Lögrétta - 01.01.1936, Side 5

Lögrétta - 01.01.1936, Side 5
13 LÖGRJETTA 14 asti andmælandi dr. Valtýs, því formaður fjelagsins, sem einnig talaði, sló úr og í, og endaði mál sitt með því, að mæla fyrir minni Islands. Dybdal var vel máli farinn og flutti langa ræðu. En afarilla fjell okkur íslenzku áheyrendunum ræða hans. Um rjettarstöðu Islands fylgdi hann þeim kenningum, sem fram var haldið af Matzen prófessor, Nelle- mann Islandsráðherra og öðrum helstu lög- fræðingum Dana á þeim tímum. Að endingu las hann upp lista yfir skuldir margra Evrópuríkja og minti á, að ísland væri skuld- laust land. Lauk hann ræðu sinni með þeim orðum, að þetta sýndi, hve dásamlega Islandi væri stjórnað, — hvor brillíant Island er regeret. Þessi ályktunarorð hans hneyksluðu okkur íslenzku áheyrendurna meira en nokk- uð annað í ræðu hans. Dr. Valtýr svaraði Dybdal. Um rjettar- stöðukenningarnar sagði hann, að hann vissi, að þær væru svo fluttar frá kennarastólum háskólans í Kaupmannahöfn og vel mætti vera, að við prófborðin þar yrðu íslenzkir lögfræðingar að játa þessum kenningum, en eftir að þeir væru staðnir upp frá prófborð- inu neituðu þeir þeim allir undantekningar- laust. Enginn íslenzkur lögfræðingur fylgdi kenningum danskra lögfræðinga um rjettar- stöðu Islands. Hann færði og ýmislegt fram gegn þeim orðum Dybdals, að Islandi væri dásamlega stjórnað. Þriðji maðurinn, sem mikið talaði á þess- um fundi, var landsþingsmaður og hæsta- rjettarmálaflutningsmaður Oetavius Hansen. Hann var stjórnarandstæðingur, hafði kom- ið hingað til lands og var Islandi velviljað- ur. Hann mælti fram með tillögum dr. Val- týs og stefnu þeirri, sem alþingi hefði nú tekið í málinu; taldi hana hyggilegri en hitt, að halda fram landstjórakröfunum, og fyrir- komulagið á þann hátt kostnaðarminna. Hann talaði mikið um, að Danir ættu að hjálpa Islendingum, hjálpa þeim til sjálfs- hjálpar, eins og hann tók til orða. Ýmsum okkar, sem á hann hlustuðum, þótti ekki mikið til þessa koma. Okkar hugsunarhátt- ur var sá, að við þyrftum enga hjálp frá Dönum. Ef þeir fengjust til að láta okkur afskiftalausa og sjálfráða, þá væri sú hjálp nægileg. Aðalefnið í þessum fyrirlestri dr. Valtýs, sem er allmerkilegt skjal í stjórnmálasögu lslands, er um rjettaraístöðu lslands og Dan- merkur, og er ekki hægt að rekja þaö hjer. Hann vítti mjög framkomu stjornarinnar gegn alþingi og taldi sifeidar neitamr henn- ar gegn kroíum isiendinga um stjornarbæt- ur overjandi. íákipuiag það, sem þá var á sambandi landanna, taldi hann vera bæði særandi fynr þjoóermstiifinnmgu Isiendinga og hka afaroheppilegt fyrir löggjafarstarf landsms og ailar íramfarir þess, bæði and- legar og eínalegar. En hann segist lika sjá gaiia á endurskoðunarfrumvörpum þeim, sem aiþingi hefði látið frá sjer fara, án þess þó að fara frekara út í það mál, og leggur til, að breytingin verði á þá leið, að skipaður sje sjerstakur ráðgjafi fyrir Island, er sje óháður ríkisráðinu í hinum sjerstöku mál- efnum landsins og beri ábyrgð fyrir alþingi, og þessi ráðgjafi sje Islendmgur, sem sjáif- ur eigi sæti á alþingi og semji við það.* Hann lýkur svo máli sínu með þeirri ósk, að stjórnin verði vel við áskorunum al- þingis og að henni mætti skiljast, að hið ríkjandi skipulag sje skaðlegt bæði fyrir Danmörk og Island. En hins vegar kveðst hann sannfærður um, að með breyttu fyrir- komulagi mundi sá kuldi og tvídrægnisandi, sem óneitanlega eigi sjer stað milli Danmerk- ur og Islands, hverfa, og í þeirra stað koma vináttu- og bróðurandi, sem væri það öflug- asta band, sem tengt gæti þessar þjóðir saman. Þegar alþingi kom saman 1897 varð það fyrst kunnugt, að stjórnin neitaði að verða við ósk þess um að leggja fyrir það frum- varp um stjórnarskrárbreytingar, er sýndu, hverjar málamiðlanir frá hennar hálfu gætu komið til greina. En dr. Valtýr kom sjálfur fram með frumvarp, sem fól í sjer þær meginbreytingar á stjórnarfarinu, sem hann hafði haldið fram í fyrirlestri sínum. Þó hafði hann orðið að fella eitt stórt atriði undan, sem bæði var fram tekið í þings- ályktun alþingis 1895 og í fyrirlestri hans, en það var, að sjermál Islands skyldu ekki * Þetta er í samræmi við yfirlýsingu alþingis i þingsályktuninni.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.