Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 30

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 30
63 LÖGRJETTA 64 Jeg man ekki til þess að nokkur stjórnar- athöfn hjer hafi vakið eins almenna æsingu og almennan mótblástur eins og þessi. Menn- irnir voru allir svo „valinkunnir sæmdar- menn“, eins og Björn Jónsson sjálfur nefndi gæzlustjórana nokkru síðar í Isafold, að fáir eða engir gátu látið sjer skiljast, að þeir hefðu framið nokkurn þann verknað í bank- anum, sem rjettlætt gæti slíkar aðfarir. Hannes Hafstein hafði lítið sint þeim ádeil- um, sem átt höfðu sjer stað á stjórnina alt til þessa. Hann var orðinn bankastjóri í Is- landsbanka. En nú reis hann upp með mikilli gremju. Hann boðaði ýmsa menn á leyni- fundi kvöld eftir kvöld til þess að ræða um þetta mál. Hafði jeg aldrei heyrt hann kveða eins hart að orði og hann gerði á þessum fundum. Þar var enginn fundarstjóri og menn töluðust við í sætum sínum. Voru á þessum samtalsfundum ýmsir menn, einkum úr hópi kaupmanna og atvinnurekenda, sem áður höfðu verið taldir fylgismenn ráðherra, og þeir voru engu vægari í dómum en hinir um þessar tiltektir. Tveir af þessum fundum voru haldnir í stofum lagaskólans, sem þá var í Þingholtsstræti, en einn heima hjá kaup- manni, sem áður var talinn í Sjálfstæðis- flokknum. Svo var boðað til almenns borg- arafundar á Lækjartorgi 28. nóvember. Áður höfðu verið send út um bæinn áskriftarskjöl og skrifaði fjöldi manna þar undir mótmæli gegn afsetningu bankastjóranna. Knútur Zimsen verkfræðingur, þá bæjarfulltrúi, síðar borgarstjóri, tók að sjer að flytja ræðu á fundinum og bera fram tillögu til samþykt- ar. Veður var hið bezta og mannf jöldi var þarna saman kominn margfalt meiri en verið hafði á Bændafundinum fyrir rúmum fjór- um árum. Knútur Zimsen flutti hvassa ræðu. Hann sagði m. a. að ráðherra hefði rekið forstjóra bankans frá embættum með háð- ung og smán og látið festa upp á strætum hjer og síma út um allan heim tilkynningu um þessa stjórnarráðstöfun. Svo svaraði hann ásökunum þeim, sem fram höfðu kom- ið opinberlega til rjettlætingar burtrekstrin- um og taldi þær meira eða minna mark- lausar. En árangur af þessum tiltektum væri þegar orðinn sá, að vaxtabrjef bankans væru nú dæmd verðlaus í Danmörku og neitað hefði verið að standa við samninga um kaup á þeim fyrir nálægt ^ miljón króna, en Landmandsbankinn danski, sem var við- skiftabanki Landsbankans, hefði krafist þess, að mega senda mann hingað til þess að rann- saka hag bankans. Að ræðunni lokinni bar hann fram svohljóðandi fundarályktun: Fundurinn mótmælir aðförum Björns Jóns- sonar ráðherra gagnvart Landsbankanum og landsbankastjórninni; telur atferli hans ófyr- irleitna misbeiting á valdi inn á við, óþolandi lítilsvirðingu á sæmd og hagsmunum Islands út á við, og talandi vott um það, að honum sje ekki trúandi fyrir því embætti, sem hann hefur á hendi. — Þess vegna krefst fundur- inn þess, að hann leggi þegar niður ráð- herraembættið.“ Fundarályktunin var samþykt með al- mennu lófaklappi og samsinningarópum. Engum andmælum var hreyft og leit helst svo út sem stjórnin væri með öllu fylgislaus í bænum í þessu máli. Knútur Zimsen bað mannf jöldann að ganga samstundis suður að bústað ráðherrans í Tjarnargötu og Jón alþm. frá Múla að flytja honum þar fundarálykt- unina. En á tröppunum fyrir framan ráð- herrahúsið stóðu allir lögregluþjónar bæjar- ins og nokkrir menn að auki. Jón í Múla kallaði til lögregluþjónanna og kvaðst vera kominn þar í umboði f jölmenns borgarafund- ar og væri það aðeins erindi sitt, að flytja ráðherra samþykt fundarins. Var honum þá tilkynt að honum einum yrði hleypt inn, en engum öðrum. Hann kvaðst eiga að flytja fundarályktunina í heyranda hljóði og vildi fá að lesa hana upp á tröppum hússins, en lögreglumennirnir kváðu það vera bannað. Las hann þá fundarályktunina upp á götunni fyrir framan húsið. En inni hjá ráðherra sat fult hús vina og fylgismanna. Kom ráðherra nú út á svalir hússins og talaði þaðan nokk- ur orð til mannfjöldans, þakkaði heimsókn- ina og ljet sem hann liti svo á, að mannf jöld- inn væri kominn til þess að hylla sig. Var þá hrópað: Niður með ráðherrann! og þau hróp margendurtekin. Stóð langa stund á þessu öllu saman, en síðan tvístraðist mann- fjöldinn. Ráðherra tók ekkert tillit til áskor- unar borgarafundarins. Við stjórn bankans höfðu þeir tekið Björn J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.