Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 29

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 29
153 LÖGRJETTA 154 að norður að hallandi miðjum degi við f jórða mann á báti. Eftir að Jón og þeir fjelagar voru komnir, var sent eftir ráðskonunni, og hafði hún nú ósköpin öll að snúast og taka þar til í ver- búðinni fyrir hátíðina. — Björn Bjarnason hafði farið eldsnemma i róður um nóttina, og fól hann Ingveldi það á hendur að vikta Grimsa út mötuna og sjá um að koma honum vel niður þar i búðinni. Hún stóð þar frammi við sjóinn skamt fyrir utan. Ingveldur þurfti nú margt að skrafa við Grímu, um leið og hún færði henni sængur- fötin hans Grimsa. Hún lagði þau sjálf nið- ur i rúmstæðið, vel og vandlega. Það stóð þar sunnan (il við uppgönguna á loftinu, og Gríma hafði hreiðrað um sig þarna undir súðinni rjett á móti, og þarna var ekki nema um tvö fótmál að ræða milli rúmanna, og blöstu þau nú hreinlega hvort við öðru. Ingveldur sló á spaug við Grímu um þau, ungu hjónaleysin. Gríma roðnaði. Hún stóð þar uppi við rúmið sitt með uppbrettar ermar. Handleggirnir voru holdugir og hör- undsliturinn fallegur og aðlaðandi. Stúlkan var j)rístin á vöxt. Hárið var dökkjarpt og greiddist dálítið til úr fljettunum út um bak- ið. Gríma var alveg önnum kafin að taka þarna til á loftinu, og greip Ingveldur í það rjett sem snöggvast að hjálpa henni svo lítið til, meðan hún væri að koma sjer almenni- lega fyrir. „.íeg held, að piltarnir sjeu óslcöp drumbs- legir og Ieiðinlegir“, mælti Gríma. Hún heyrði, að þeir voru eitthvað að þruska til í veiðarfærum |)arna niðri undir loftinu. „I>að keinur í mig óyndi að vera hjerna. Það á ekki við mína lund að vera í þessum soIli“. „Ó-nei, blessuð mín!“ svaraði Ingveldur. „Það verður öðru nær, þegar j)ið farið að kynnast, þið Grimsi, og svo bætast þeir í hópinn i dag þarna utan af mölunum, hann Sigurður og hann Bjarni Jóns, báðir ógiftir og á besta reki, og jeg hefði aldrei stutt að því eins mikið og jeg gerði að fá þig hing- að í nábvli við mig, ef jeg vissi, að þjer mundi leiðast, og svo geturðu haft töluvert upp úr þessu í aðra hönd, ef vel gengur, og allir þurfa að hafa einhver ráð á þvi að bjarga sjer, og þú mátt trúa mjer til þess, að hann Jón Bjarnason afskiftir þig ekki af fiskinum þinum í vor“. „Jeg er ekkert að setja það fyrir mig“, svaraði Gríma, „en mjer hefur aldrei geðjast að þeim Sigurði og Bjarna Jóns, og þá sjald- an, að þeir fjelagar hafa verið á vegi mín- um þá hefur mjer frekar staðið beygur af þeim heldur en hitt, einkum af Bjarna Jóns, og oft hefur mjer fundist hann eins og ætla að gleypa mig í sig með augunum, legst þetta einhvernveginn undarlega í mig alt saman“. „Þetta lagast, spái jeg, með tímanum, þeg- ar þið Grímsi farið að kynnast, og er jeg þá illa svikin, ef þið komið ykkur ekki vel saman“, sagði Ingveldur, og það var eins og hún væri að slita út úr sjer síðustu orðin. Tók Gríma eftir því, hvað mikill óstyrkur var á höndunum á henni, þar sem hún stóð við rúmið og var að brjóta saman hrein nærföt, sem Grímsi átti, og láta þau undir koddann hans. „Þið Grímsi þekkist nú víst orðið tölu- vert eftir þennan tíma, sem þið hafið verið saman, og ættir þú, Ingveldur min, ekki alt- af að vera að stagast á þessum pilti eins mikið, eins og þú gerir. Það má vel vera, að þú hafir hugsað þjer að hafa eitthvað gott af honum, og hefði jeg trúað þjer til þess, hefðirðu verið ögn yngri, og það leynir sjer vist ekki, að þú ert hrifin af honuin, eftir að þið voruð saman tvö ein í verbúðinni eins og þú rnanst, ekki alls fyrir löngu“, og Gríma luivkti svo litið til höfðinu við síð'- ustu orðin. „Ó-já, Grírna min! Láttu þjer ekki bylt við verða. Hann er hreinn og saklaus eins og þú, en jeg er syndug manneskja, og láttu þjer eklci detta neitt ljótt i hug hans vegna. Þið takið inig i hornið til ykkar, þegar jeg er orðinn aumingi, en þið rík“. „Hvernig stendur á því, Ingveldur, að þú skulir altaf vera að striða mjer á þessum ókunnuga pilti, sem jeg hef aldrei sjeð? Og eins og þjer komi það þá nokkuð við, hvort það dregur saman með okkur eða ekki“. „Láttu þjer ekki þykja fyrir, þó jeg sje að spauga þetta“, svaraði Ingveldur og leit

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.