Lögrétta - 01.01.1936, Síða 45

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 45
93 LÖGRJETTA 94 Stóð nú hörð blaðadeila um þessar tvær skoðanir á málunum. I byrjun marz 1915 kvaddi konungur Hannes Hafstein einan á sinn fund, og fór hann, enda þótt þá þegar væri byrjaður sá sjúkdómur hjá honum, sem síðar svifti hann ferlivist. Ekkert var opinberlega birt af við- ræðum hans við konung. En að hans ráðum mun það hafa verið, að konungur kvaddi síðan þrjá þingmenn úr meirihlutaflokknum á sinn fund, þá Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Björnsson. f sjálfstæðisflokknum kom þegar upp megn sundrung út af kvaðningu þessara manna á konungs fund. Þeir, sem óánægðir voru, kendu Hannesi Hafstein um valið á mönn- unum, og svo það, að konungur hefði ekki snúið sjer beint til flokksstjórnar sjálfstæðis- manna. Áður en þrímenningarnir fóru, birti miðstjórn sjálfstæðisflokksins svohljóðandi yfirlýsingu: Miðstjórnin ályktar að lýsa því yfir, að hún lætur það alveg í sjálfsvald sett þeirra manna úr flokknum, sem konungur hefur boðað á sinn fund, til þess að ræða við þá pólitísk málefni íslands, hvort þeir fara eða eigi, en finnur á hinn bóginn ástæðu til að lýsa því yfir, að þótt sú verði niður- staðan, að þeir þiggi boðið, þá hafa þeir þó eigi eina nje neina heimild til að semja um eitt eða neitt fyrir flokksins hönd, eða skuld- binda hann á annan hátt. Þessu lauk svo, að eftir að þrímenning- arnir höfðu átt tal við konung og danska stjórnmálamenn, og síðan komið heim hingað, varð Einar Arnórsson ráðherra og tók jafn- framt að sjer að koma fram stjórnarskránni og fánamálinu. Voru málin tekin fyrir í ríkis- ráði 19. júní. Einar Arnórsson tók fyrirvara alþingis upp í tillögu sína um staðfesting stjórnarskrárinnar, eins og fyrirrennari hans hafði gert, en gaf þá skýringu á honum, að geigur sá, sem þar kæmi fram, væri sprott- inn af ótta við það, að auglýsingin, sem boðuð væri í Danmörku um konungsúrskurðinn, mundi verka sjerstaklega á rjettarlegt eðli hans, þar sem hún mundi gera íslenzkt stjórnskipulegt málefni háð dönsku löggjaf- arvaldi eða dönskum valdhöfum. Þessi geig- ur væri formfræðilegs eðlis. En á Islandi teldu menn þetta formlega atriði svo mikið grudvallaratriði, að þeir álitu jafnvel, öld- ungis gagnstætt því, sem til gæti hafa verið ætlast með umræðunum í ríkisráði 20. okt. 1913, skipun þá, er þar væri fyrirhuguð, afturför í rjettarstöðu íslands, með því að gildandi stjórnarskipunarlög, ásamt ríkisráðs- ákvæði sínu, væru að lögum, samkvæmt skoð- un íslendinga, einvörðungu háð löggjafar- valdinu íslenzka. Með tilvísun til þingsálykt- unarinnar og skýringar sinnar á henni óskaði hann að stjórnarskrárfrumvarpið yrði stað- fest og konungsúrskurður gefinn út um flutning íslenzkra mála í ríkisráðinu fram- vegis eins og áður. Forsætisráðherra Dana kvaðst fallast á þá skoðun, að ágreiningsatriðið væri formfræði- legs eðlis. En danska skoðunin á þessu færi í þá átt, að því yrði eigi breytt nema ný skipun yrði gerð, sem fæli í sjer álíka trygg- ingu og þá, sem nú ætti sjer stað. Einhver ákveðinn staður yrði að vera til, þar sem ræða mætti og fjarlægja vafamál, frá hvorri hlið sem er, um takmörk hins sjerstaka og sameiginlega löggjafarvalds. Hann bað um leyfi konungs til að birta í Danmörku það, sem nú gerðist í þessu máli. — Ráðherra íslands kvaðst halda sjer við íslenzku skoð- unina á ríkisráðsmálinu, en þó ekki mæla gegn því, að það, sem nú gerðist í þessu máli, yrði birt í Danmörku, þar sem hann gengi að því vísu, að slík skýrsla muni ekki geta varðað neinu um rjettareðli málsins um uppburð sjermála Islands í ríkisráði. Kon- ungur staðfesti þá stjórnarskrárfrumvarpið og gaf út konungsúrskurðinn. Jafnframt ákvað hann, að þríliti fáninn skyldi vera sjerfáni Islands. Þar með var þessum deilumálum lokið. En fjarri fór því, að allir vildu sætta sig við úrslitin. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og voru þeir, sem fylgdu Einari Arnórssyni og þeim, sem með honum fóru á fund konungs, kallaðir langsummenn, en hinn klofningur- inn, sem í var Skúli Thoroddsen og land- varnarmennirnir gömlu ásamt fleirum, fjekk nafnið þversummenn. Vildu þversummenn- irnir þegar á þinginu 1914 koma fram van- traustsyfirlýsingu á Einar Arnórsson, en gátu ekki komið henni fram, með því að nú fylgdu heimastjórnarmenn honum að málum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.