Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 41

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 41
85 LÖGRJETTA 86 gerð eins og bláhvíti krossfáninn og vera fullkominn siglingafáni. Lárus taldi tillögu þeirra Skúla óframkvæmanlega meðan við gætum ekki Varið fánann sjálfir. Skúli taldi innanlandsfána þann, sem Lárus vildi lög- leiða, verri en ekki neitt og Bjarni frá Vogi kallaði hann skattlandssvuntu. Hannes Haf- stein sagði, að þetta mál tæki til konungsins sjálfs meira en önnur mál og ætti því að undirbúast í samráði við hann og koma frá stjórninni. Gerðin, sem um væri talað, væri óhæfilega lík aðmírálaflaggi Grikkja. Tillaga þeirra Skúla, Bjarna og Benedikts var feld í neðri deild með 20 atkv. gegn 5, en frum- varp þeirra Lárusar, Jóns og Guðmundar samþykt með 16 atkv. gegn 9. Hannes var á móti báðum. Málið var svo, eftir ósk hans, afgreitt í efri deild með svohljóðandi þings- ályktun: I trausti til þess, að ráðherrann skýri hans hátign konunginum frá vilja al- þingis í þessu máli og beri það upp fyrir hon- um, og stjórnin síðan leggi fyrir næsta alþing frumvarp til laga um íslenzkan fána, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Tillaga sama efnis var síðan samþykt í neðri deild. Ráðherra fór á konungs fund að þingi loknu með þau mál, sem það hafði afgreitt. En nú var það nýmæli upp tekið, að birta bæði í Danmörku og hjer á landi þær um- ræður, sem fóru fram í ríkisráðinu um þau íslenzk mál, sem að einhverju leyti þóttu var- huga verð vegna sambandsins við Danmörku, en svo var nú um stjórnarskrána og fána- málið. Stjórnarskráin var fyrst tekin fyrir og skýrði ráðherra þau tvö atriði í henni, sem varhuga verð gætu talist að þessu leyti. Hið fyrra var, að felt væri burtu það ákvæði í eldri stjórnarskrá, að mál íslands yrðu flutt fyrir konungi í ríkisráðinu, en í þess stað væri honum sjálfum falið að ákveða, hvar þau skyldu upp borin. Sagði ráðherra að alþingi hefði skilist, að hann mundi láta bera þau upp í ríkisráðinu eftir sem áður. Hitt var ákvæðið um, að kosningarrjettur á íslandi yrði bundinn við fæðingu í land- inu eða fimm ára dvöl þar, og gaf ráðherr- ann skýringu á því, að þetta kæmi ekki í bág við það ákvæði, að fæðingjarjetturinn væri sameiginlegt mál. Forsætisráðherra Dana tók því næst til máls. Fjelst hann á skýringu ráðherra Is- lands á báðum þessum atriðum, en tók það fram, að mál Islands yrðu að flytjast fyrir konungi í ríkisráðinu. Það er ekki tilgangur- inn með þessu, sagði hann, að ná neinum tök- um af Dana hálfu á þeim sjermálum, sem áskilin eru íslenzku löggjafarvaldi. Markmið- ið með því er, að dönskum ráðgjöfum veitist kostur á hluttöku í dómi um, hvort í lögum eða ályktunum, sem ráðherra Islands ber upp, felist ákvæði, er varði sameiginleg ríkis- málefni, er aðeins verði tekin ákvörðun um í sameiningu við dönsk ríkisvöld. Þá tók konungur til máls og kvaðst mundu staðfesta stjórnarskrárfrumvarp þingsins, ef það yrði samþykt af næsta alþingi, en jafn- framt ákveða með úrskurði í eitt skifti fyrir öll, að íslenzk málefni skyldu eins og að und- anförnu borin upp fyrir sjer í ríkisráðinu. Á þessu verður engin breyting, sagði hann, nema jeg staðfesti lög um ríkisrjettarsam- band Danmerkur og Islands, þar sem ný skipun verði á þessu gerð. Fánamálið kom fyrir nokkru síðar. Ráð- herra Islands lagði fram uppkast að konungs- úrskurði um íslenzkan fána, sem draga mætti á stöng hvervetna á Islandi og á íslenzkum skipum í landhelgi Islands. Gerð hans skyldi ákveðin með nýjum konungsúrskurði, þegar ráðherra Islands hefði haft tök á að kynna sjer óskir landsmanna um það atriði. Þetta skyldi þó að engu leyti skerða rjett manna til þess að nota dannebrogsfánann, og á stjórnarráði íslands skyldi ríkisfáninn notað- ur á ekki óveglegri stað og ekki rýrari að gerð en íslenzki fáninn. Forsætisráðherra Dana sagði, að reglur um ríkisfánann og notkun hans heyrðu til hin- um sameiginlegu málum. En ekkert væri því til fyrirstöðu, að Island fengi löggiltan fána til notkunar innan lands og í landhelgi. Konungur mælti: Jafnvel þótt mjer hefði fallið það betur, að alþingi hefði frestað því, að láta uppi óskir um íslenzkan sjerfána, þar til er málinu um ríkisrjettarsamband Dan- merkur og Islands hefði verið til lykta ráð- ið, þá felst jeg nú samt á þá tillögu, sem ráðherra Islands hefur borið fram, enda hefur forsætisráðherrann ekki komið fram með nein mótmæli gegn því, að slíkur úr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.