Lögrétta - 01.01.1936, Side 13

Lögrétta - 01.01.1936, Side 13
29 LÖGRJETTA 30 höfðu tekið það ráð að stefna saman til Reykjavíkur bændum úr nálægum hjeruð- um, til þess að verja landið fyrir þeim voða, sem ráðherrann væri að stofna til með síma- lagningarkostnaðinum. Riðu hingað hópar bænda úr fimm sýslum á ákveðnum degi og komu saman í Bárubúð snemma dags. Vakti þetta athygli í bænum. Jeg mætti um morg- uninn presti einum úr nágrenninu, kunningja mínum, á götu og spurði hann, hvað til stæði. Það skalt þú nú bráðum fá að sjá, sagði hann, var hátalaður og hafði hnefa á lofti. Á Bárubúðarfundinum voru samþyktar svohljóðandi tillögur: 1. Bændafundurinn í Reykjavík skorar alvarlega á alþingi að af- stýra þeim stjórnarfarslega voða, sem sjálf- stjórn hinnar íslenzku þjóðar stendur af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skip- unarbréf Islandsráðherrans. — 2. Bænda- fundurinn í Reykjavík skorar á alþingi mjög alvarlega, að hafna algerlega ritsímasamn- ingi þeim, sem ráðherra íslands gerði síð- astliðið haust við Stóra norræna ritsíma- fjelagið. Jafnframt skorar saorar fundurinn á þing og stjórn, að sinna tilboðum loft- skeytafjelaga um loftskeytasamband milli Islands og útlanda og innan lands, eða fresta málinu að öðrum kosti, því að skaðlausu, og láta rjúfa þing og efna til nýrra kosn- inga. Fimm manna nei'nd var kosin til þess að færa ráðherranum áskorunina og var sjera Jens Pálsson prófastur í Görðum framsögu- maður hennar. Kl. þrjú um daginn hafði ráðherra lofað að veita nefndinni viðtal í stjórnarráðinu. Aðrar nefndir voru kosnar fyrir hverja sýslu, sem fulltrúa átti á Bænda- fundinum úr stjórnarfloknum, og skyldu þær skora á þingmennina, að leggja niður þingmensku. Þeir þingmenn, sem þessar áskoranir fengu, voru: Magnús Stephensen, sem nú var þingmaður Rangæinga, sjera Eggert Pálsson á Breiðabólstað, Hannes Þor- steinsson ritstjóri, Þórhallur Bjarnarson lector og sjera Magnús Andrjesson prófast- ur á Gilsbakka. Magnús Stephensen neitaði nefndinni um viðtal, og hinir svöruðu allir neitandi. En áður nefndin færi á fund ráðherra söfnuðust aðkomumennirnir saman á Lækj- artorgi og slógust í hóp þeirra. margir stjórn- arandstæðingar úr bænum og f jöldi unglinga þyrptist þar að, eins og gengur við slík tækifæri. Var Lækjartorgið fult af fólki og eins Bankastræti upp með Stjórnarráðsblett- inum. Mörg hnýfilyrði voru hrópuð til nefnd- armannanna, er þeir gengu hægt og hátíð- lega upp veginn gegnum Stjórnarráðsblett- inn, því nú var sú fregn komin út um allan bæ, að erindi hennar væri, að heimta af ráð- herranum, að hann viki úr völdum. Nefndin kom brátt aftur með neitandi svar. Var þá hrópað á torginu: Niður með ráðherrann! Niður með þá stjórn, sem ekki virðir þjóðar- viljann! Var það merkur stórbóndi úr Rang- árvallasýslu, sem valinn hafði verið til þess að mæla þessi orð og hefja hrópin. Siðan hjeit allur hópurinn inn á Austurvöll og þar skýrði sjera Jens Pálsson nánar frá svari ráðherrans. Mannfjöldi var mikill á vellin- um. Þar voru fluttar nokkrar stuttar ræður og hrópað: Niður með stjórnina! Síðan hjelt fjöldi manna að þinghúsinu með ópum, fylti götuna framan við það, fordyrið og stigana upp að þingsölunum. Þeir, sem fremstir fóru, voru með steytta hnefa og æptu, að rjett væri að draga alla föðurlandssvikar- ana út og hirta þá. Lögregluþjónar voru hjer þá fáir og rjeðu ekki við neitt. Samt var ekki brotist inn í þingsalina og hugir manna sefuðust smátt og smátt. Niðri á vellinum var sunginn Islendingabragur Jóns Ólafssonar og var margtekið erindið: En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja og flýja’ í lið með níðinga fans, sem af útlendum upp- hefð sjer sníkja, eru svívirða ’og pest föð- urlands o. s. frv. Virtist aldraður prestur af Suðurlandi einkum vera þar forsöngvar- inn og sló hann taktinn með göngustaf sín- um. Stóðu þessi læti yfir langa stund, en hljóðnuðu svo, og mannfjöldinn hvarf frá þinghúsinu. Um kvöldið var bændaliðinu boðið til kaffidrykkju í Bárubúð og voru þar einnig margir bæjarmenn og þingmenn úr flokki stjórnarandstæðipga, er fluttu þar ræður, svo sem dr. Valtýr. Isafold þakkaði bændum suðurreiðina, sem hún nefndi svo, en stjórnarblöðin ámæltu þeim harðlega og sögðu, að þeir hefðu verið gintir eins og þursar. Töldu þau Björn Jóns-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.