Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 18

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 18
131 LÖGRJETTA 132 Yið riðum tvö um rjóðan víðiteig og röðull, þá sem nú, til vesturs hneig. Þú rjettir mjer at baki vanga og vör. Sem vordögg mjer í sálu kossinn hneig. Það andartak mjer enn í huga býr eem innsýn í þann heim, sem tíminn flýr. En jafnframt líkt og þjóti oddhvöss ör mjer „aldrei framaru djúpt í sálu gnýr. Hjá hvílu þinni löngu seinna jeg sat í sorgar knjám, við gæfu endurmat. Af dauðakvíða djúpt í augans leynd jeg dimma sá og neitt ei hjálpað gat. Jeg lagði tár við tár pg kinn við kinn með koss í hug, er gafstu hið fyrsta sinn. Sem svipstund fyr við urðum tvö að eind — og „aldrei framar“ kvað um huga minn. Og sólin hnje og sorta bar á höf. Nú sá jeg aðeins mynd af þinni gröf. Hvort mundu lokin alls við örlög hörð vera aðeins þetta: nótt og þögul gröf? — Æ lengra og lengra í rökkur ósa rann hið rauða kvöld og skuggalin sitt spann. Sem andvarp leið þitt nafn í nótt frá jörð. Og nóttin steinhljóð eitt til svara fann. Draumsýn. Jeg kom að móðu; vildi vestur yfir. Vagga min stóð þar tóm í birkilundi og minning hljóð og ein á æskufundi. Alt það á glæ í von, serh hefst og lifir. Hver dropi vatns var horfinn hyls af grunni; um hrannar slóð varð gengið þurrum fótum. Á nöktum söndum, leir og lausagrjótum leiðar jeg fór, með hug á Urðar brunni. „Varaðu þigu, að hlusta hljómhvelt reið. Til hliðar leit jeg; sá hvar vatnsflóð geystist, aem brimskafi fer um haust í hríðar byl. Sá þig á bakka standa í ljóma um leið, til baka hruns er bylgju faldur reystist. Svo hvarf mjer alt í þögn og húm og hyl. Óttusöngur. Við daggarspor og heiði hljótt hjalar slcor um nýjan þrótt. Á ytidis torsókn ótturótt andar vorfrið sumarnótt. 4 Renna’ út á hafdjúp rökkur blá, rauðir stafir, sem nefnast þrá. Ylur er roðans önnur hönd. Óþekt í fjarska draumalönd. En er landtaka ekki brást er það stafað, sem nefnt er ást. Undir ástarvængjum sem einkahlíf er það kveikt, sem að heitir líf. Aðhlynning lífs, sem ávöxt ber til eflingar, dáð hún kölluð er. Til er auðnuleið undir bygð orði, sem holdgast og nefnist trygð. Til er margt, sem að trygðum sleit. Við táp og gleði oft sárt það hneit. Til er brimhvítur bylgju svarmur, sem brýtur um manndáð og nefnist harmur. Uppspretta’ er til við andans tind. Ástúð heitir sú tæra lind. Stundum gróður, er grær til trega, þar glitrar í hvömmum ýmislega. Og lindar niður um lífsins spor leikur, sem heit um eilíft vor. I fjarska hrynja fram harma vogar, Heitir í djúpi byltast logar. Um stund fer hugur við handfang nauða hljóður á merkjum lífs og dauða. Bliknað laufblað í lyngi kýs og Iaufið rjettir að vorsins d(s,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.