Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 40

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 40
83 LÖGRJETTA 84 ig fram þessari flagggerð. Þetta nýja flagg útrýmdi brátt fálkaflagginu og var notað um alt land. Frá því er sagt, að þegar Friðrik konungur VIII. fór hjer í kringum land sum- arið 1907, kom á móti honum í fagnaðar skyni á einum firðinum vestan lands fjöldi vjelbáta, og höfðu allir bláhvíta krossflaggið uppi. Hafði þá konungur sagt: Þetta hefði glatt hann Georg bróður minn. Georg bróðir hans var konungur Grikkja, og aðmírála- flaggið gríska var sagt að mestu leyti eins og þetta bláhvíta flagg, sem Islendingar vildu nú helga sjer. Einnig var sagt, að sjerflagg Kríteyinga væri mjög líkt þessu flaggi. Is- lenzkir glímumenn voru á íþróttamóti í Eng- landi sumarið 1908. Þeir sögðu eftir heim- komuna, að við yrðum að breyta flagggerð- inni. Menn hefðu vilst á þeirra flaggi og flaggi því, sem grískir íþróttamenn hefðu gengið undir á mótinu. Fór nú hjer sem oft vill verða, að smávægileg aukaatriði verða aðalatriði í deilum, og er lítt skiljanlegt, hve mikið hitamál varð hjer úr því, hvort við skyldum eftir sem áður halda bláhvíta kross- flagginu, eða breyta til og taka upp nýja gerð, þ. e. þrílita flaggið, sem nú er löggilt. Landvarnarmenn hjeldu bláhvíta fánanum fram af miklum móði, en meðal heimastjórn- armanna var nú í skopi farið að kalla hann Krítarfánann. Rjett fyrir þing 1913 kom fyrir atriði, sem varð þess valdandi, að kröfunni um löggilt- an íslenzkan fána óx mjög byr hjer á landi. Verzlunarmaður hjer í bænum, Einar Pjet- ursson, var í skemtiróðri úti á höfninni á litlum kappróðrarbáti og hafði bláhvíta fán- ann á stöng á afturstefni. Danska varðskipið Fálkinn lá á höfninni og sendi foringinn bát eftir Einari með boð um, að hann fyndi sig. Kvað foringinn það skyldu sína, að taka af honum flaggið, og sendi það til bæjar- fógeta, en Einar reri í land og kærði flagg- tökuna. Þetta frjettist skjótt um bæinn. Það var tilkynt með fregnmiðum, sem út voru sendir og festir upp á götuhornum. Hópur ungra manna fór um bæinn og skoraði á menn, að draga nú bláfánana upp á flaggstengur sínar. Tveir drengir urðu uppvísir að því, að hafa skorið á flaggstrengi hjá mönnum, sem höfðu Dannebrog uppi, og urðu að biðja fyrirgefn- ingar. Fjöldi báta kom út á höfnina, allir með bláfána. Foringinn kom í land og talaði bæði við bæjarfógeta og stjórnarráð. Hannes Hafstein var ekki heima; hann var á heim- leið frá Kaupmannahöfn. Fálkaforinginn hjelt því fram, að hann skyldi erindisbrjef sitt svo, að sjer væri skylt að skerast í leik- inn, er skip eða bátar sýndu annað flagg en ríkisfánann, þar sem honum væri ætlaður staður. Bátur foringjans lá við bæjarbryggj- una, og þegar hann kom úr stjórnarráðinu, var bryggjan þakin bláfánum, sem breiddir voru yfir hana svo þjett, að varla varð gengið niður eftir henni án þess að stigið væri ofan á einhvern þeirra. Þarna var fjöldi manns og stór hópur smádrengja með litla bláfána á stuttum stöngum. Foringinn stikl- aði niður eftir bryggjunni og varaðist sem mest hann mátti að stíga ofan á flöggin, sem þar voru breidd. En ef drengjahópnum sýndist hann snerta með fæti rönd einhvers flaggsins, þá var hrópað: Sjáið þið til, hann treður á íslenzka fánanum! Þingmenn bæjarins, Lárus H. Bjarnason og Jón sagnfræðingur, boðuðu til fundar um kvöldið í Barnaskólaportinu. Þar var sam- þykt svohljóðandi tillaga frá þingmönnunum: Fundurinn mótmælir eindregið hervaldstil- tektum Fálkans á Reykjavíkurhöfn í morg- un sem bæði ólögmætum og óþolandi. — Einari Pjeturssyni hafði þá verið skilað aftur flagginu. Um Fálkaforingjann, hr. Rothe, má annars geta þess, að hann f jekk besta orð af öllum, sem honum kyntust, og í landhelgisvörninni hafði hann reynzt bæði duglegur og skyldu- rækinn. Er enginn efi á því, að hann hefur álitið það, sem hann gerði, skyldu sína, enda þótt enginn varðskipsforingi hefði áður amast við bláfánanum, hvorki á bátum nje annars- staðar. Þetta uppþot varð til þess, að þingmenn Reykvíkinga ásamt Guðmundi Eggerz sýslu- manni báru snemma á þinginu 1913 fram svohljóðandi frumvarp: Hjer á landi skal vera löggiltur íslenzkur fáni. Sameinað þing ræður gerð hans. Skúli Thoroddsen, Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson báru fram breytingartillögu: að fáninn skyldi vera að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.