Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 35

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 35
165 LÖGRJETTA 166 sem yngri erum“, sagði Gríma, og nú brosti hún svo yndislega þarna á koddanum, að Grímsi varð gagntekinn af mikilli sælu og fögnuði. Jú. Ingveldur liafði alla daga fengið besta orð, og um ástirnar hennar væri ekki að tvila, þar sem hún tæki þvi á annað horð, en ekki væri hún talin allra; það væri þetta eina, sem á hana skygði,, að hún væri orð- uð við Björn; um sanna ást gæti þar þó tæplega verið að ræða; það væri þetta eins og gengi með margar manneskjur. Grímsi bað hana að hafa lágt; piltarnir gætu hrokkið upp og vaknað, og Grima iðraðist eftir því, hvað hún hefði getað ver- ið ör og opinská um hana Ingveldi. „Góða nótt!“ „Góða nótt!“ Það var nú ögn að byrja að skíma, og Grimsi gat ekki með neinu móti sofnað. Hann var altaf að hylta sjer til i rúminu; hlóðið var í svo mikilli ólgu, og liann var altaf að gefa henni gætur þarna rjett á móti honum á koddanum. En livað vanginn var rjóður! Og hrjóstin stóðu nakin upp undan sængurklæðunum. Blessuð augun voru sig- in aftur. Hún dró andann svo ljett. Þetta var lieilög stund, sem markaði svo djúpt spor í vitund hans, að liann gleymdi því aldrei, meðan liann lifði. Hann var umvaf- inn unaðslegri sælu. Drottinn minn! Páska- dagsnótt. Og mínúturnar liðu hver á fæt- ur annari, og nú sló rauðleitum bjarma á gluggann. En hvað allir gátu sofið fast. Gríma var að róta sjer til í svefninum. Hún var nærri því búin að kasta ofan af sjer sænginni. Hann stóðst þetta ekki lengur og læddist á tánum að rúmstokknum til þess að breiða ofan á hana sængina. Það var óstyrkur á honum öllum. Hann skalf eins og hjeluð hrísla. Hvað var hann að læðast um eins og þjófur? Ef piltarnir sæju nú til hans! Hann hjelt niðri i sjer andanum. Mikið varð hann að taka á og stilla sig um að kyssa liana ekki á blessaðan litla munninn. Og þegar hann var kominn i rúmið úr þessari pílagrímsför, lofaði hann guð fyrir það að hafa ekki orðið sjer til skammar. Hann var með hræðru hjarta og bældi höfuðið niður í koddann og sofnaði. Það voru allir komnir á fætur i verbúð- inni, þegar Grimsi oi>naði augun, og voru piltarnir að hringla þar til og frá á loftinu. Gríma stóð þar upp við eldavjelina og var að renna á kaffikönnuna. Hún bauð Grímsa góðan daginn og gleðilega hátíð, þegar liún sá, að liann var vaknaður. Haun flýtti sjer á fætur og heilsaði öll- um piltunum. Tóku þeir kveðju hans sæmi- lega, og Jón formaður bauð hann velkom- inn í hópinn. Þeir Sigurður og Bjarni Jóns voru báðir komnir i sjjarifötin, og báru þeir sig til all- vígalega þarna á loftinu. Bjarni var altaf að renna augum til Grímsa. Hann hnvklaði hrýrnar, og Grimsa sýndist hann vera'grett- ur eftir svefninn og óhreinn um varirnar. Nú var tekið að spjalla svona um dag- inn og veginn. .Tón spurði nákvæmlega eft- ir aflanum hjá Magnúsi „rana“. Það hafði nú ekki verið neitt smáræði, nærri þvi sökkhlaðinn hátur af rígaþorski á tuttugu lóðir. Jón Bjarnason hóf brýrnar. Þetta átti nú við liann, og sjórinn fullur af átu. Það scttust nú allir niður og fóru að horða liangikjöt og annað góðgæti upp úr skrínum sínum. Gríma hafði eitthvað skroppið niður, Grímsi saknaði hennar af loftinu. En svo kom hún að vörmu spori með fullar vatns- fötur og ætlaði að rogast með þær upp stigann. Grimsi kastaði frá sjer matnum og hrá við eins og elding, tók af henni föturn- ar og har þær upp á loftið. „Jeg þakka þjer kærlega fyrir“, sagði hún hrosandi beint framan í augun á Grímsa. Hún var i ljósleitum ljereftskjól, nærskornum í mittið, og kafrjóð af árevnsl- unni, og það var likast því, að ör hefði hitt liann í hjartastað. Það var eins og Bjarna .Tóns hefði verið gefinn löðrungur, þegar hann sá Grímsa grípa vatnsföturnar. „Ekki er nú ráð, nema i tíma sje tekið“, öskraði hann og þaut frá matnum út úr húðinni með fússi, og Grímsa fanst ónota- legur gustur standa af honum, þegar hann þaut niður stigann. „Það verður einhvern tima kepni á milli

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.