Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 38

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 38
171 L ÖGRJETTA 172 Nú sárnaði Grímsa þetta svo mikið að sjá Bjarna þarna í bólinu endilangann eins og skepnu, og það var efst i honum að stynja og gera sjer upp veiki og verða eftir í landi Bjarna til ergilsis og bölvunar. En svo þótti honum skömm að því að gera svo lítið úr sjer og hreyfði þessu ekki við nokkurn mann og fór á sjóinn, eins og ekkert hefði í skorist. Ljet hann nú gremju sína bitna á árinni og hamaðist, þangað til að hann gat brotið hana í sundur um legginn. Bjarni lá nú þarna í bólinu, eins og dauð- ur væri, meðan piltarnir voru að búa sig á sjóinn, og Gríma var óttasleginn, þegar hún lokaði búðinni. Hún kveið fyrir því að þurfa að verða eflir á loftinu hjá Bjarna Jóns og hún hafði ekki minstu löngun til þess að sýna honum gæði á nokkurn hátt. En svo kunni hún heldur ekki við það að gera Bjarna það til skammar að flýja úr búðinni að raunalapsu, og Bjarni hafði ekki sýnt henni þá ókurteisi að það væri ástæða fyrir hana að láta svona, þó að hann væri stundum að flangsa utan í hana, og það gat nú líka verið að hann væri lasinn. Þegar hún var komin upp á loftið, var Bjarni málhress, og bað hann hana að gefa sjer að drekka, og hann bað hana að setj- ast hjá sjer. Hann hefði margt við hana að skrafa, og svo gerði hann sig líklegan að taka utan uin hana og lialda henni fastri hjá sjer um stund. Hann játaði henni ást sína með fullum krafti. Gríma varð óttaselgin við þessa æstu játn- ingu og reyndi með lægni að komast burtu frá rúminu, og hún sagði honum það með fullri einurð, að hún gæti ekki orðið við bón hans. Brást þá Bjarni reiður við, er hann sá tiltæki Grímu, en þorði þó ekki að leggja hendur á hana, varnarlausa stúlkuna. Þorði þó Gríma ekki annað en að yfirgefa sjó- búðina og flýja á náðir Ingveldar og vera hjá henni það, sem eftir var næturinnar. Þegar þeir fjelagar komu af sjónum, var Bjarni á fótum allhress, en þungbrýnn mjög, og ljet hann fátt yfir veru sinni þar í búðinni, og Grima ljet ekkert á því bera, að þeim hefði komið illa saman, og hún bað Ingveldi fyrir það að orða það ekki við nokkra manneskju, þótt svona tækist til milli hennar og Bjarna, og forðast það um fram alt að þetta kæmist í hámæli Bjarna til hneysu. Bjarni Jóns var nú sárgramur yfir þessu uppátæki sínu. Hann varð þunglyndur i marga daga og hafði það til orðs að fyrir- fara sjer. Grímsi dró hann sundur í log- andi háði og eggjaði hann á það að drepa sig sem allra fyrst og skellihló að honum fyrir þetta uppátæki. Hann rjeði ekkert við sig fyrir kæti með köflum, og gerðist hann mjög handgenginn Grímu og tók af henni marga snúninga þar í búðinni, og hugir þeirra lögðust saman, svo að þau máttu varla lita hvort af öðru. Oft var glatt á hjalla í þessum verbúðum, þegar ekki gaf á sjóinn. Það var mikið spil- að og drukkið og drabbað með köflum, og áflog og ryskingar voru alltíðar, þar sem ungum mönnum sló saman, og urðu nú, þeg- ar á veturinn leið, mikil brögð að áflogum þeirra Grímsa og Bjarna Jóns, og sat Bjarni um það allar stundir að taka duglega í lurg- inn á „helvítis stráknum“, eins og hann komst að orði. Grímsi tók á móti honum með fullri ein- urð og hafði enga lund til þess að vægja fyrir honum að neinu leyti. Bjarni var sterkari og fylgdi tökum eftir hlífðarlaust, þar sem hann náði til. Slíkt hið sama gerði Grímsi. Hann var liðugur og kom fótum betur fyrir sig, hljóp upp í rúm- in, og brutu þeir niður rúmstæðin hvað eftir annað. Varð Jón Bjarnason oft að skerast í leikinn og ganga á milli þeirra og stilla til friðar, og ofbauð honum oft heiftúðin i Bjarna. Að vísu var mjög líkt á komið með þeim í þessum áflogum, og gengu þeir blá- ir og blóðugir livor undan öðrum. Grímu var illa við þessi áflog, og leiddi hún Grímsa það fyrir sjónir, að það gæti haft eftirköst í för með sjer að láta svona, og hún bað liann að vægja fyrir Bjarna og forðast að stríða honum og draga hann sundur i háði. Tók Grimsi þessu vel og sneri þvi öllu upp í gáska, og hann gat skellihlegið á eftir hverri atrennu. Sat þá Bjarni bólginn og heitur og titrandi af hatri og hefnigirni. Honum sveið það altaf meir og meir að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.