Lögrétta - 01.01.1936, Side 21
45
LÖGRJETTA
46
tala en það, hve ferðalagið hjerna 1907 hefði
verið skemtilegt.
Síðasti áfangastaðurinn var á Kolviðar-
hóli, og þar var það sem konungur mintist
í ræðu á ríki sín tvö og gerði samanburð á
þeim. En ekkert veit jeg, hvort það er sann-
leikur eða ekki, sem þá flaug um, að I. C.
Christensen forsætisráðherra hefði á eftir
tekið hann á eintal og mint hann á, að ein-
mitt þetta væri hið óútkljáða deilumál milli
landanna.
Eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík að
landferðinni lokinni, sem eitt var í stöðug-
um veizluhöldum, hjelt konungur og fylgdar-
lið hans á skipum sínum norður um land.
Fylgdi ráðherra fslands honum alt til þess,
er hann lagði frá landi á Seyðisfirði. Var
almenn ánægja yfir því hjer á landi, hve
konungsmóttakan hefði vel tekist, og smá-
vegis aðfinslur í blöðum stjórnarandstæðinga
eftir á um óþarfa eyðslusemi og íburð fengu
enga áheyrn. í einhverju danska blaðinu
var förin kölluð „Bakkustoget mod Nord“,
og í öðru man jeg eftir grein frá einhverjum,
sem ekki var það ljóst, að fjárhagur Dan-
merkur og íslands væri með öllu aðskilinn,
og skaut hann því að dönskum bændum, að
þeir ættu nú að þramma á trjeskóm sínum
til tollheimtumanna sinna með aukna skatta
til þess að ráðherrafrúin á íslandi gæti geng-
ið á gullskóm.
En nú stóð Hannes Hafstein á hátindi
frægðar sinnar og álits.
Sambandslaganefndin, sem konungur hafði
skipað, eins og til stóð, meðan hann dvaldi í
Reykjavík, fór til Kaupmannahafnar í
febrúar 1908 og sat þar að störfum fram í
maí. Hannes Hafstein hafði ætlast til þess,
að í nefndinni sætu 3 menn úr stjórnar-
flokknum, 2 úr sjálfstæðisflokknum og 1 úr
landvarnarflokknum, en hann var sjálfkjör-
inn. Landvarnarflokkurinn átti aðeins einn
mann á þingi, Sigurð prófast Jensson í Flat-
ey. En nú vildi flokkurinn fá að hafa bræðra-
skifti, setja formann sinn, Jón Jensson yfir-
dómara, í nefndina, en með því að hann átti
nú ekki sæti á þingi, en nefndin átti að vera
skipuð alþingismönnum og ríkisþingsmönn-
um, fjekst þetta ekki, og vildu þá landvarn-
armenn engan nefna til í nefndina. Stjórnar-
flokkurinn bauð þá sjálfstæðismönnum, að
nefna til þrjá fulltrúa, en tók það fram, að
hann gerði ráð fyrir, að þeir dr. Valtýr og
Skúli Thoroddsen yrðu báðir fyrir valinu. En
dr. Valtýr vildi ekki taka sæti í nefndinni og
bar því við, að hann væri danskur embættis-
maður. Þessir urðu í nefndinm úr stjórnar-
flokknum: Jón Magnússon, Lárus H. Bjarna-
son og Steingrímur Jónsson sýslumaður. En
úr sjáifstæðisflokknum: Skúli Thoroddsen,
Jóhannes Jóhannesson sýslumaður og Stefán
Stefánsson skólameistari. Frá Dana hálfu
sátu 12 menn í nefndinni, auk forsætisráð-
herrans, I. C. Christensen, sem var sjálf-
kjörinn, eins og ráðherra Islands. Meðal
þeirra voru lögfræðingarnir Matzen og Goos.
Ritarar nefndarinnar voru þeir Knud Berlin,
sem síðar varð hjer alkunnur maður, og
Magnús Jónsson, síðar ráðherra hjer og laga-
prófessor. Hjer er enginn tími til þess að
minnast á skjöl þau, sem fram komu í nefnd-
inni frá beggja hálfu, enda eru þau prentuð
í sjerstöku riti og öllum aðgengileg.
Hjer heima biðu menn með óþreyju og eftir-
væntingu allra fregna frá Kaupmannahöfn. —
Snemma í maí kom loks fregn um, að samn-
ingar hefðu tekist. Jón Magnússon símaði
Lögrjettu, að árangurinn væri góður, og dr.
Valtýr símaði Isafold, að samkomulagið væri
í samræmi við Þingvallafundinn 1907. Þess-
ar fregnir flugu um og voru í hvers manns
munni. En svo kom skeyti til landvarnar-
blaðsins Ingólfs og sagði, að Skúli Thorodd-
sen hefði gert ágreiningsatkvæði og að upp-
kastið væri með öllu óaðgengilegt. I nokkra
daga vissu menn ekki, hverju trúa skyldi.
En þá kom skilaboð til allra blaða í bæn-
um úr stjórnarráðinu og var sagt, að upp-
kastið hefði verið símað þangað í heilu lagi
og orðrjett, og gætu blöðin fengið að sjá
það þar og taka afrit af því. Björn Jóns-
son hringdi þá til mín og spurði, hvort jeg
gæti ekki fengið skeytið ljeð í stjórnarráð-
inu og sýnt sjer það. Svo mætti kalla á
blaðamennina og allir gætu skrifað það af
í einu, en einn læsi fyrir. Jeg fjekk skeytið
og þetta gekk alt vel. Var glatt á hjalla
meðan á þessu stóð og Björn var hinn
kátasti.
Sambandslagauppkastið er svo merkilegt