Lögrétta - 01.01.1936, Síða 39

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 39
81 LÖGRJETTA 82 sonar sýslumanns, og Bríet Bjarnhjeðins- dóttir, sem lengi gaf út kvennablað og var formaður Kvennrjettindafjelags Islands. En fyrsta konan, sem sæti hlaut á alþingi, var Ingibjörg H. Bjarnason, forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík, systir Lárusar H. Bjarnason. Þá var og aldurstakmark kosningarjettarins fær úr 30 árum niður í 25 ár. En til þess að hin mikla fjölgun kjós- endanna, sem stafaði af þessu tvennu, skyldi ekki valda of miklum straumhvörfum alt í einu, var ákveðið, að breytingin skyldi kom- ast á smátt og smátt á 15 árum. Konungs- kosningar voru afnumdar, en í stað þeirra skyldu koma hlutfallskosningar um land alt á 6 þingmönnum til efri deildar og skyldu þeir kosnir til 12 ára, en helmingurinn fara frá eftir 6 ár og nýir koma í þeirra stað. Við landkjörið var kosningarrjettur bundinn við 35 ára aldur. Kjörtímabil þeirra þingmanna, sem í kjördæmum voru kosnir, var haft 6 ár. Ráðherrum mátti nú fjölga með einföld- um lögum, en tala þeirra var ekki ákveðin, og landritaraembættið skyldi lagt niður, er þeim yrði fjölgað. Tölu þingmanna skyldi mega breyta með einföldum lögum. Þá var og því ákvæði breytt, að fjárhagstímabilið þyrfti að vera tvö ár og leiðin opnuð til ár- legra þinghalda. 1 stjórnarskránni hafði áð- ur staðið, að hin evangelisk-lútherska kirkja skyldi vera þjóðkirkja á íslandi, en nú var því við bætt, að breyta mætti þessu með lögum og skyldu utanþjóðkirkjumenn ekki skyldir til þess, að greiða kirkjunni gjöld, en mættu eins greiða þau til háskóla íslands. — Þetta voru miklar breytingar. Stjórnar- skrárfrumvarpið var aftur samþykt á þingi 1914. En frá afdrifum þess í Danmörku verð- ur síðar sagt. Annað mál, sem lá fyrir þinginu 1913 og mesta athygli vakti, var fánamálið. Hjer á landi hafði lengi verið flaggað með ólöggiltu flaggi, hvítum fálka á bláum feldi. Það er sagt, að fálkamyndin í því flaggi hafi verið eftir Sigurð Guðmundsson málara og hafi flaggið fyrst verið notað á þjóðhátíð- inni 1874. En svo reis upp krafa um það, ein- hverntíma á árunum milli 1880 og 1890, að fá fálkann inn í skjaldamerki Islands í stað flatta þorsksins, sem lengi hafði verið þar. Hafði m. a. dr. Valtýr Guðmundsson ein- hvern tíma á æskuárum sínum haldið fyrir- lestur um þetta mál, sem til er prentaður, og Hannes Hafstein hafði kveðið háðbrag um skjaldarmerki Islands og segir þar m. a. að flatti þorskurinn eigi að kenna íslending- um, að „láta þá sterkari flá oss og fletja og fæða þá sterkari sjálfum oss á.“ En fálk- inn á bláa feldinum var orðinn alment flagg um alt land við hlið ríkisfánas danska, og á póstskipunum dönsku og íslenzkum fiski- skipum var hann oft uppi, en aldrei á þeim stað, sem ríkisfánanum var ætlaður. I frá- sögn alþingismanna af för þeirra til Dan- merkur 1906 er þess getið, að fálkaflaggið hafi alstaðar blakt við móttöku þeirra og á borðum í veizlusölunum. Jeg man aðeins eftir einu tilfelli þar sem óánægja kom fram frá Dana hálfu út af notkun fálkaflaggsins. Það var þegar Valhöll var vígð á Þingvöllum sumarið 1898. Þá stóð svo á, að Daniel Bruun kapteinn, sem á þeim árum fór hjer víða um land til þess að rannsaka fornmenjar, kom á Þingvöll með fylgdarmönnum sínum úr leiðangri um landið kvöldið áður en vígslu- hátíðin skyldi haldin, gisti þar og dvaldi þar frameftir næsta degi. Fjöldi manna var þá á Þingvöllum úr Reykjavík og nærsveitun- um. Höfðu þeir Tryggvi Gunnarsson og Bene- dikt Sveinsson staðið fyrir byggingunni og Benedikt hjelt vígsluræðuna. Við vígsluna var fálkaflaggið látið blakta yfir húsinu, en ekki dannebrog. Varð Bruun kapteinn svo reiður yfir þessu, að hann reið burt af Þing- völlum í fússi og tók ekki þátt í hátíðar- haldinu. Nú vildu margir fá íslenzkan fána, sem væri í samræmi við aðra fána Norðurlanda, krossflagg, eins og þau höfðu, og sögðu, að dýramyndir ættu ekki heima í flöggum, held- ur aðeins í skjaldarmerkjum. Stúdentafje- lagið í Reykjavík tók þetta mál að sjer og hjelt fram bláum feldi með hvítum krossi, og um þetta flagg er fánasöngur Einars Benediktssonar kveðinn. Voru þeir landvarn- armennirnir Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson ásamt fleirum forvígismenn þess- arar flagggerðar í stúdentafjelaginu. Guð- mundur Björnson skrifaði reyndar manna mest um þetta mál frá byrjun og hjelt einn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.