Lögrétta - 01.01.1936, Side 2
7
LÖGRJETTA
8
bókmentir og spænsk tíska í klæðaburði var
ráðandi og náði jafnvel út hingað til Islands.
Þetta sjest hjer til dæmis í Oflátungslýs-
ingu Hallgríms Pjeturssonar, þar sem oflát-
ungnum er m. a. lýst svo að „með stígvjel
bæði og spora spanska, spennir út kálfa
stinna, það er maður þó hann láti minna“. —
Þetta er stutt, en alveg ágæt lýsing á nýj-
ustu skófatnaðartízku þessara ára. Annars
hefur eðlilega ekki verið mikið samband milli
andlegs lífs á íslandi og Spáni, og kemur
enda ekki þessu máli við, en þó má geta
þess, að eitt af öndvegisritum spænskra bók-
menta á 17. öld þýddi Eggert Ólafsson á
íslenzku, lifnaðarreglur Gracians, en þær hafa
aldrei verið prentaðar. Það er annars til
marks um veg og veldi Spánar og andlegs
lífs þar á þessum öldum, sem margir þekkja
og haft er eftir Karli keisara V., að spænska
tungu tala jeg við drottinn minn, frönsku við
stjórnmálamenn, ítölsku við konur, en þýzku
við hundinn minn.
Á þessum stórveldistímum skapaðist sá
hugsunarháttur yfirstjettanna á Spáni, sem
síðan hefur verið stolt þeirra og þær hafa
lifað á, einnig eftir að stórveldið var hrunið.
Þá var einnig lagður grundvöllur að hinum
miklu stóreignum aðals og kirkju, sem bar-
ist hefur verið svo heiftarlega um hvað eftir
annað í síðustu mannsaldra, svipaðri baráttu
og þó varla eins mannskæðri og þeirri, sem
nú geisar.
Bourbonarnir komu til valda á Spáni árið
1700 og fyrst framan af 18. öldinni var Spáni
stjórnað eftir stefnu hins upplýsta einveld-
is, andkirkjulega, þannig að Jesúítum var
vísað úr landi, og ýmsum frjálslyndislegum
umbótum var komið á. I lok aldarinnar var
komið á mjög frjálslegri stjórnarskipun, eftir
franskri fyrirmynd, en eftir fall Napóleons,
þegar Ferdinand VII. var Spánarkonungur,
kom afturkippur afturhaldsins og endurreisn
aðals og kirkjuvalds með ýmiskonar ofríki og
óstjórn, sem olli vaxandi óánægju. Herfor-
ingjarnir komu þá af stað uppreisn 1820 og
neyddu konunginn til þess að koma aftur á
frjálslegri stjórnarskipun, en þetta þoldu
stórveldin ekki og franskur her greip í taum-
ana, kúgaði hina frjálslyndu stjórn og endur-
reisti einveldið, sem reyndist eins ilt þá og
það hafði verið áður. Þegar Ferdinand dó
urðu miklar deilur um konungserfðirnar milli
Don Carlos og Isabellu og sigraði Isabella þar
kirkjuna og hina íhaldssamari aðalsmenn og
tók aftur við um tíma sæmilega frjálslynt
stjórnarfar. En ekki stóð það lengi, og flokka-
drættir hjeldu áfram og Isabella var rekin
frá ríkjum 1868, en þeir, sem við tóku megn-
uðu ekki að stilla til friðar og 1873 varð
Spánn lýðveldi um stutt skeið, uns við tók
Alfons XII, faðir Alfons XIII., sem nú er í
útlegð, en ríkti til 1931, þegar Spánn varð
lýðveldi í annað sinn.
Þetta stutta sögulega yfirlit er nauðsyn-
legt til þess að menn geti skilið þær viðsjár
og þær stefnur, sem mest ljetu til sín taka
á síðustu árum konungdæmisins og á þeim
lýðveldisárum, sem liðin eru, því að borgara-
styrjöldin, sem nú geisar, er sögulegt áfram-
hald af þessu.
Konungdæmið á Spáni var í raun og veru
búið að vera með einræði Primo de Rivera.
Sú einræðisstjórn hafði að vísu beitt sjer af
góðum vilja fyrir ýmsum framförum og kom
reglu á ýmsa hluti, sem áður voru í óreglu,
en hún var einræn og stirð og hún hafði orðið
til með stjórnlagarofi. Þess vegna varð hún
til þess að hrinda frá konungdæminu jafnvel
ýmsum gömlum hægri- eða íhaldsleiðtogum,
s. s. Zamora, og jafnvel foringi hægrimanna
Sanchez Guerna gekk opinberlega í berhögg
við konunginn. En einkum bar mikið á frá-
fallinu frá konungdæminu meðal menta-
manna og rithöfunda. Ekki einungis Una-
muno, sem var þektastur þeirra allra, heldur
margir yngri menn gerðust nú lýðveldissinn-
ar. Meðal þeirra er helstur Ramon de Valle
Inclán, sem t. d. í sögunni Tirano Banderas
hvatti beinlínis til uppreisnar og skrifaði
einnig sagnabók með háðulegum lýsingum á
hirðlífinu. Einhver skemtilegasti og fjölhæf-
asti rithöfundur Spánar, Azorín, og alkunnur
blaðamaður við eitt helzta málgagn konungs-
sinna í Madrid, gerðist einnig lýðveldissinni
1930. 1 einni helztu sögu sinni, sem heitir
Alþýða, boðaði hann nýja framtíð og frelsi
Spánar í sameiningu verkamanna handar
og heila, og de Ayola, höfundur sögunnar
Belarmino og Apolonio, sem af mörgum er
Frh. á bls. 161.