Lögrétta - 01.01.1936, Síða 38

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 38
79 LÖGRJETTA 80 einir 13 menn eftir í sambandsflokknum, en samt var hann fjölmennasti þingflokkurinn. Næstur honum var bændaflokkurinn með 12 þingmenn. Er þetta fyrsta flokksmyndun bænda á þingi og gengu í þennan nýja flokk allir bændur, sem þar áttu sæti. I heima- stjórnarflokknum urðu nú 8 þingmenn og í sjálfstæðisflokknum 5. Tveir voru utan flokka: Sigurður Eggerz og dr. Valtýr. Lárus H. Bjarnason hafði einkum haft forgönguna í því, að rjúfa sambandsflokk- inn og fá heimastjórnarmennina til þess að segja skilið við hann. Var fylgi hans við Hannes Hafstein nú lokið, og andstaða Lár- usar gegn honum magnaðist meir og meir eftir því sem á þingið leið. Margir menn í heimastjórnarflokknum höfðu lengi haft mik- ið álit á Lárusi, eins og vert var. En þar voru líka áhrifamenn, sem aldrei gátu felt sig við hann, og var það eitthvað í framkomu hans, fremur en skoðanaágreiningur, sem því olli. Er nú skemst af að segja, að Lárus gerði Hannesi alt til skapraunar á þessu þingi, sem hann mátti, og hafði til þess fylgi nokkurra gamalla heimastjórnarmanna. Þeir gáfu Hannesi það að sök, að hann hefði með sam- tökum við gamla andstæðinga gengið á snið við heimastjórnarflokkinn og ekki metið kosningasigur hans að verðleikum. Varð þessi andstaða gamalla flokksmanna gegn Hannesi ekki síst eftirtektar verð og óvinsæl af al- menningi vegna þess, að meðan á þingi stóð varð Hannes fyrir þeirri sorg, að missa konu sína, og tók hann sjer það svo nærri, að hann var varla mönnum sinnandi um tíma á eftir. En á þessum tíma voru áhugamál hans í þinginu feld, eitt eftir annað, með atfylgi Lárusar og hans manna. Lárus var þá formaður í heimastjórnarf je- laginu Fram og áleit fylgi sitt þar mikið. En þar urðu átökin eftir þingið. Lárus boðaði til fundar í nóvember og hafði haft mikinn viðbúnað til þess að fá þar sigur. Þetta varð úrslitafundur og allróstusamur. Sá, sem harð- ast gekk þar fram gegn Lárusi, var Eggert Claessen. Hann kom ekki fyr en fundarhúsið var troðfult og ætluðu dyraverðir Lárusar að varna honum inngöngu, en hann ljet hend- ur skifta og ruddist inn. Fleiri ryskingar áttu sjer stað á fundinum milli fylgismanna og andstæðinga Lárusar. Umræður urðu harðar og hlífðarlausar á báða bóga. En Lárus reyndi það, er til kom, að hann hafði mis- reiknað fylgi sitt í flokknum. Þar var sam- þykt svohljóðandi tillaga með miklum meiri hluta: Með því að fundurinn telur Hannes Hafstein færastan allra núlifandi íslendinga til ráðherrastöðunnar, lýsir hann megnri óá- nægju yfir tilraunum þeim, er gerðar voru á síðasta þingi af hálfu nokkurra heima- stjórnarmanna, þar á meðal þingmanns Reykvíkinga, til þess að veikja stöðu hans og bola honum úr sæti. Lárus varð nú að víkja úr formannssæt- inu í Fram og Eggert Claessen kom í hans stað. Við þingkosningar næsta vor bauð Lárus sig aftur fram í Reykjavík. Hafði hann eftir ósigurinn í Fram stofnað blað til fylgis sjer. En hann náði ekki kosningu og var þingmenska hans þar með á enda. Hann kom aldrei fram á stjórnmálasviðið eftir þetta. En þótt svo færi sem hjer hefur verið sagt, þá má þess minnast eigi síður, að hann hafði lengi barist þar hraustlega í fararbroddi þess flokks, sem hann fylgdi, og unnið honum margt gagn. Hann andaðist 1935. Á alþingi 1911 hafði verið samþykt frum- varp um breytingar á stjórnarskránni, eins og fyr er um getið. Nú var það mál aftur tekið upp á þinginu 1913, en þó ekki þannig, að frumvarpið frá 1911 væri samþykt á ný. 1 því hafði ákvæðið um uppburð íslenzkra mála í ríkisráðinu verið felt burt, og Krist- ján Jónsson hafði skýrt þinginu frá, að þess vegna mundi frumvarpið ekki ná staðfest- ingu. Áttu ummæli I. C. Christensen, sem jeg skýrði frá í síðasta erindi, við þetta, þar sem hann sagði, að íslendingar þyrftu ekki að hugsa til þess, að koma kröfum sínum fram um neinar krókaleiðir. Nú var það í hinu nýja frumvarpi lagt á konungs vald, hvar málin skyldu borin upp, og var öllum það ljóst, að hin gamla venja mundi haldast. 1 þessu stjórnarskrárfrumvarpi voru margar og miklar umbætur á eldri stjórnarskrá. Fyrst og fremst það, að konur fengu þar kosninga- rjett og kjörgengi til jafns við karlmenn. Voru það einkum tvær konur, sem barist höfðu hjer fyrir rjettindum kvenna: Þor- björg Sveinsdóttir, systir Benedikts Sveins-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.