Lögrétta - 01.01.1936, Page 31
65
LÖGRJETTA
66
Kristjánsson og Björn Sigurðsson. Kristján
Jónsson krafðist þess litlu síðar, að hann
yrði settur inn í starf sitt sem gæzlustjóri
með fógetaúrskurði, og gerði Jón Magnússon
það, sem þá var orðinn hjer bæjarfógeti,
kvað upp úrskurð um það, að ráðherra hefði
ekki vald til þess, að reka hina þingkjörnu
gæzlustjóra frá bankanum. Þeim úrskurði var
áfrýjað, en hann staðfestur með einróma at-
kvæðum yfirdómsins.
Nú snerist alt um það næsta sprettinn, að
heimta aukaþing kvatt saman næsta sumar
vegna bankamálsins. Úti um land voru víða
fundir haldnir og þar samþyktar kröfur um
aukaþing, eins í kjördæmum ýmsra þing-
manna sjálfstæðisflokksins. Loks afhentu
forsetar beggja þingdeildanna, Kristján Jóns-
son og Hannes Þorsteinsson, báðir flokks-
menn ráðherra frá síðasta þingi, honum
áskoranir um aukaþinghald undirskrifaðar af
21 þingmanni. Voru það stjórnarandstæðing-
ar frá síðasta þingi, 15 að tölu, en auk þeirra:
Kristján Jónsson, Hannes Þorsteinsson, Jón
á Hvammá, Olafur Briem, Jósef Björnsson
og Jón á Haukagili. Skúli Thoroddsen og Sig-
urður Sigurðsson búfræðingur, annar þing-
maður Árnesinga, lýstu einnig yfir, að þeir
væru samþykkir aukaþinghaldi, þótt þeir
væru ekki undir áskoruninni. En ráðherra
neitaði að kalla saman aukaþing og varð því
málið að bíða reglulegs þings 1911.
Blaðarifrildið var ákaft, og þó var það
ísafold ein, sem talaði stjórnarinnar máli í
blaðadeilunni. Var nú Ólafur Björnsson, son-
ur Björns ráðherra, ritstjóri hennar. Jeg
sagði það áður, að Lögrjetta hefði upphaf-
lega verið prúðust allra blaða í stjórnmála-
deilunum. Það var meðan hún var stjórnar-
blað. En eftir að hún komst í andstöðu við
stjórnina get jeg ekki sagt að svo hafi verið.
Hún var oft illvíg í garð Björns Jónssonar
meðan hann var ráðherra, og eftir að banka-
málið kom á dagskrá gripu margir pennann
og rjeðust hlífðarlaust á hann. Jeg kom oft
til Klemenzar Jónssonar landritara í stjórn-
arráðinu. Hann var Birni mjög andstæður í
skoðunum í flestum eða öllum málum, þótt
hann ynni nú með honum í stjórnarráðinu og
gengi honum þar næstur að völdum. En Lög-
rjetta var hans blað, og það, sem hann skrif-
aði, birti hann í henni. Hann sagði mjer ýmis-
legt, sem stjórninni kom ekki sem bezt, að
opinberað yrði. En til þess að dylja, hvaðan
það væri fengið, ljet jeg það oft í Reykja-
víkina, hjá Jóni Ólafssyni, og kom það þá
fyrst þar fram, en var síðan tekið upp í Lög-
rjettu. Einu sinni sagði Klemenz mjer, að
hann hefði fengið strangar ákúrur frá hálfu
ráðherra og hans manna fyrir það, að jeg
fengi upplýsingar, sem hlytu að vera frá hon-
um, og þótti það óþarft, að ritstjóri andstöðu-
blaðs stjórnarinnar væri svo oft á randi inn
til hans þar í stjórnarráðinu. En Klemenz
gat þá bent á, að margt af því, sem um var
talað, hefði komið fyrst í Reykjavíkinni, en
við hana hefði hann aldrei haft nein sam-
bönd. Skipaðist hann ekkert við áminning-
una, og skrifaði stundum sjálfur árásar-
greinar á stjórnina í Lögrjettu.
Svo gerðist það vorið 1910, að Björn Jóns-
son dembdi á Lögrjettu yfir 30 meiðyrða-
málum, álíka mörgum á Reykjavíkina og
mörgum, en þó nokkru færri, á Þjóðólf, en
Pjetur Zophoniasson var nú orðinn ritstjóri
hans. Hafði Hannes Þorsteinsson selt blaðið.
Við næstu þingkosningar fjell hann og dró
sig þá út úr afskiftum af almennum málum.
Hann hafði verið dugandi blaðamaður og
þingmaður, en úr þessu starfaði hann við
landsskjalasafnið og vann þar mikið og gott
verk sem fræðimaður, og mun starf hans
þar lengst halda minningu hans uppi.
Við þrír, sem meiðyrðastefnurnar höfðum
fengið, fórum svo á stað með málatilbúning
á hendur Isafold, eða ábyrgðarmanni hennar,
Ólafi Björnssyni. Þar næst kom hann með
mál á móti okkur fyrir meiðyrði um sig.
Var þá auðsjeð, að hallast mundi á okkur.
Fóru þá bankastjórarnir, sem við höfðum
verið að verja, allir á stað og stefndu ísa-
fold fyrir meiðyrði. Var nú sýnilegt, að
hennar sektir mundu verða langhæstar. Ekki
man jeg hvað málin urðu mörg alls, en þau
munu hafa skift hundruðum. Einar Arnórs-
son aðstoðaði mig í málaferlunum sem lög-
fræðingur, Lárus Bjarnason Jón Ólafsson,
og Bogi Brynjólfsson Pjetur Zophoniasson.
I öllum málunum var dæmt, en aðeins smá-
sektir, 10—15 kr. í flestum, að mig minnir.
Til gamans má geta þess, að dómararnir