Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 40

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 40
175 LÖGRJETTA 176 Kveðja? Jú, hann var búinn að kveðja. Hann hafði skilið við Ingveldi með tár i augum. Mikið ósköp hafði þessi manneskja reyndist honum vel þennan tíma. Það braust svo margt um í honum núna. Hann hlakk- aði til ferðarinnar heim, og þó saknaði hann þess að þurfa nú að skilja við ver- búðina og steinana þarna alstaðar í kring, þar sem Grima hafði gengið, og það var engu líkara en að hann væri fastur þarna við dyrastafinn. Fyrstu bátarnir voru komnir fram að skipshliðinni. Sólin var gengin undir fjall- ið og hreiða skugga lagði út frá fjallinu fram á víkina. „Skálholt“ stakk stafni við fjöruna, og bar frá skiiiinu eins og spegilmynd þar rjett framan við varirnar. Hann fór nú ögn að gera sjer grein fyrir þessu verbúðarlífi. Það fóru ekki allir til haka af’tur, sem voru með honum i „pakk- húsinu“ um veturinn. Hann saknaði Þor- steins gamla lurks. O-jæja! Þarna átti hann þá eftir að bera beinin, og honum varð eins og dimt fyrir augum, þegar hann hugsaði til þess, hvernig Þorsteinn hafði haldið sjer fast síðustu stundirnar i briminu, og það var eins og hann ætlaði aldrei að geta slit- ið sig frá búðinni. Það liafði verið stutt i kveðjum milli Bjarna og hans, og nú voru fjelagar lians dreifðir út um alt og roknir burtu úr verbúðinni, og hann skildi ekkert í því, hvernig á þvi gæti staðið, að Gríma ljeti hann ekki sjá sig. Honum var ómögu- legt að fara svo hurtu úr Víkinni að kveðja hana ekki, og honum var þetta svo mikið áhyggjuefni, að hann viknaði við, og hon- um datt í hug rjett sem snöggvast að skreppa upp á loftið, — ef hún skyldi hafa laumast þangað inn, meðan hann stóð við í búðinni hjá Birni. Gríma studdi brjóstinu upp að kommóð- unni sinni og grjet hljóðlega og byrgði and- litið í höndum sjer. Það fóru kippir um herðarnar á henni um leið og Grímsi steig þar upp á loftskör- ina. „Nú er jeg kominn til þess að kveðja þig, Gríma min! og þakka þjer fyrir samver- una“, stamaði hann og átti erfitt með að koma orðunum upp. Það tók einhver beyskja fyrir í kverkunum á honum. „Já“, svaraði hún og reyndi til þess að dylja tárin, sem hrukku niður um vangana, og snerí sjer að honum með opnum örm- um. Þau seltust bæði niður á rúmið, og litla kisa lá þar i holunni sinni og bærði ekki á sjer. Það var ósköp „ruslulegt“ að sjá í rúmbælunum eftir piltana, og Gríma bjóst við þvi að flytja sig í burtu daginn eftir. Hún var bæði sæl og hrygg, og hana tók það sárt að þurfa nú að skilja við hann — svona fljótt, og hún hafði orð á því, að hana væri búið að dreyma svo illa undan- farnar nætur, og hún rjeði það fyrir því, að þau ættu ekki eftir að fá að njótast. Þessi imyndaða hugsun kom flatt upp á Grímsa eins og reiðarslag. Hann kunni illa við að sjá hana gráta á sama augnablikinu, sem þau voru að helga hvort öðru tilfinn- ingar sínar upp á æru og samvisku með heitnm tökum, og hann reyndi til þess að hugga hana og telja um fyrir henni og sannfæra hana um það, að hann kæmí þangað aftur að vetri, og að hann skvldi skrifa henni, og hann ætlaði aldrei að gleyma henni. Bátarnir voru nú altaf að tínast fram að skipshliðinni. Það var hver stundin sein- ust fyrri þau að mega vera svona, og þau rifjuðu upp samverustundirnar frá því á páskadagsnóttina, að þau sáust fyrst. „Jeg gat ekki annað en haft augun á þjer, eftir að þú varst háttuð“, sagði Grimsi og þrýsti henni fast upp að brjóstinu. „Þú kastaðir af þjer sænginni, og jeg læddist á tánum að rúminu þínu og breiddi ofan á þig, og jeg tók út miklar þrautir að mega ekki kyssa þig sofandi, og svo varð jeg andvaka langt fram á nótt“. „Ungar stúlkur mega ekki æfinlega láta það uppi, sem þeim býr í brjósti, og þær eru sumar dular að kasta því frá sjer, sem þeim er helgast, meðan þær eru ungar, en jeg hefði ekki rekið þig frá mjer — það segi jeg satt , ef piltarnir hefðu ekki ver- ið í búðinni“. „Það kom nú ekki undir þá gerð“, svaraði hann.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.