Lögrétta - 01.01.1936, Síða 48

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 48
99 LÖGRJETTA 100 um öll afskifti. Og þrátt fyrir varnarlínu Breta áttu vöruflutningar sjer altaf stað yfir Norðurlönd til Þýzkalands. Eitt af þeim atriðum, sem mikil áherzla var lögð á af öllum aðiljum ófriðarins, var frjettastríðið. Hvorir um sig af ófriðaraðilj- unum kendu hinum um upptök stríðsins og blöðin voru full af ósannindum og níði um óvinina. Þetta var líkt og í stjórnmálaerjun- um hjer heima fyrir. Svo var það ákveðið af stjórn Bretlands, að íslendingum skyldi sagður sannleikurinn um ófriðinn af þeim einum, en að þeir fengju ekkert að heyra úr hinni áttinni. Hún tilkynti, að hingað yrðu sendar símleiðis frá Englandi helstu frjettir af því, sem í stríðinu gerðist, en flutningur þýzkra blaða hingað væri bann- aður. Skömmu eftir að ófriðurinn hófst kom hingað ungur maður enskur á dönsku far- þegaskipi, sem kom frá Kaupmannahöfn og rannsakað hafði verið í brezkri höfn. Hann hjet Mr. Cable. Embættismaður hjeðan úr bænum, sem varð honum samferða á skip- inu, hefur sagt mjer, að hann hafi spurt sig svo í þaula um alt ástand hjer á landi, að hann hafi loks farið að svara honum hálf- gerðum skætingi. En ekkert ljet Bretinn uppi um það, hver ætlun sín væri með ferð- inni hingað. Þegar hann kom til Reykjavík- ur, settist hann að hjá ræðismanni Breta, Ásgeiri Sigurðssyni kaupmanni, fjekk sjer kennara í íslenzku og varð á örstuttum tíma svo vel að sjer í málinu, að hann talaði það reiprennandi. Hann hafði áður verið í sendi- sveit Breta í Finnlandi. Hann var fríður sýn- um og blátt áfram í framkomu, gaf sig á tal við marga og virtist mjög fljótlega verða öllu kunnugur, sem hjer gerðist. Brátt varð það alkunnugt, að þetta væri fulltrúi Breta- stjórnar, sem ætti að verða hjer einráður um öll viðskifti landsmanna út á við meðan á ófriðnum stæði. Hann kom nú fram eins og yfirmaður á skrifstofu brezka ræðis- mannsins, rjeði ýmsa menn í þjónustu sína og krafðist eftirlits með öllum vörusending- um og skeytasendingum frá símastöð lands- ins. Islenzku yfirvöldin treystu sjer ekki til að mótmæla þessari íhlutunarsemi hans, og kvartanir og ákærur einstakra manna, sem þóttust verða fyrir órjetti, voru kæfðar nið- ur. Blöðin voru aðvöruð um það, að ekkert dygði, að koma fram með umvöndunargrein- ar út af ráðstöfunum þessa manns. Bretar rjeðu hjer nú öllu, sem þeir vildu ráða, og menn yrðu að sætta sig við það. Mönnum fanst, að Mr. Cable hlyti að hafa njósnara alt í kringum sig, ekki aðeins hjer í bænum, heldur einnig úti um land, svo undarlegt þótti mönnum, hve margt hann vissi. Og þó voru það nær eingöngu íslenzkir menn, sem hann hafði í þjónustu sinni. En hann skifti sjer ekki af öðru en viðskiftamálunum. Hann var mannblendinn og kyntist hjer fjölda fólks, var bæði á opinberum samkomum og í boð- um á heimilum einstakra manna. Og þótt margir af þeim, sem viðskifti ráku, yrðu honum oft gramir, þá var hann hjer yfirleitt vel kyntur. Fulltrúi Frakka hjer á þessum árum, André Courmont, var mjög vinsæll maður, einkum meðal íslenzkra mentamanna. Hann var ungur maður og ókvæntur. Hafði hann dvalið hjer nokkur ár, þegar stríðið hófst, og ferðast um flest hjeruð landsins. Hann var lærður maður, talaði íslenzku eins og inn- fæddur væri og var vel að sjer í íslenzkum bókmentum bæði að fornu og nýju. Hann fór heim, er stríðið hófst, og í franska herinn. Var í suðurarmi hans á vesturvígstöðvunum, en særðist og beið þess aldrei bætur. Eftir vist á sjúkrahúsi var hann aftur sendur hing- að og tók við fyrra embætti sínu, en var ekki heill heilsu. Og nokkrum árum síðar skaut hann sig í járnbrautarvagm, er hann var á ferðalagi heima í Frakklandi. Ræðismaður Þjóðverja var íslenzkur kaup- maður, Ditlev Thomsen, einn af helstu kaup- mönnum Reykjavíkur á þeim tímum. Hann var tekinn á leið frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur af ensku herskipi og átti að sendast í fangavist til Englands. En hann dró þá upp úr vasa sínum þakkarávarp frá enskum yfirvöldum fyrir björgun enskrar skipshafnar, sem brotið hafði skip sitt hjer við land fyrir nokkrum missirum, og fyrir það var honum slept. En ekki fanst honum hann geta rekið hjer viðskifti áfram vegna tengsla sinna við Þjóðverja, seldi verzlun sína og fluttist til Danmerkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.