Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 51

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 51
105 LÖGRJETTA 106 Breta og verðlag á þeim, þá kom það fram í þýzkum blöðum, að nú væru Englendiiigar að skilja Island frá Danmörku. Enska stjórn- in gaf út yfirlýsingu um, að þetta væri ekki satt. Það, sem um væri samið, væri aðeins viðskiftalegs eðlis. En í ýmsum bloðum Norð- urlanda fóru að koma fram greinar, sem lýstu uggi um það, að ísland væri á leið til þess að tapast Norðurlöndum, hverfa frá þeim og dragast vestur á bóginn, til engil- saxnesku þjóðanna. Og sannleikurinn var sá, að þessi hugsun var að vakna hjer á ófriðar- árunum. Allstórt brot af íslenzku þjóðinni var þegar komið vestur um haf og undi þar vel hag sínum. Og almennur vilji Islendinga, sem þangað höfðu fluzt, var að við kæmum í áttina á eftir þeim, þ. e. í sem nánast við- skifta- og menningarsamband við hinn ensku- mælandi heim. En minningarnar og sagan drógu hugi okkar meir austur á bóginn. Menning okkar var að mestu leyti runnin frá Norðurlöndum og átti þar dýpstar rætur. Margs konar skyldleiki dró okkur fremur í þá áttina og þangað lágu mörg tengsl, sem fjölda Islendinga hefði reynzt sárt að slíta. En framhaldandi stjórnmálabarátta við Dani hefði án efa snúið hugum okkar meir og meir vestur á bóginn, þótt flestum hjer væri kærara, að tengja örlög okkar örlögum Norðurlandaþjóðanna en annara þjóða. Þannig var ástatt, er sambandslagasamn- ingarnir voru teknir upp á ný sumarið 1918. Þá var enn ekki sjeð, hverjir sigra mundu í stríðinu. En áður þeim samningum væri lokið, fór það að verða ljóst, að bandamenn mundu sigra, og fullveldisviðurkenning Is- lands varð mjög samferða ófriðarlokunum. Eins og fyr er getið hafði Jón Magnússon orðið hjer forsætisráðherra í ársbyrjun 1917 og hefur hann verið einna mestur vitmaður og giftudrýstur þeirra manna, sem hjer hafa farið með völd. Hann var fæddur í ársbyrjun 1859 og því kominn hátt á sextugs aldur, er hann tókst stjórnmálaforustuna á hendur á hinum mestu vandatímum, mitt í róti heimsstyrjaldarinnar. En vitsmunir hans, samfara þeirri einstöku gætni og varfærni, sem hann var alkunnur fyrir, komu þar að góðu haldi. Hann átti langan þingmensku- feril að baki sjer, var einn af lögfróðustu monnum landsins og háfði lengi starfað í stjórnarráöinu. svo að hann var rnannu kunnugastur meðferð allra landsmálá, Og vinsældir hans meðal almennings eru mörg- um hjer enn í fersku minni. Hann var öli- um öðrum betur til þess fallinn, að lægjá Öldur flokkastyrjaldarinnar og miðla málum með sanngirni, enda þótt hann gæti verið mjog fastheldinn á sinni skoðun, ér á réyndi. Það varð nú hlutskifti hans, að hafá milli- gonguna í lausn hins langvinna deilumáls milli Islendinga Og Dana. Því víkur nú svo við, að eftir hinar mikiu deilur undanfarinna ára um sambandsmálid er því nú ráðið tii Íykta á örstlittUm tímá og hávaðalaust að mestu. Það er mjög lítið rætt í íslenzkum blöðum og allir flokkar þingsins eru að mestu leyti samdóma ulrt afgreiðslu þess. Allir eiga þeir fuiltrúa í þeim nefndum, sem um málið fjalla af þingsins hálfu, og þar verður ekki vart neins rígs eða metings milli flokkanna. I Danmörku er þessu likt farið. Ailir flokkar standa þar saman að úrlausn málsins nema hægrimanna- flokkurinn, sem nú var orðinn áhrifalítill í ríkisþinginu. Jeg ætla í næsta erindi að skýra frá af- greiðslu málsins bæði hjer og í Danmörku samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja í alþingistíðindum og blöðum. En auk þess hef jeg fengið aðgang að brjefabókum Jóns heitins Magnússonar forsætisráðherra, sem eru í eigu ekkju hans, frú Þóru Magnús- son, og eru þar ýmsar upplýsingar, sem fáum munu áður vera kunnar. XII. Síðasti þáttur sambandsmálsdeilunnar hefst á því, að alþingi samþykkir einróma á sumarþinginu 1917 kröfu um, að fáni íslands verði fullkominn siglingafáni. Það er þetta mál, sem haft var á oddinum, og því þótti mjer sjálfsagt, að skýra sem ítarleg- ast frá uppruna þess. Þegar Jón Magnússon var að leggja á stað á konungsfund eftir vetrarþingið 1916—17, sem slitið var um miðjan janúar, fjekk hann tilmæli um það frá stjórn sjálfstæðisfjelags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.