Lögrétta - 01.01.1936, Síða 9

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 9
21 LÖGRJETTA 22 að stjórnin ætti að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. En úr því varð ekki og hlaut þá deilumálið að bíða þings 1899. En á því þingi voru flokkarnir enn svo jafnir, að ekkert komst fram. Frumvarp dr. Valtýs var enn felt. En þetta var síðasta þing kjör- tímabilsins og skyldu nýjar kosningar fram fara áður næsta þing kæmi saman 1901. Á þingtímanum 1899 andaðist Benedikt Sveinsson. Honum hafði veizt sú ánægja, að frjetta á banasængina, skömmu fyrir and- látið, að frumvarp Valtýs væri fallið í annað sinn. Benedikt hafði verið skörungur á þingi, svo sem kunnugt er, og eftir dauða Jóns Sigurðssonar forvígismaður Islendinga í sjálfstæðisbaráttunni. En eins og sjá má á gengi Valtýskunnar höfðu ýmsir þingmenn á síðari árum fylgt kenningum hans með hang- andi hendi, enda var þeim aldrei fylgt fram á alþingi eftir 1897. En mikil ítök átti Bene- dikt altaf í íslenzku þjóðinni. Hannes Haf- stein orti eftir hann og tek jeg hjer nokkur erindi upp úr kvæðinu: Fyrir ættjörð hrærðist heitt hjartablóðið rauða. Orð og hugur hans var eitt. Hann var trúr til dauða. Hugann buga hvorki vann harðfeng sótt nje elli. Fram til bana barðist hann. Brjánn fjell, en hjelt velli. Hetju, sem er hnígin þar, hylja bautasteinar. Hinzta orð hans eggjan var. Enn er vígljóst, sveinar. Snjöll lýsing á Benedikt er í erfiljóði eftir Matthías Jochumsson: Fjell sem flaumiða, foss og háskriða — fólk stóð forviða — fall hans málkviða. En und brábarði brann sem logvarði hugurinn skapharði, er sitt hauður varði. Fullhuginn djarfi, Fróns högum þarfi, líf í lífs arfi þó að Ijettir starfi. Sjái þinn andi sífelt hækkandi loga leiftrandi ljóma yfir Islandi. Það rýrir ekki þessi ummæli, þótt þess sje jafnframt getið, að sjera Matthías var eng- inn dáandi Benedikts meðan þeir urðu sam- ferða á lífsleiðinni og fylgdi honum aldrei í stjórnmálum. Stefnurnar, sem um var deilt, fengu þegar í upphafi nöfnin Valtíska og Benediktska. Báðir flokkarnir gyltu sig með fögrum nöfn- um. Andstæðingar Valtýs kölluðu sig Heima- stjórnarmenn, en mótflokkinn Hafnarstjórn- armenn. Áttu þau nöfn að sýna aðalmuninn á stefnu flokkanna, að annar vildi færa stjórnina inn í landið, en hinn halda henni í Kaupmannahöfn. Valtýingar kölluðu sig stjórnarbótarmenn, en mótflokkinn stjórn- arbótarfjendur, eða þeir kölluðu sig fram- sóknarflokk, en hina afturhaldsflokk, og stundum voru þeir kallaðir landshöfðingja- flokkur. Til þess að sýna í sem fæstum orðum af- stöðu flokkanna við kosningarnar í aldarlok- in, haustið 1900, reyni jeg að draga saman í fáar setningar stefnuskrár flokkanna hvors um sig. Valtýringar sögðu við kjósendurna: Viljið þið fá ráðgjafa með þekkingu á hög- um þjóðarinnar og ábyrgð á gerðum sínum inn í þingið í stað brots af dönskum ráð- gjafa, þekkingarlausum og ábyrgðarlausum ? —Viljið þið fá peningastofnun inn í landið með fjármagni til framkvæmda í stað lítils banka , sem öllum er ónógur? Það var stofn- un íslandsbanka, sem þá lá fyrir dyrum. — Viljið þið fá síma til landsins, sem kemur okkur inn í viðskiftalíf umheimsins í stað þeirrar einangrunar, sem nú á sjer stað? Heimastjórnarmenn svöruðu: Við viljum fá sjerstakan ráðgjafa fyrir Is- land, en við viljum ekki kaupa hann fyrir uppgjöf fornra landsrjettinda. — Við vilj- um fá sterkari peningastofnun en við höfum, en við viljum ekki erlent fjármagn, sem verði þess valdandi, að landið verði eign útlend- inga. — Við viljum fá síma til landsins og aukin sambönd við umheiminn, en við viljum ekki hafa öll umráð þeirra í höndum erlendra manna. Frá sjónarmiði almennings horfðu deilu- málin svona við: Menn vildu fá sjerstakan ráðgjafa inn á þingið, en engum rjettindum afsala. Menn vildu fá banka og síma, en ráða báðum sjálfir, að svo miklu leyti sem unt væri. Valtýingar neituðu því, að þeir vildu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.