Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 24

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 24
143 LÖGRJETTA 144 núna? Einmitt núna, eftir að piltarnir voru farnir á sjóinn — 18 ára tápmikill og blóð- ríkur. Bligðunartilfinning. O-hú! Hann vissi það, að Ingveldur vildi vera honum ósköp góð. Hann óskaði þess, að hann væri horfinn heim til móður sinnar. Hann horfði út á sjóinn, út á sjóinn! Sjóinn! Hann hafði tilt sjer niður á vararvegginn og honum vökn- aði um augu, eins og þegar hann var lítill drengur. Það var enn þá mið nótt, og hon- um ógnaði hvað piltarnir gátu farið snemma á fætur. — Ot á sjóinn, út á sjóinn. Og það fór nú að setja að honum þarna á vararveggnum. Hún Ingveldur vildi vera honum svo ósköp góð. Hann herti nú upp hugann og gekk heim að búðinni. Ingveld- ur stóð þar í dyrunum. Hún hafði sjeð til hans allan þennan tima og gefið honum auga og var henni farið að lengja eftir þvi, að hann kæmi áður en hún, lokaði húðinni. Grímsi læddist á tánum fram hjá henni, það fór svo mikið fvrir henni þarna í ver- búðardyrunum, að hann varð eins og að smeygja sjer á rönd, til þess að stjaka ekki við henni Ingveldi, ráðskonunni hans Björns Bjarnasonar. Og þarna stóð hún fyrir honum eins og klettur. Ingveldur lokaði nú búðinni. Hún tók eftir því hvað Grímsi var daufur og utan við sig, og hún gat þess til hvernig honum mvndi líða. Mvrkrið vafðist nú utan um þau bæði, og Ingveldur lokaði hurðinni og signdi yfir dyrnar. „Jeg get þess til, að þjer falli það illa, elsku pilturinn, að þurfa nú að hýrast heima hjá mjer, kerlingargreyinu“, mælti Ingveldur og strauk Gripisa um vangann, „en það ætti ekki að koma að neinni sök, það dettur engum heilvita manni í hug, að stríða þjer á mjer, roskinni konu, svona ungum og fallegum pilti. Ingveldur Itrosti við og horfði beint í augun á Grímsa. „Yið þurfum nú ekki að rífa okkur upp fyrir allar aldir með morgn- inum“, bætti hún við, „og piltarnir kojna ekki af sjónum fyr en eftir nón, og verður þú þá búinn að jafna þig eftir þessar hugs- anir og amasemi“. Þau voru komin upp á loftið, Grímsi var dreyrrauður í framan, og Ingveldur var alt- af að strjúka hann og klappa honum á vangann. Grimsi hálfskammaðist sin fyrir það, hvað hann gat nú verið drumbslegur við Ingveldi, svona upp úr þurru. Hann hent- ist út að glugganum og horfði út á sjóinn. Ingveldur hafði til kaffi á könnunni. „Já, hann hafði lyst á svo litlum sopa,“ og sett- ist niður. Ingveldur settist líka niður og hafði orð á því, að hún yrði að drekka hon- um til samlætis, og tók hún nú að skrafa við hann. Hún tíndi það upp, hverjir yrðu með Jóni Bjarnasyni á bátnum eftir páskana, og það væri með hennar ráði gert, hver valin hefði verið þangað til þeirra, fyrir ráðskonu. Það væri ljómandi falleg stúlka á svipuðu reki og hann, ósköp nett og myndarleg í sjer, og aðlaðandi kvenmaður. Og stúlkan hjeti Grírna. Ingveldur þóttist nú vera búin að telja svo uin fyrir Grimsa, að þau myndu laðast hvert að öðru með tímanum. Grímsa ljetti fyrir hjartanu. Hann hafði hálf kviðið fyrir því ef að ráðskonan þeirra væri ósköp leiðinleg. Hann varð hrifin af lýsingunni á þessari ókunnu stúlku, bara að þetta væri þá ekki tómt skrum i Ing- veldi, til þess að gera hann rólegan í bili. Hún' sat hjá honum á rúminu, og ámálg- aði það hvað eftir annað, hvað Gríma væri góð og elskuleg stúlka, og það væri fyrir sin orð, að hún hefði ráðist þangað, núna fyrir nokkrum dögum. Grímsi fór alt i einu að hlakka til pásk- anna. Það var ekki nema liðleg vika þang- að til. Ingveldur þurfti nú fleira að skrafa við Grímsa. Henni var orðin rik þörf á því að Ijetta á hjarta sínu við einhvern mann. Og hún gat þess við hann í trúnaði, að hún hefði verið orðuð við Björn Bjarnason. Grímsi kiptist við sem snöggvast. Það væri fyrir það, hvað hún væri búin að vera lengi ráðskona hjá honum þar í verbúðinni, og aumingja fólkið þyrfti altaf að hafa eitt- hvað umtalsefni. Hún tók það fram, hvað hún væri nú orðin gömul, stæði rjett á fim-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.