Lögrétta - 01.01.1936, Side 1
LOGRJETTA
XXXI. ÁRG. 1 9 3 6 5. I.—II. HEFTI
VIIIIE R © 11IIIID Eftir Vilhjálm E>. Gíslason
Frá Spánverjum.
Bylting og bókmenntir.
Spánverjar eru gömul bókmenta- og lista-
þjóð og að vísu öndvegisþjóð í sögu málara-
listarinnar. Þar var einnig, að vissu leyti, lagð-
ur grundvöllur að skáldsöguritun á nútíma-
vísu, og sagan Don Quixote er enn í dag
ein af helztu skáldsögum heimsbókmentanna,
og hefur að bókfróðra manna sögn verið gef-
in út oftar en nokkur bók önnur, að Biblíunni
fráskilinni. Heima á Spáni hefur hún verið
gefin út meira en 400 sinnum og þýdd á
flest mál, sem vilja teljast bókmentamál,
nokkrir kaflar úr henni einnig á íslenzku.
Hún er eitt af þeim meistaraverkum, sem
menn þykjast eiga að þekkja og vitna í, en
lesa helzt ekki, því að þótt margt sje í henni
skemtilegt, er líka annað í henni langt og
leiðinlegt. En Spánverjinn les hana að sagt
er, enn í dag, les hana af því að hún er blóð
af blóði hans, les hana til þess að sjá í henni
sjálfan sig og finna í henni hjartslátt síns
eigin lífs — einnig þegar borgarastyrjöld
geisar.
Ungur franskur höfundur, er nýlega skrif-
aði um Don Quixote, og um höfund hans
Cervantes, segir m.a.: Ekkert skáld er nýtízku-
legra en hann. Enginn hefur varpað yfir nú-
tímamanninn skýrara ljósi en hann og þess
vegna horfir Cervantes ásamt Shakespeare
og Montaigne nýr og hressandi við úrlausn-
arefnum dagsins í dag og morgundagsins. Þó
að allir geti máske ekki lesið Don Quixote,
eins og Spánverjar, til fróðleiks um Spán og
sjálfa sig, geta allir fundið í honum þann
nýtízku mannheim, sem tveir þektustu og
nýtízkustu lesendur hans, Flaubert og Dosto-
jevski, hafa fundið í honum. Það sem Don
Quixote lýsir er tvíhyggjan, klofningur hug-
ans hjá nútímamanninum, djúpið milli manns-
ins sjálfs og þeirra hugmynda, sem hann ger-
ir sjer um heiminn í kringum sig og hugsan-
legt samræmi hans. En þessi tvíhugur, þetta
tvöfalda eðli mannsins er sá kraftur, sem
reynir á þanþol menningarinnar, sá kraft-
ur, sem heldur menningu og þjóðlífi í sífeld-
um spenningi, eins og hann kemur m. a. fram
í borgarastyrjöldum.
Það eru innst inni ekki einungis tveir
stjórnmálaflokkar sem berjast nú um yfir-
ráðin á Spáni, heldur næstum því tveir mann-
flokkar, menn sem hafa tileinkað sjer
tvennskonar skilning á lífinu og þjóðfjelag-
inu. Og báðumegin eru menn af sömu stjett-
um, fyrst og fremst af hinni vinnandi al-
þýðustjett, báðumegin fólk, sem á nokkum-
veginn sömu efnalegra hagsmuna að gæta í
borgaralegu lífi sínu, en hefur mismunandi
hugsjónir og mismunandi skilning á spænsku
lífi. Átökin eru ekki fyrst og fremst eða ein-
ungis milli frjálslyndrar alþýðu annarsvegar
og afturhaldssamra höfðingja og herfor-
ingja hinsvegar nú fremur en stundum áður
í spænskri sögu. Sannleikurinn er sá, að al-
þýðan í landinu hefur skiftst mikið milli
beggja flokkanna og þess vegna hafa átökin
orðið svona löng og hörð, og mentamenn og
herforingjar hafa einnig skiftst nokkuð milli
flokkanna, en klerklýðurinn hinsvegar verið
mikið til óskiftur öðm megin, með stjórn-
arandstæðingum. Til þessa liggja bæði sögu-
leg rök og orsakir í atburðum síðustu tíma,
ekki síst í andlegu lífi þjóðarinnar.
Menn verða að minnast þess, sem nú er
löngu liðin saga, er Spánn var máttugasta
stórveldi álfunnar og fyrirmynd annara um
svonefnda fína menningu. Spænsk tunga var
lærð af heldra fólki og mentamönnum víða
um Evrópu, spænskar bókmentir vom heims-