans, og kynslóð eftir kynslóð öll vor þjóð á Lofsöng hans með lotning skyldi hlusta, Hann átti leið um andans hæstu svið. Hans sýnir aðeins sálum þeirra birtast, sem leit að sannleik einlægt áfram knýr. Hann þreytti stríð við þyngstu lífsins gátur, sem mannleg þekking megnar ekki’ að leysa. f ísaþokum efans braust hans sál og hrópaði til himins eftir skýring á viðfangsefni’, er vísindin ei svara, um tilgang lífsins. Trúin ein á svar. Með henni brúast dauðans miklu djúp, og hún á veröld lýsta upp af ljósum, sem gera lífið eilíft undraverk. Rann trúði’ á G(uð og söng um sólarheima og sigur lífsins yfir dauða’ og gröf. Hans hljómar leika’ á hjartans instu strengi. Þeir snerta mildir barnsins bljúgu sál; þeir hugga þá, sem harmar lífsins þjaka; þeir gleðja þá, sem Guði leita að. Þeir eiga líka loftins þrumuhljóð með leiftrum, sem að brjótast um og kljúfa um myrkar nætur mannheims rökkurhvel. Og ennþá mun hún lifa langa tíð i kirkjum íslands rödd hans listaljóða með lífsins orð og trú á alt hið góða. VI. Um sögu landsins söng hann margar óð og æfi vorra mestu snildarmanna. Hann hefur málað haustnóttina dimmu, er Snorri’ í Reykjaholti veginn var. Hann sýndi þjóðarhetjuna frá Hólum, er beygði’ hún höfuð böðulsöxi fyrir. Hann lýsti Hallgríms dýrð á dánarbeði og Eggerts sigling undan kaldri Skor. Og flesta helstu samtíðarmenn sina hann söng úr garði’, er hnigu þeir í val. Og Skagafjörður skín í ljóði hans og Skarð og Flatey, allur Breiðafjörður og Eyjafjarðar fagra hjeraðsbygð. í sögu’ og menning sá hann altaf bandið, er saman tengir aldir, þjóð og landið. VII. Nú heiðrast skaltu hátíð þessa við, sem efst um geima sveifst á söngsins vængjum. Þú skildir bæði barnsins andardrátt og stormsins gný. Á sterkum vængjum andans þú hófst þig yfir harma jarðar lífs og fátækt, skort og margan misskilning, mót sól. — Þitt glæsta gullinvængja skraut mun glitra lengi’ á sjónarhimni vorum. Vjer tjáum þjer nú þakkir þúsundfaldar, vor þjóðarsvanur hinnar liðnu aldar. II. Brot úr ræðu í samsœtí á Tlótel Borg Sftir Guðm. Tlannesson pröf, Það er alveg einstök hátíð, sem við höld- um i kvöld, þessi minningarhátíð um okkar góða og geníala þjóðskáld Matth. Jochums- son. Hún stendur 3 daga samfleytt á Akur- eyri, þar sem hann var heiðursborgari, og hjer er hún haldin á mörgum stöðum á marg- víslegan hátt. Aldrei höfum við sýnt neinum rnanni slíkan sóma, ekki einu sinni konginum sjálfum. Og þessi tíðindi gerast á efnishyggju öld, sem annars metur alt í peningum og háu kaupi, sem trúir mest á inammon, landssjóð- inn og pólitiskar skottulækningar. Skyndilega snýst blaðið við og þessi siyrkjandi þjóð held-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.