Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 25

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 25
53 LÖGRJETTA 54 en hann neitaði, sat áfram á Isafirði og rak þar verzlun, gaf blað sitt þar út og var annar þingmaður kjördæmisins. Rjeði hann lengi mestu um öll mál þar vestra. Eftir að hann hafði unnið málið út af afsetning- unni, veitti alþingi honum á fjárlögunum 5000 kr. til uppbótar fyrir embættismissinn. En svo var kappið mikið út af þessum mál- um á báða bóga, að ísafold lagði það til, að fjárlögunum yrði vegna þessa synjað staðfestingar. Lárus H. Bjarnason var í fyrstu settur til þess að gegna embættinu og fylgja fram afsetningarmáli Skúla, og varð svo skörp viðureignin þeirra í milli að um ekkert mál var jafnmikið talað hjer á iandi á þeim árum. Síðan fjekk Hannes Hafstein embættið og fjellu þá allar deilur niður, þar til Hannes gaf sig fram í barátt- una um Valtýskuna um aldamótin móti Skúla, eins og fyr segir. Skúli hafði undir eins gengið til fylgis við stefnu dr. Valtýs og varð einn af máttarstólpum hennar. Stóðu þeir þá hlið við hlið í baráttunni gömlu and- stæðingarnir, Björn og Skúli, og Skúli var nú einn helsti máttarstólpi stjórnarandstæð- inga á þingi. Hann var dugnaðarmaður og frjálslyndur og hafði beitt sjer fyrir ýms- um framfaramálum. Á síðari árum varð hann einrænn og ómannblendinn. En altaf voru áhrif hans mikil á alþingi. Hann keypti Bessastaði á Álftanesi um aldamótin og bjó þar um hríð, en síðan í Reykjavík. Hann andaðist 1916. Þegar Skúli kom heim frá Kaupmanna- höfn var honum tekið með kostum og kynj- um af landvarnarmönnum hjer heima. En hann fór skömmu eftir heimkomuna vestur á Isafjörð, sat þar alt sumarið og hafði sig lítt í frammi í deilunum um frumvarpið utan kjördæmis síns. En þær deilur mögn- uðust meir og meir, er frá leið. Kosningar voru ákveðnar í september, svo að ekki var langur tími til stefnu. En því ákafar var nú róðurinn sóttur, einkum af andstæðingum frumvarpsins. Hinir, sem vörnum hjeldu uppi fyrir það, hjeldu lengi sigurvonum sín- um. Þeim fanst frumvarpið bjóða svo mikið fram yfir það, sem skamtað hafði verið með stöðulögunum og hinni gildandi stjórnar- skrá, að ekki gæti hjá því farið, að almenn- ingur sæi yfirburði þess. Og hinn gamli landvarnarforingi, Jón Jensson, var flestum öðrum einbeittari í því, að halda fram kost- um frumvarpsins, og skrifaði nú manna mest um málið. Hannes Hafstein lagði á stað, fór víða um land og hjelt fundi til þess að ræða um sambandslagauppkastið. Hann varð þess víða var, að kenningarnar um það, að breyta mætti ýmsu í frumvarpinu til batnaðar höfðu náð eyrum manna. En víðast hvar hafði hann meiri hluta með frumvarpinu á fundum þeim, sem hann hjelt. En andstæðingaflokkurinn fór nú hamför- um. Sambandslaganefndin átti nú ekki leng- ur, eins og í upphafi, þakkir skilið fyrir starf sitt, og frumvarpið var ekki lengur verk, sem staðið gat til bóta með lagfær- ingum. Það varð að einskonar Gleipni, sem Danir ætluðu með undirferli að smeygja á þetta land, og Hannes Hafstein og nefndar- mennirnir, sem með honum stóðu, urðu að flugumönnum, sem áttu að koma þessum heljarfjötri á þjóð sína. Danska mamma hafði gefið þeim vel að borða og verið góð við þá, til þess að þeir yrðu góðu börnin og þögguðu niður í heimtufreku keipakrökk- unum hjer heima. Þessi saga og aðrar slík- ar komu fram í mörgum útgáfum, útmálað- ar með óteljandi litum. Hannes Hafstein og nefndarmennirnir voru með öðrum orðúm föðurlandssvikarar, allir nema Skúli. Danska mamma hafði með öllum sínum blíðmælum engan bilbug unnið á honum. Það heyrist oft, að tónninn í blöðunum okkar sje verri nú en nokkru sinni áður. Jeg ætla að draga fram eitt dæmi frá þessum tíma, sem sýnir, að menn spýttu mórauðu þá eins og nú. Sjera Matthías Jochumsson hafði skrifað með- mælagrein um frumvarpið í blað á Akureyri. Henni var svarað í einu af blöðum frum- varpsandstæðinga, sem reyndar var svæsn- ast þeirra allra. Höfundur greinarinnar er þar kallaður: manntetur, einfeldningur, af- glapi, leirskáld og fleira af því tægi, og tal- inn með níðingum lands og þjóðar. Þannig var hann titlaður, mesti listamaður þjóðar- innar á þeim tímum, þá kominn töluvert á áttræðis aldur. Blekkingarnar um falsanir nefndarinnar á hinum íslenzka taxta frum- varpsins, fláræði dönsku nefndarmannanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.