Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 27

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 27
LÖGRJETTA 58 57 Gunnar Ólafsson kaupmaður feldi frumvarps- mann í Vestur-Skaftafellssýslu. Þetta var mikið hrun í flokki heimastjórnarmanna. Voru 24 menn kosnir af frumvarpsandstæð- ingum, en aðeins 10 frumvarpsmenn. Þeir voru þessir: Hannes Hafstein og Stefán í Fagraskógi í Eyjaf jarðarsýslu, Pjetur á Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu, Jóhann- es Jóhannesson í Norður-Múlasýslu og á Seyðisfirði dr. Valtýr Guðmundsson, sem nú fylgdi sambandslagafrumvarpinu og var skilinn við sinn gamla flokk; Jón í Múla og Jón Ólafsson í Suður-Múlasýslu, sjera Eggert Pálsson og Einar á Geldingalæk í Rangár- vallasýslu og Jón Magnússon í Vestmanna- eyjum. — Þá tvo nefndarmennina, sem falln- ir voru, Lárus H. Bjarnason og Stefán skóla- meistara, setti Hannes inn í konungkjörnu sætin á þingi. Steingrímur Jónsson var áður konungkjörinn. Als hafði Hannes þá eftir koningarnar 16 þingsæti móti 24. Sjálfstæðismenn bárust mikið á eftir þennan stóra kosningasigur, og töldu heima- stjórnarmenn ekki geta átt framar neina uppreisnar von. Það kvað við hjá þeim, að svo skyldi verða frá heimastjórnarmönnum gengið, að ekki yrðu þeir framar kosnir í hreppsnefnd nokkurstaðar á landinu, hvað þá heldur meira. Hannes Hafstein sagði ekki af sjer, þrátt fyrir kosningaósigurinn, og sat fram til þings, en það kom saman um miðjan febrúar 1909. Var oft verið að ala á því í blöðum frumvarpsandstæðinga, einkum ísafold, að hann ætti að víkja. Um þetta var kveðið: Hannes situr, Hannes situr, heldur sjer í frumvarpsslitur, um hann gustar goluþytur, goðið samt á stalli þreyr. Óvinir þá í hann narta, er honum skift í þrenna parta, einn skal hæst á hástól skarta, hitt eru bara dónar tveir. Hvenær ferðu? æpir Isa, aðrir fiskar segja: Heyr. Anzar Hannes: Aldrei meir! Þegar þing kom saman, lagði Hannes fram fjölda frumvarpa, þar á meðal sambands- lagafrumvarpið og stjórnarskrárfrumvarp, sniðið eftir því, með mörgum breytingum frá gildandi stjórnarskrá, fjárlög, sem ráðgerðu ýmsar framkvæmdir, sem fyrir honum vöktu, frumvörp um stofnun háskóla, um almennan ellistyrk, um fiskimat, um vátryggingarf jelag fiskiskipa, um meðferð skóga, um byggingar- sjóð opinberra bygginga o. fl. Það leit helst svo út af öllum undirbúningi hans undir þing- ið, að hann hugsaði sjer að sitja áfram. Hann lýsti því yfir, að hann viki aðeins fyrir van- traustsyfirlýsingu, og ef þingið ætlaðist til stjórnarskifta, skyldi það sem fyrst búa sig undir að koma henni fram. Vantraustsyfir- lýsingin var samþykt, og eftir nokkrar við- sjár innan meirihluta flokksins var bent á Björn Jónsson sem ráðherraefni. Höfðu fjór- ir menn komið til greina við fyrstu atkvæða- greiðslu. Fjekk Björn 9 atkv., Skúli 6, Krist- ján Jónsson 6 og Hannes Þorsteinsson 3. En Kristján bað sig undanþeginn og f jekk Björn þá 15 atkv., Skúli 8 og Hannes 1. Konungur kvaddi forseta þingsins á fund sinn áður en hann rjeði af, hverjum hann fæli ráðherra- stöðuna, en forsetar voru: Björn í samein- uðu þingi, Kristján Jónsson í efri og Hannes Þorsteinsson í neðri deild. Þeir fóru utan og varð Björn fyrir valinu, eins og þingið hafði ætlast til. Skúli Thoroddsen varð þá forseti sameinaðs þings. 1 Kaupmannahöfn áttu forsetarnir tal bæði við konung og forsætisráðherra Dana, sem nú var N. Neergaard, einn af sam- bandslaganefndarmönnunum, en I. C. Christ- ensen hafði sagt af sjer vegna Albertimál- anna, sem vakið höfðu mikið hneyksli í Danmörku. Neergaard birti í Ritzeau-skeyti skýrslu um viðtal sitt við forsetana. Þar segir: Alþingisforsetarnir þrír settu fyrst fram kröfur sínar, þ. e. meiri hluta alþingis, í stuttu máli, en í höfuðatriðunum er þar farið fram á persónusamband við Danmörku, og lýsti forsætisráðherra því yfir, að stjórn- in (danska) hlyti að telja þá málaskipun öldungis ófáanlega. Síðan voru nánar rædd einstök atriði í nefndaruppkastinu og ljetu hinir íslenzku stjórnmálamenn uppi þær mótbárur, er þeir hefðu fram að færa gegn þeim, ef svo færi, að hugsað væri um frek- ari samninga á þeim grundvelli, þ. e. innan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.