Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 28

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 28
151 LÖGRJETT A 152 enda tóku margir til þess hvert heljarmenni ,,pistill“ var að draga línu, þegar hann lagði sig allan fram i vondum sjó og þegar i ilt var komið. Björn Bjarnason var þreyttur eftir þenn- an fiskiróður, 'og hásetar hans allir eins og lurkum lamdir, þegar þeir gengu frá bátn- um, en nú harnaði skapið í þeim enn á ný, þegar þeir sáu, að út í alvöruna var komið. Það barst mörgum á í lendingunni, og þar sem eitthvað hrá út af var Björn Bjarnason kominn með alla sína menn til hjálpar. Gekk þetta til um hríð. Bátarnir bárust ört upp að fjörunni undan sjó og vindi, og sló þá nokkrum hátum flötuin þar i vör- inni, þegar rökkva tók; mörgum hlektist á, og mistu þar út allan fiskinn í sjóinn aftur. Grímsa ógnaði að horfa upp á allar þess- ar svaðilfarir í lendingunni þar í Vikinni. Brimrevkurinn og stórhríðin lögðust á eitt þarna út með öllum fjörum. Brot og flask- ar úr bátum og lóðarflækjur flæktust hing- að og þangað upp í fjörurnar, og heilar kippur losnuðu í sundur og tættust í graut og soguðust út i sjóinn. Það var lirvgðar- mvnd að sjá upp á ]iað, hvernig aflinn fór til sjiillis þarna í lendingunni. Veðrið var altaf að harðna, og sjómenn- irnir horfðu með þungum svip á þetta brak í fjörunni og svo barst sú fregn yzt utan af mölum, að einn bátur myndi hafa farist með allri áhöfninni þar úti við klettana. Það var hyrjað að reka úr bátnum þar út frá. Sjó- mennirnir voru ekki margorðir um þennan viðburð, og Sigurður i Klöpp var ókominn að. Grímsi heyrði ávæning af þvi, að allir voru hræddir um bátinn, og þótt hann væri ofansjávar, væru engar likur til þess, að þeir gætu lent þar í víkinni sjer að skað- lausu, en hópur sjómanna var þarna til taks ef bátinn skyldi nú bera upp að landi. Það var nú orðið ólendandi, víkin eitt löðrandi hrot, það, sem hægt var að glóra fvrir hríðinni. Menn stóðu þarna frammi við brimgarð- inn eins og steini lostnir. Björn Bjarnason kom sem snöggvast auga á bátinn. Hann rak þar inn með fjörunni inn að sandinum. Það var engum rnannlegum krafti hægt að hafa vald vfir stjórn á skipinu þegar þang- að var komið. „Þorsteinn gamli lurkur heldur enn um árina sína síðastur þar á fari“, heyrði Grímsi að kallað var með þungum og hás- um rómi. Hann horfði úti í brimið. Það fairði bátinn í kaf, og svo skaut honum upp, á hvolfi. Tveir menn höfðu komist á kjöl og löfðu við hann um stundarsakir, en þá reið há og lirikaleg holskefla yfir hann á ný og færði alt í kaf. Girimsi gat ekki horft upp á þetta lengur og vjek andlitinu undan hríðinni. Á eftir þessu ólagi lægði um stund. Bátn- um skaut aftur upp, og glórði þá í annan mann fastan á kjölnum. Margir sjómenn óðu fram í brimgarðinn og hjeldust i hend- ur, og fyrir þeim gengu þeir Björn Bjarna- son og Jóhann „pistill“ og urðu þeir fyrstir manna til þess að hafa hendur á bátnum, en hann var svo þungur í brimsogunum, að þeir rjeðu ekkert við hann og skullu þá ó- lög vfir þá enn á ný, - og svo mamraðist báturinn upp í sandinn, borinn af þungum sjó, með Þorstein gamla lurk aftan til á kjölnum. Þar hjelt hann síðustu tökunum. Þorsteinn var örendur, þegar hann loks- ins náðisl eftir Iangan tíma. • „Dauða-tök“, sögðu nokkrir sjómenn og gengu hljóðir á brott. Næturmyrkrið og stórhríðin lagðist yfir víkina með heljar-þunga. Það gengu öskrandi hriðar í nokkra daga, og hirti ekki upp fyr en um skirdagshelg- arnar, og var þá kominn mokafli þar í vík- inni. Grímsi sló sjer lítið út. Honum var dagur- inn minnisstæður, þegar bátarnir fórust. Hann lijelt sjer föstum við verbúðirnar. Jó- hann pistill sagði honum sögur af hreystí manna og karlmensku, og Ingveldur hafði gaman af að gefa orð í belg, þegar skrumið ætlaði að setja „pistil“ út af laginu. Laugardaginn fyrir páska var logn og besta veður. Nokkrir bátar fóru í róður um nóttina eldsnemma, eins og þeir voru vanir. Aftur voru aðrir menn önnum kafnir að flytja sig í nýju skiprúmin. Fjöldi háta seig þangað út í víkina. Þar á meðal var Jón Bjarnason. Kom hann þang-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.