Lögrétta - 01.01.1936, Síða 20

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 20
43 LÖGRJETTA 44 því, sem frekast er unt. Þingrof vegna nefnd- arskipunarinnar telur hann óþarft vegna þess, að hún eigi engan bindandi samning að gera og tillögur hennar eigi síðar að berast undir atkvæði þjóðarinnar. V. Síðast í júlí um sumarið kom Friðrik VIII. hingað með fylgdarliði sínu, og var það f jöldi manna, ríkisþingsmenn og margt annað merkra manna. Hátíðahöldin við móttökuna voru svo margþætt og umfangsmikil, að ekkert var hjer til samanburðar frá fyrri tíð- um annað en þjóðhátíðin 1874, og sögðu þó margir, sem hana mundu, að þessi hátíða- höld tækju henni mikið fram. Hannes Haf- stein var auðvitað sá maðurinn, sem mestu rjeði um alt þetta. En auk hans hafði verið kosin sjö manna nefnd til þess að standa fyrir móttökunni og var Tryggvi Gunnars- son bankastjóri formaður hennar, en í henni voru menn úr báðum aðalflokkum þingsins. Bar ekki á neinum flokkaríg þann tíma, sem á konungsheimsókninni stóð. Þjóðræðismenn og landvarnarmenn tóku þátt í öllum veizl- um og hátíðahöldum alveg til jafns við stjórn- armenn. Höfðu ýmsir menn í fylgdarliði konungs orð á því, að þeir hefðu ekki búist við svo hlýjum viðtökum og einróma hjá öll- um almenningi eins og þeim fanst lýsa sjer ótvíræðlega, þegar þeir litu yfir mannfjöld- ann á Austurvelli og í öllum götum þar í kring, er konungur kom fram á svalir alþing- ishússins, að móttökuhátíðinni þar lokinni, og heilsaði þaðan mannfjöldanum. Hátíðahöldin voru f jölmenn, bæði í Reykja- vík og á Þingvöllum, því þau voru sótt úr flestum eða öllum hjeruðum landsins. Þurfti til ferðarinnar frá Þingvöllum að Geysi og svo niður um lágsveitirnar sunnanlands fjölda hesta, því vegir voru þá þannig, að ekki varð vögnum við komið nema á nokkr- um köflum leiðarinnar, svo sem til Þingvalla og á heimleiðinni aftur frá Þjórsárbrú og yfir Hellisheiði. Bílar voru hjer þá ekki til, en ljettir hestvagnar með tveggja manna sæt- um, auk ökumannssætis, höfðu margir verið keyptir handa útlendingunum, sem voru því óvanir að ferðast á hestum. Urðu þó allir að fara ríðandi langar leiðir. Öðru hvoru mættu konungsfylgdinni hópar ríðandi bænda af Suðurláglendinu og slógust í förina. Á Þing- völlum og við Geysi höfðu hús verið reist handa konunginum og á Þingvöllum stór skáli handa fylgdarliði hans. Annars lágu menn í tjöldum, sem flutt voru milli áfanga- staða. Heill hópur matreiðslukvenna var fyrir á hverjum áfangastað og hafði undirbúið þar veitingar í stórum tjaldbúðum. Mörgum þótti för þessi hin skemtilegasta, ekki síður kon- ungi og þeim, sem með honum komu, en Is- lendingum. Þótt útlendingunum sumum fær- ist stundum óhöndulega að stjórna hestum sínum, varð aldrei slys að því, en oft vakti það glens og kæti. Flestum útlendingunum var slíkt ferðalag nýnæmi, bæði Dönum og þeim, sem komnir voru frá öðrum nálægum löndum til þess að sjá, hvað fram færi, því til þess að verða þátttakandi í einhverju slíku, hefðu menn orðið að fara í aðrar heimsálfur. Konungur sagði, að allir konung- ar og keisarar Evrópu mundu öfunda sig af þessari för, ef þeir gætu gert sjer hugmynd um, hvernig hún hefði verið. Veður var altaf hið bezta, heiður himin og sólskin yfir landinu frá morgni til kvölds alla þá daga, sem ferðin stóð yfir. Var því víðsýnt af fjöllum og hæðum yfir landið, og hafði einhver af dönsku gestunum sagt, að hann hefði ekki vitað fyr, að Danmörk væri svona stór, og hafði stungið upp á því, að landið væri skírt um, með því að nafn þess gæfi rangar hugmyndir um það og ljeti illa í eyrum. Vildi hann kalla það Norður-Dan- mörk. Ekkert mun hann hafa rent grun í það, hve þessi, að ýmsu leyti rjetta og frá hans hálfu saklausa athugasemd, Ijet illa í eyrum margra Islendinga. Annars voru ágreiningsmál Islendinga og Dana ekkert rædd meðan á ferðinni stóð. Menn hugsuðu um það eitt, að skemta sjer sem bezt. Það var verið að sýna konungi og hinum dönsku höfðingjum landið og fólkið heima hjá sjer. I Þingvallaveizlunum 1930 sat jeg hvað eftir annað hjá dönskum manni, sem verið hafði í förinni 1907. Var fjölmenni miklu meira á Þingvöllum 1930 og allur viðbúnað- ur miklu fullkomnari en verið hafði fyrir 23 árum. En þessi maður vildi varla um annað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.