Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 32

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 32
67 LÖGRJETTA 68 tveir, Kristján Jónsson og Halldór Daníels- son, áttu sína greinina hvor, sem stefnt var fyrir í Lögrjettu, nafnlausar eða með gervi- nöfnum, og var dæmt fyrir meiðyrði í báð- um. Hannes Hafstein hafði skrifað nokkrar greinar í Lögrjettu, 5 eða 6, að mig minnir, og voru sektir dæmdar fyrir þær allar. En greinar Klemensar Jónssonar sluppu við sektir. Sjálfur hafði jeg skrifað flestar af þeim greinum, sem stefnt var fyrir, en þær sluppu tiltölulega betur en ýmislegt af því, sem aðrir höfðu skrifað. Hæstar urðu sekt- ímar, að mig minnir, fyrir þrjár greinar í Lögrjettu. Átti jeg eina þeirra, Hannes Haf- stein aðra, en Halldór Hermannsson bóka- vörður í Washington þá þriðju. Eftir að Björn Jónsson var farinn frá völdum og Kristján Jónsson tekinn við, gekst Jón Magnússon bæjarfógeti fyrir því, að slegið var stryki yfir öll málaferlin. Hann kallaði okkur Ólaf Björnsson einu sinni til sín og stakk upp á því, að við allir, sem dæmdir höfðum verið, skrifuðum undir bón- arbréf til konungs um uppgjöf sektanna. Hafði hann fyrst talað um þetta við Ólaf einan. Síðan talaði hann við Pjetur Zophon- iasson, en jeg við Jón Ólafsson. Allir urðu þessari lausn fegnir, og Kristján Jónsson fór með skjalið til konungs eftir þing 1911 og kom aftur með uppgjöf allra sektanna. Ólafur Björnsson var besti maður í við- kynningu, síkátur og skemtilegur, og það var fjarri honum, að ala á óvildarhug til nokk- urs manns. En vorkunn var honum það, þótt Isafold væri illskeytin á þessum tímum, þar sem faðir hans stóð svo mjög fyrir skotum andstæðinganna. Annars var hann frábitinn illdeilum, en hlaut að sjá það, eins og við hinir, að hjá þeim varð ekki komist. Feginn verð jeg að þessu helvíti er nú lokið, að minsta kosti um tíma, sagði hann við mig einn morgun næstan eftir kosningar, þegar ísafold og Lögrjetta höfðu bitist sem fastast. Jeg var því líka feginn, og nú löbbuðum við fram og aftur um Austurstræti og töluðum um alt í mesta bróðerni. Haraldur Níelsson mætti okkur, stöðvaði okkur á götunni og dáðist mikið að því, að við skyldum geta verið svona sáttir eftir alt, sem á undan var gengið. Snemma á þinginu 1911 kom fram van- traustsyfirlýsing á Björn í báðum deildum frá fyrverandi flokksmönnum hans. Flutn- ingsmenn í efri deild voru: Ari Jónsson Arn- alds, Kristján Jónsson og sjera Sigurður Stefánsson, en í neðri deild Benedikt Sveins- son, Bjarni frá Vogi, Skúli Thoroddsen, Jón á Hvanná og Jón á Haukagili. Benedikt Sveinsson var formælandi vantraustsins. Hann lagði aðaláherzluna á það, að Björn hefði brugðist sjálfstæðismáli íslands og ekki komið svo fram í Danmörku, sem flokkur hans hefði ætlast til. Jón í Múla talaði af hálfu heimastjórnarflokksins og lýsti því yfir að hann væri vantraustsyfirlýsingunni samþykkur. Var hún samþykt í neðri deild með 16 atkv. gegn 8. Þeir þingmenn sjálf- stæðisflokksins, sem að vantraustsyfirlýsing- unni stóðu, voru nefndir sparkliðið. ísafold valdi þessum mönnum mörg óþvegin orð, kallaði þá m. a. valdafíkin og hálaunagráðug smámenni. Voru 10 menn í sparkliðinu, en 14 í þeim hópi, sem Birni fylgdi. Jón á Haukagili hafði sagt sig úr flokknum. Sama gerði Hannes Þorsteinsson litlu síðar, en Kristján Jónsson var rekinn úr flokknum, er hann tók við ráðherraembættinu eftir Björn. Var reipdráttur um það innan sjálf- stæðisflokksins, einkum innan sparkliðsins, hvor þeirra Kristján eða Skúli skyldi taka við embættinu, en Kristján varð fyrir val- inu með því að heimastjórnarmenn studdu hann. Fjölmennir kjósendafundir höfðu verið haldnir í Reykjavík skömmu fyrir þing og urðu fylgismenn stjómarinnar þar undir í öllum málum. En það var einkum banka- málið, sem feldi Björn Jónsson. Þingið skip- aði í það rannsóknarnefnd og hún átaldi gerðir hans harðlega, og þingið dæmdi frá- vikning gæzlustjóranna ólöglega. Björn var nú tekinn að eldast að heilsa hans þorrin jafnvel fremur en ætla mátti aldursins vegna. Ráðherratíð hans hafði verið stutt en stórviðrasöm. En þótt hann biði algerðan ósigur á þinginu 1911, átti hann samhug margra fyrir skörungsskap sinn og kjark í langvinnri baráttu og afburða dugnað og sjerkennilega ritlist í blaðamensku sinni. Hann var enn kosinn á þing í Barða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.